Erlent

Óttast staðbundið regn

Aðeins var byrjað að hvessa í Houston í Bandaríkjunum en ekki byrjað að rigna seint í gær, að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns sem ætlar að halda kyrru fyrir meðan fellibylurinn Rita gengur yfir. Hann segir lögreglu hafa náð að greiða fyrir umferð út úr borginni með því að færa vegfarendum bensín og vatn. "Núna óttast menn helst að bylurinn stoppi þegar á land kemur og verði að flækjast hér í tvo, þrjá daga, en með því gæti komið geysimikil rigning," sagði hann. Aron Pálmi Ágústsson var síðdegis í gær enn á flótta undan fellibylnum og hafði þá verið 26 klukkustundir í rútu með öðru flóttafólki. Hann var á leið til bæjarins Nacogdoches norðar í Texas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×