Fréttir

Fréttamynd

Þorsteinn J. ráðinn til 365

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur hafið störf hjá 365 ljósvakamiðlum. Hann mun bæði starfa við þáttinn Ísland í dag og þáttagerð á Fréttastöðinni sem verið er að setja á laggirnar. Þorsteinn starfaði um árabil á Stöð 2 áður en hann sneri sér að heimildamyndagerð og öðrum tengdum verkum.

Innlent
Fréttamynd

Bretum blöskrar óhollustan

Bretum blöskrar óhollustan í grunnskólum landsins og vilja hamborgara og pítsur burt úr mötuneytunum með lögum hið snarasta. Sælgæti, snakk og gos í skólastofunni mun einnig heyra sögunni til

Erlent
Fréttamynd

Hákon Eydal í sextán ára fangelsi

Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogs-kjarasamningur felldur

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. september. "Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara," segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar í aukinn kostnað

Vatnsagi og misgengi í jarðlögum hefur tafið borun ganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo og Landsvirkjun semja um viðbótarkostnað vegna verksins. Fyrir dyrum stendur að fylla neðanjarðarhelli af steypu.

Innlent
Fréttamynd

Öldungi fleygt út af þingi

Skipuleggjendur ársþings Verkamannaflokksins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir of harkaleg viðbrögð eftir að 82 ára gömlum flokksmanni var hent út af þinginu fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Straw var að verja innrásina í Írak þegar öldungurinn Walter Wolfgang greip frammi í fyrir honum og sagði orð hans kjaftæði.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla ásökuð um gripdeildir

Talsmenn lögreglunnar í New Orleans greindu frá því í gær að hafin væri rannsókn á því hvað hæft væri í ásökunum um að á annan tug lögreglumanna hefðu gerst sekir um þátttöku í gripdeildum í ringulreiðinni í kjölfar fellibylsins Katrínar.

Erlent
Fréttamynd

Starfsemi að íslenskri fyrirmynd

Barnahús að íslenskri fyrirmynd verður opnað í Linköping í Svíþjóð í dag. Húsið verður opnað með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu Svíadrottningu. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verða viðstaddir athöfnina.

Innlent
Fréttamynd

Fimm dómarar í Baugsmáli

Hæstiréttur hefur þegar hafið skoðun á því hvort frávísun héraðsdóms í Baugsmálinu svokallaða sé réttmæt. Forseti Hæstaréttar hefur ákveðið að fimm dómarar muni dæma í kærumálinu varðandi ákvörðun héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá öllum fjörutíu ákæruliðum í Baugsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Lausn ekki í sjónmáli

Ráðið var í 22 stöðugildi starfsmanna leikskóla í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði Reykjavíkurborgar. Enn eru um 80 stöður á leikskólunum ómannaðar. Þá fengu um 100 börn pláss á frístundaheimilum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Huntley dæmdur í 40 ára fangelsi

Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt Ian Huntley í fjörutíu ára fangelsi fyrir morðið á hinum tíu ára gömlu Jessicu Chapman og Holly Wells. Stúlkurnar hurfu haustið 2002, en illa farin líkin af þeim fundust í skóglendi hálfum mánuði síðar. Fyrrverandi unnusta Huntleys, Maxine Carr, hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm fyrir að tefja rannsókn málsins. Hún var látin laus í fyrra og fer nú huldu höfði.

Erlent
Fréttamynd

Mæla með viðræðum við Serba

Sendimenn á vegum Evrópusambandsins gáfu í dag grænt ljós á að hefja undirbúningsviðræður við Serba og Svarfellinga um inngöngu þeirra í sambandið. Áður en viðræðurnar hefjast verða þó utanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna að samþykkja þær en búist er við að þeir geri það á mánudaginn, en þá verða hér um bil liðin fimm ár frá því að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var komið frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

Fiskistofa flutt í Hafnarfjörð

Eitt síðasta verk Árna Mathiesen, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa 94 starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Vöktu Þorlákshöfn

"Þetta var sérsveit ríkislögreglustjóra sem í daglegu tali er kölluð víkingasveitin," segir Jón F. Bjartmarz, yfirmaður sérsveitarinnar. Kvartanir hafa borist dómsmálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra frá íbúum í Þorlákshöfn um hávaðamengun aðfaranótt þriðjudags frá æfingum víkingasveitarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

