Fréttir

Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum hækkaði talsvert í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta í 5,25 prósentur. Þetta er 17. stýrivaxtahækkunin í Bandaríkjunum en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að hækkanaferlið væri brátt á enda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldur í rafmagnstöflu á Mýrargötu

Slökkviliðið var kallað út rétt eftir níu í morgun til að slökkva eld í Slippnum við Mýrargötu. Eldur hafði kviknað í rafmagnstöflu og gekk fljótt og greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt myndband frá bin Laden

Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, vottar Abu Musab al-Zarqawi, látnum leiðtoga samtakanna í Írak, virðingu sína á nýju myndbandi sem birt var á vefsíðu íslamskra öfgamanna í nótt. (LUM) Þar hrósar hann al-Zarqawi og ver árásir hans á óbreytta borgara. Hann krefst þess einnig að bandarísk stjórnvöld afhendi ættingjum al-Zarqawi líkið af honum. Myndbandið sýnir ekki nýjar myndir af bin Laden heldur er þar gamla mynd af honum að finna, auk myndar af al-Zarqawi. Nýjar myndir hafa ekki verið teknar af bin Laden síðan í október 2004. Ekki hefur fengist formlega staðfest að þetta sé rödd bin Laden sem heyrist á myndbandinu en það er þó talið líklegt. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fer nú yfir myndbandið sem er það fjórða frá bin Laden í ár reynist það ósvikið.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Hollands víkur

Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í gær um afsögn ríkisstjórnar landsins, eftir að ráðherrar í einum flokka samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að ráðherra innflytjendamála svipti þingkonuna fyrrverandi Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992.

Erlent
Fréttamynd

Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru. Karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi.

Innlent
Fréttamynd

356% verðmunur á grænmenti og ávöxtum milli búða

Allt að 356% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100% munur í 27 tilvikum.

Innlent
Fréttamynd

Mannfall við landamærin í Kasmír

Indverskir hermenn skutu átta menn til bana þegar þeir reyndu að smygla sér yfir landamæri indverska og pakistanska hluta Kasmírs-héraðs í morgun. Talsmaður hersins segir þá hafa verið íslamska vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt

Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis.

Innlent
Fréttamynd

Búist við fjölda uppsagna

Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24%

Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%.

Innlent
Fréttamynd

Árásum á Gaza haldið áfram

Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið.

Erlent
Fréttamynd

Aldursmerkingu á myndum og leikjum breytt

Aldursmerkingar á kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum taka breytingum nú um mánaðmótin þegar ný lög um eftirlit með aðgengi barna að þessu efni taka gildi. Framleiðendur og dreifendur munu þá sjálfir merkja efnið á viðeigandi hátt en Barnaverndarstofa sinnir eftirliti vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði

Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum.

Innlent
Fréttamynd

World Class hyggur á landvinninga í Danmörku

Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót.

Innlent
Fréttamynd

Hollenska ríkisstjórnin segir af sér

Forsetisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í dag að ríkisstjórn sín ætli að segja af sér eftir að þrír ráðherrar samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að Rita Verdonk, innflytjendaráðherra svipti fyrrverandi þingkonuna Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992 en sú ákvörðun var dregin til baka í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu. Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt megrunarlyf á markað

Stefnt er að því að setja nýtt megrunarlyf á markað hér á landi í haust. Um er að ræða töflu sem þarf að taka daglega og er talin geta lækkað líkamsþyngd fólks um einn tíunda.

Erlent
Fréttamynd

Maður lét lífið í hagli

Einn maður lét lífið og rúmlega hundrað manns slösuðust þegar mikil haglél féllu í Suðvestur-Þýskalandi. Haglið var á stærð við tennisbolta og olli miklum skemmdum á bílum og húsum. Bóndi á sjötugsaldri drukknaði þegar hann var að reka kýr inn í hús. Hann lenti í flóði þegar lækjarspræna varð að stórfljóti á augabragði. Talið er að tjón á mannvirkjum nemi hundruðum milljóna króna.

Erlent
Fréttamynd

Heimsótti vin sinn haförninn

Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Grundfirðingurinn ungi sem bjargaði haferni frá bráðum bana í fyrradag, kom í bæinn í dag til að heimsækja fiðraðan vin sinn en honum hefur hún gefið nafnið Sigurörn.

Innlent
Fréttamynd

Varað við grjóthruni í Óshlíð

Vegagerðin biður þá sem aka um Óshlíð á Vestfjörðum að fara með aðgát þar sem búast má við grjóthruni úr hlíðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og með henni eykst hættan á grjóthruni.

Innlent
Fréttamynd

Varaforsætisráðherra heimastjórnarinnar í haldi

Ísraelskar herþyrlur skutu flugskeyti að bíl herskárra Palestínumanna í Gaza-borg í dag. Vitni segja að flugskeytið hafi þó geigað. Ísraelar hafa handtekið ráðherra og þingmenn Hamas-samtakanna til að knýja um að nítján ára ísraelskum hermanni, Gilad Shalit, verði sleppt úr haldi herskárra Palestínumanna. Meðal þeirra ráðherra sem Ísarelsmenn hafa handtekið er Nasser Shaer, vara-forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Landsátak gegn utanvegaakstri

Landsátaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í dag. Nýr umhverfisráðherra fagnar átakinu og segir utanvegaakstur brýnni málaflokk en rjúpnaveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Spænsk stjórnvöld ræða við ETA

Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hefja friðarviðræður við Frelsissamtök Baska, ETA. (LUM) Zapatero, forsætisráðherra Spánar tilkynnti um þetta í dag. Hann varaði við því að viðræðurnar ættu eftir að taka langan tíma og án efa reynast erfiðar. Innanríkisráðherra landsins verður síðan falið að upplýsa þing Spánar um framgang viðræðnanna. ETA tilkynnti í mars að samtökin ætluðu að leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt. Baskar vilja stofna sjálfstætt ríki í Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum.

Erlent
Fréttamynd

Herréttur í málum Guantanamo-fanga ólöglegur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi ekki vald til að láta herrétt taka fyrir mál gegn meintun hryðjuverkamönnum. Rétturinn segir þá ákvörðun brjóta gegn Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga.

Erlent
Fréttamynd

Lánshæfismat Straums-Burðaráss staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka í kjölfar tilkynningar um nýjan forstjóra og breytingar í hluthafahópi. Fyrirtækið staðfesti langtímaeinkunnina BBB- og segir horfur lánshæfiseinkunna stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EADS kærir dagblaðið Le Monde

EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búið að opna Sprengisand

Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður.

Innlent