Fréttir Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. Innlent 25.10.2005 16:05 Gerrard væntanlega með Liverpool Níu leikir verða á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Crystal Palace og Liverpool sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Gert er ráð fyrir að Steven Gerrard verði í leikmannahópi Liverpool í kvöld. Sport 25.10.2005 15:19 Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. Innlent 25.10.2005 15:06 Enn meiðist Louis Saha Endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United hefur enn eina ferðina seinkað, eftir að í ljós kom að hann er meiddur á læri. Saha hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári. Sport 25.10.2005 14:50 Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04 Gæti þurft í aðgerð fljótlega Alan Shearer, fyrirliði Newcastle gæti þurft í aðgerð vegna kviðslits fljótlega, en meiðsli tengd því hafa verið að hrjá hann undanfarið. Sport 25.10.2005 14:18 Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. Innlent 25.10.2005 12:53 Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. Innlent 25.10.2005 13:25 34 hjálparstarfsmenn í haldi Flótamenn í Darfur héraði í Súdan hafa tekið þrjatíu og fjóra hjálparstarfsmenn í gíslingu í stærstu flóttamannabúðunum í Darfúr. Flóttamennirnir krefjast þess að einn af leiðtogum þeirra sem var nýverið handtekinn, verði látinn laus. Erlent 25.10.2005 13:12 Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53 Stjórnarskráin samþykkt Stjórnarskrá Íraks hefur verið samþykkt. Endanlegar tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslu bárust nú rétt fyrir hádegi og samþykktu tæplega áttatíu prósent Íraka stjórnarskrána. Erlent 25.10.2005 11:50 Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. Innlent 25.10.2005 11:55 Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. Innlent 25.10.2005 11:38 Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. Innlent 25.10.2005 10:01 Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Innlent 25.10.2005 10:43 Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. Innlent 25.10.2005 10:48 Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34 Tamiflu nánast uppselt í Danmörku Ótti Dana við fuglaflensu er slíkur að nú er inflúensulyfið Tamiflu nánast uppselt í apótekum og hjá heildsölum í landinu. Sala á lyfinu jókst mikið í síðasta mánuði og hefur einnig aukist í þessum í kjölfar frétta af því að hin banvæni H5N1-stofn veirunnar hafi greinst í fuglum í Austur-Evrópu. Erlent 25.10.2005 07:51 Meira en helmingur fórnarlamba yfir sextugu Meira en helmingur þeirra sem létust af völdum fellibylsins Katrínar voru yfir sextugu. Nýjar tölur frá heilbrigðisyfirvöldum í Louisiana benda til að langflest fórnarlömb fellibylsins hafi verið eldri borgarar sem ýmist gátu ekki eða vildu ekki yfirgefa heimili sín. Erlent 25.10.2005 07:45 Kínverjar óttast útbreiðslu HIV Allt að tíu milljón Kínverjar gætu smitast af HIV-veirunni á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til aðgerða. Þetta sagði helsti alnæmissérfræðingur Kínverja í gær og tók þar með undir varnaðarorð Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 25.10.2005 07:39 Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Innlent 25.10.2005 07:44 Skotið á herskáa Palestínumenn Ísraelsk herþota skaut í morgun sprengjum að vígi herskárra Palestínumanna í borginni Beit Hanoun á Gaza. Hópur sem tengist Fatah-hreyfingunni heldur til í byggingunni en enginn virðist hafa slasast í árásunum. Erlent 25.10.2005 07:41 Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. Innlent 25.10.2005 07:36 Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. Innlent 25.10.2005 07:23 Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. Innlent 25.10.2005 07:56 Ben Bernanke tilnefndur sem seðlabankastjóri BNA George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra. Erlent 25.10.2005 07:30 Baráttukonan Rosa Parks látin Rosa Parks, saumakonan frá Alabama, sem varð heimsfræg fyrir að fylgja ekki þeirri reglu aðskilnaðarlaga að standa upp fyrir hvítum í strætisvagni árið 1955, lést í gær í Detriot í Bandaríjkunum 92 ára gömul. Erlent 25.10.2005 07:14 Sex borgarar drepnir í Afganistan Afganskir uppreisnarmenn drápu sex óbreytta borgara seint í gærkvöldi í árás sem beindist að bandarískum herjeppa. Árásin mistókst og hermennirnir sluppu allir ómeiddir. Bíll sem átti leið hjá varð hins vegar fyrir skoti úr sprengjuvörpu með þeim afleiðingum að allir farþegarnir sex létust. Erlent 25.10.2005 07:53 Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27 Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27 « ‹ ›
Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. Innlent 25.10.2005 16:05
Gerrard væntanlega með Liverpool Níu leikir verða á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Crystal Palace og Liverpool sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Gert er ráð fyrir að Steven Gerrard verði í leikmannahópi Liverpool í kvöld. Sport 25.10.2005 15:19
Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. Innlent 25.10.2005 15:06
Enn meiðist Louis Saha Endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United hefur enn eina ferðina seinkað, eftir að í ljós kom að hann er meiddur á læri. Saha hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári. Sport 25.10.2005 14:50
Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04
Gæti þurft í aðgerð fljótlega Alan Shearer, fyrirliði Newcastle gæti þurft í aðgerð vegna kviðslits fljótlega, en meiðsli tengd því hafa verið að hrjá hann undanfarið. Sport 25.10.2005 14:18
Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. Innlent 25.10.2005 12:53
Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. Innlent 25.10.2005 13:25
34 hjálparstarfsmenn í haldi Flótamenn í Darfur héraði í Súdan hafa tekið þrjatíu og fjóra hjálparstarfsmenn í gíslingu í stærstu flóttamannabúðunum í Darfúr. Flóttamennirnir krefjast þess að einn af leiðtogum þeirra sem var nýverið handtekinn, verði látinn laus. Erlent 25.10.2005 13:12
Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53
Stjórnarskráin samþykkt Stjórnarskrá Íraks hefur verið samþykkt. Endanlegar tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslu bárust nú rétt fyrir hádegi og samþykktu tæplega áttatíu prósent Íraka stjórnarskrána. Erlent 25.10.2005 11:50
Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. Innlent 25.10.2005 11:55
Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. Innlent 25.10.2005 11:38
Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. Innlent 25.10.2005 10:01
Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Innlent 25.10.2005 10:43
Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. Innlent 25.10.2005 10:48
Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34
Tamiflu nánast uppselt í Danmörku Ótti Dana við fuglaflensu er slíkur að nú er inflúensulyfið Tamiflu nánast uppselt í apótekum og hjá heildsölum í landinu. Sala á lyfinu jókst mikið í síðasta mánuði og hefur einnig aukist í þessum í kjölfar frétta af því að hin banvæni H5N1-stofn veirunnar hafi greinst í fuglum í Austur-Evrópu. Erlent 25.10.2005 07:51
Meira en helmingur fórnarlamba yfir sextugu Meira en helmingur þeirra sem létust af völdum fellibylsins Katrínar voru yfir sextugu. Nýjar tölur frá heilbrigðisyfirvöldum í Louisiana benda til að langflest fórnarlömb fellibylsins hafi verið eldri borgarar sem ýmist gátu ekki eða vildu ekki yfirgefa heimili sín. Erlent 25.10.2005 07:45
Kínverjar óttast útbreiðslu HIV Allt að tíu milljón Kínverjar gætu smitast af HIV-veirunni á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til aðgerða. Þetta sagði helsti alnæmissérfræðingur Kínverja í gær og tók þar með undir varnaðarorð Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 25.10.2005 07:39
Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Innlent 25.10.2005 07:44
Skotið á herskáa Palestínumenn Ísraelsk herþota skaut í morgun sprengjum að vígi herskárra Palestínumanna í borginni Beit Hanoun á Gaza. Hópur sem tengist Fatah-hreyfingunni heldur til í byggingunni en enginn virðist hafa slasast í árásunum. Erlent 25.10.2005 07:41
Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. Innlent 25.10.2005 07:36
Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. Innlent 25.10.2005 07:23
Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. Innlent 25.10.2005 07:56
Ben Bernanke tilnefndur sem seðlabankastjóri BNA George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra. Erlent 25.10.2005 07:30
Baráttukonan Rosa Parks látin Rosa Parks, saumakonan frá Alabama, sem varð heimsfræg fyrir að fylgja ekki þeirri reglu aðskilnaðarlaga að standa upp fyrir hvítum í strætisvagni árið 1955, lést í gær í Detriot í Bandaríjkunum 92 ára gömul. Erlent 25.10.2005 07:14
Sex borgarar drepnir í Afganistan Afganskir uppreisnarmenn drápu sex óbreytta borgara seint í gærkvöldi í árás sem beindist að bandarískum herjeppa. Árásin mistókst og hermennirnir sluppu allir ómeiddir. Bíll sem átti leið hjá varð hins vegar fyrir skoti úr sprengjuvörpu með þeim afleiðingum að allir farþegarnir sex létust. Erlent 25.10.2005 07:53
Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27
Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27