HIV-veiran hugsanlega að veikjast

Hugsanlegt er að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, sé að veikjast þannig að hún fjölgi sér hægar og sé viðkvæmari fyrir lyfjum. Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna í Antwerpen í Belgíu sem birtar voru nýlega í tímaritinu <em>Aids</em>. Hingað til hefur það verið talið að HIV-veiran styrktist eftir því sem hún bærist á milli manna en samkvæmt þessum nýju rannsóknum virðist hið gagnstæða vera rétt.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til barneigna í Frakklandi

Stjórnvöld í Frakklandi vilja efla kynlíf og fjölga landsmönnum og ætla í því skyni að hækka greiðslur hins opinbera til þeirra sem eignast þriðja barnið. Franski forsætisráðherrann segir fæðingartíðni í landinu vera of lága þrátt fyrir að hún sé hærri í Frakklandi en í mörgum öðrum Evrópulöndum.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur í Baugsmáli

Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Situr Huntely inni til æviloka?

Ian Huntley, sem var fundinn sekur um morð á tveimur tíu ára stúlkum í Soham í Englandi fyrir þremur árum, fær í dag að vita hvort hann verði látinn dúsa í fangelsi það sem hann á ólifað en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi. Samkvæmt breskum lögum kemur það í hlut dómara að ákveða hvort afbrotamaður sem fær lífstíðardóm sitji bak við lás og slá til æviloka eða verði sleppt fyrr úr haldi.

Erlent
Fréttamynd

Skandall á Bifröst

Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur áminnt sex nemendur skólans fyrir að halda úti heimasíðu þar sem dreift var óhróðri um aðra nemendur. Heimasíðunni hafði verið haldið úti um nokkurt skeið og bar heitið skandalar. Þar var aðfinna slúður og fleira um aðra nemendur skólans. Upplýsingafulltrúi skólafélagsins á Bifröst var meðal þeirra sem hélt úti síðunni, og sagði hann af sér í kjölfarið á áminningunni.

Innlent
Fréttamynd

Sakarefni hafa fyrnst

Hluti sakarefna í málum Lífeyrissjóðs Austurlands hefur fyrnst í meðförum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á síðustu mánuðum, samkvæmt svörum embættisins til fjögurra sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði Austurlands sem kærðu fyrrverandi stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Ahtisaari er líklegur

Miklar getgátur eru nú uppi um hver mun hreppa Friðarverðlaun Nóbels, en tilkynnt verður um hverjir tilnefndir eru 7. október næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 60 taldir með fuglaflensu

Ríflega sextíu manns eru nú taldir hafa smitast af fuglaflensu í Indónesíu að undanförnu að því er yfirvöld í landinu greindu frá í dag. Ekki er þó búið að staðfesta að allt fólkið sé með veikina, sem getur verið banvæn, en þegar hafa fimm manns látist af völdum hennar í Indónesíu frá því í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Skýr skilaboð Umboðsmanns

Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Morgunblaðið birti einkapósta

Einkatölvupóstar Össurar Skarphéðinssonar og Gunnlaugs Sigmundssonar hafa birst án þeirra samþykkis á síðum Morgunblaðsins. Blaðið birti jafnframt bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur undanfarið gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að birta tölvupósta manna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Huntley-dómur staðfestur

Hæstiréttur Bretlands hefur staðfest fjörutíu ára fangelsisdóm yfir Ian Huntley sem myrti vinkonurnar Jessicu Chapman og Holly Wells.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar í Kaliforníu

Miklir skógareldar geisa nú við Los Angeles. Þrettán hundruð slökkviliðsmönnum gengur lítið sem ekkert að ráða við þá.

Erlent
Fréttamynd

Seldu til fagfjárfesta í BNA

Íslandsbanki gekk í dag frá samningi um skuldabréfaútgáfur fyrir rúmlega 1 milljarð bandaríkjadollara, sem jafngildir um 66 milljörðum íslenskra króna. Um 40% útgáfanna voru seld til bandarískra langtímafjárfesta og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki selur skuldabréf til bandarískra fagfjárfesta.

Innlent
Fréttamynd

Látið verði af tortryggni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára fangelsi staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður.

Innlent