Fréttir Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð afbrot Karlmaður á fertugsaldri var gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot. Þau sem hann var ákærður fyrir voru fjársvik, varsla stolins varnings, umferðarlagabrot, þjófnaðir og fíkniefnabrot. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 800 000 krónur í skaðabætur. Brotinn játaði maðurinn og var það virt honum til refsilækkunar. Hann á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988, en frá því ári hefur hann hlotið 9 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Síðast hlaut hann dóm 8. febrúar á þessu ári en þá var hann dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Innlent 5.7.2006 11:26 Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Viðskipti erlent 5.7.2006 10:21 Fíkniefnafundur á Dalvík Lögreglan á Akureyri sleppti í gær tveimur mönnum sem handteknir voru á Dalvík í fyrrakvöld, eftir að 25 grömm af hassi fundust í neytendaumbúðum í bíl þeirra. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust 25 grömm til viðbótar og eitthvað af hvítu efni, sem talið er vera afetamín eða kókaín. Mennirnir , sem báðir hafa áður gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina, voru yfirheyrðir ítarlega áður en þeim var sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.- Innlent 5.7.2006 09:57 Gistinóttum fjölgar um allt land Gistinóttum á hótelum í maí síðastliðnum fjölgaði um 17 prósnet miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 15 þúsund. Þær urðu nú rúmlega 102 þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, en hlutfallslega mest á Austurlandi. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lang mesta framboðið er, nam tuttugu og einu prósenti, eða tæpum þrettán þúsundum, sem er bróðuparturinn af allri fjölguninni. Alla fjölgunina og gott betur má rekja til útlendinga, því gistinóttum íslendinga fækkaði um tvö og hálft prósent. Innlent 5.7.2006 09:56 Sprengt í Kabúl Þrjár sprengjur sprungu í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að einn lést og 47 særðust alvarlega. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í innkaupakerru og sprakk þegar rúta, full af opinberum starfsmönnum ók framhjá. Seinni sprengjan sprakk nærri herrútu í miðri borginni en henni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu en þeirri þriðju var einnig beint gegn hermönnum. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðunum en hart hefur verið sótt að talibönum í suðurhluta landsins og því er talið að þeir eigi hlut að máli. Erlent 5.7.2006 09:47 Komst á loft Brot af einangrunarfroðu féllu af eldsneytistanki Discovery geimferjunnar nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft í gærkvöldi. Að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA eru brotin ekki talið það stór að þau geti valdið skemmdum á geimferjunni. Geimskotið í gær er það fyrsta á þessu ári og aðeins annað skot frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Fresta þurfti skoti Discovery tvívegis um helgina vegna veðurs og í raun var óvíst hvort hægt yrði að skjóta geimflauginni á loft í gær þegar sprunga fannst í einangrun á ytri eldsneytisgeymi geimflaugarinnar. Erlent 5.7.2006 09:31 Varnarliðið hundsar allar launahækkanir Varnarliðið hefur hundsað allar launahækkanir sem nokkrir verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis er þetta áþekk staða og upp kom fyrir um tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir umþaðbil 30 einstaklinga, sem ekki fengu laun samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Innlent 5.7.2006 09:16 Fordæma eldflaugaskot Norður Kóreumanna Ríkisstjórn Suður Kóreu hefur fordæmt tilraunaskot Norður Kóreumanna í gærkvöldi og mun koma saman til neyðarfundar í dag vegna málsins. Norður kóreamenn skutu sex eldflaugum í gærkvöld í tilraunaskyni, þar af er talið að ein hafi verið langdræg flaug. Að sögn Bandarískra embættismanna bilaði hún hins vegar en flaugar af þessari gerð eru taldar geta náð til Alaska. Hinar flaugarnar, sem skotið var á loft, enduðu í Japanshafi en Japanir eru ósáttir við tilraunir norður kóreumanna og sagði Shinso Abe, forseti japanska þingsins að þær ógnuðu friði og stöðugleika á svæðinu. Líklegt þykir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins en John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað yrði til fundar. Erlent 5.7.2006 09:16 Actavis hækkar tilboð sitt í Pliva Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavís leggja ofur kapp á að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur nú tilkynnt hlutaðeigandi um þá fyrirætlan sína að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Actavis hefur tvívegis hækkað tilboð sitt í félagið og nú síðast upp í 170 milljarða króna, eftir að stjórnin mælti með að hluthafar seldu bandarísku lyfjafyrirtæki Pliva í stað Actavis. Auk þessa hefur Actavis lagt inn umsókn til samkeppnisyfirvalda á öllum markaðssvæðum sínum, þar sem leitað er eftir samþykki við samruna Pliva og Actavis. Innlent 5.7.2006 09:13 Loftárás á þjálfunarbúðir Palestínumanna Ísraelsher gerði loftárás á þjálfunarbúðir herskárra Palestínumanna úr röðum Hamas-samtakanna á Gaza í kvöld. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli. Ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna en talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í dag hann enn vera á lífi. Erlent 4.7.2006 21:55 Samgönguráðherra grípi til aðgerða Talsmaður neytenda vill að samgönguráðherra grípi til mótvægisaðgerða vegna afnáms hámarkstaxta leigubíla. Hann segist þó ekki mótfallinn afnáminu sjálfu. Innlent 4.7.2006 22:43 Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Erlent 4.7.2006 21:47 Sjálfsmorðstilraun vegna minnkandi atvinnuöryggis blindra í Kóreu Lestarstarfsmenn í Kóreu björguðu í gær lífi manns, sekúndubrotum áður en neðanjarðarlest kom aðvífandi. Maðurinn stökk út á teinana, lagðist niður og beið þar eftir lestinni. Tveir lestarstarfsmenn stukku á eftir honum og engu mátti muna að þeir yrðu fyrir lestinni. Maðurinn, sem þarna ætlaði að fremja sjálfsvíg, er blindur og hafði fyrr um daginn verið synjað um starf sem nuddari. Hæstiréttur í Kóreu ákvað nýlega að lög sem kveða á um að einungis blindir megi starfa sem nuddarar séu andstæð stjórnarskránni. Í kjölfarið hefur skapast atvinnuleysi meðal blindra nuddara í Kóreu. Erlent 4.7.2006 21:43 Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. Erlent 4.7.2006 21:37 Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Erlent 4.7.2006 21:33 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. Innlent 4.7.2006 21:14 Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. Innlent 4.7.2006 21:25 Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. Innlent 4.7.2006 21:08 Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Erlent 4.7.2006 19:17 Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. Innlent 4.7.2006 19:13 Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu Innlent 4.7.2006 18:10 Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. Innlent 4.7.2006 18:24 Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. Innlent 4.7.2006 18:19 Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.7.2006 18:14 Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Innlent 4.7.2006 17:45 Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. Innlent 4.7.2006 15:41 Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Viðskipti erlent 4.7.2006 15:27 Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. Innlent 4.7.2006 15:19 Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 4.7.2006 14:28 Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. Innlent 4.7.2006 14:21 « ‹ ›
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð afbrot Karlmaður á fertugsaldri var gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot. Þau sem hann var ákærður fyrir voru fjársvik, varsla stolins varnings, umferðarlagabrot, þjófnaðir og fíkniefnabrot. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 800 000 krónur í skaðabætur. Brotinn játaði maðurinn og var það virt honum til refsilækkunar. Hann á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988, en frá því ári hefur hann hlotið 9 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Síðast hlaut hann dóm 8. febrúar á þessu ári en þá var hann dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Innlent 5.7.2006 11:26
Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Viðskipti erlent 5.7.2006 10:21
Fíkniefnafundur á Dalvík Lögreglan á Akureyri sleppti í gær tveimur mönnum sem handteknir voru á Dalvík í fyrrakvöld, eftir að 25 grömm af hassi fundust í neytendaumbúðum í bíl þeirra. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust 25 grömm til viðbótar og eitthvað af hvítu efni, sem talið er vera afetamín eða kókaín. Mennirnir , sem báðir hafa áður gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina, voru yfirheyrðir ítarlega áður en þeim var sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.- Innlent 5.7.2006 09:57
Gistinóttum fjölgar um allt land Gistinóttum á hótelum í maí síðastliðnum fjölgaði um 17 prósnet miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 15 þúsund. Þær urðu nú rúmlega 102 þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, en hlutfallslega mest á Austurlandi. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lang mesta framboðið er, nam tuttugu og einu prósenti, eða tæpum þrettán þúsundum, sem er bróðuparturinn af allri fjölguninni. Alla fjölgunina og gott betur má rekja til útlendinga, því gistinóttum íslendinga fækkaði um tvö og hálft prósent. Innlent 5.7.2006 09:56
Sprengt í Kabúl Þrjár sprengjur sprungu í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að einn lést og 47 særðust alvarlega. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í innkaupakerru og sprakk þegar rúta, full af opinberum starfsmönnum ók framhjá. Seinni sprengjan sprakk nærri herrútu í miðri borginni en henni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu en þeirri þriðju var einnig beint gegn hermönnum. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðunum en hart hefur verið sótt að talibönum í suðurhluta landsins og því er talið að þeir eigi hlut að máli. Erlent 5.7.2006 09:47
Komst á loft Brot af einangrunarfroðu féllu af eldsneytistanki Discovery geimferjunnar nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft í gærkvöldi. Að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA eru brotin ekki talið það stór að þau geti valdið skemmdum á geimferjunni. Geimskotið í gær er það fyrsta á þessu ári og aðeins annað skot frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Fresta þurfti skoti Discovery tvívegis um helgina vegna veðurs og í raun var óvíst hvort hægt yrði að skjóta geimflauginni á loft í gær þegar sprunga fannst í einangrun á ytri eldsneytisgeymi geimflaugarinnar. Erlent 5.7.2006 09:31
Varnarliðið hundsar allar launahækkanir Varnarliðið hefur hundsað allar launahækkanir sem nokkrir verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis er þetta áþekk staða og upp kom fyrir um tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir umþaðbil 30 einstaklinga, sem ekki fengu laun samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Innlent 5.7.2006 09:16
Fordæma eldflaugaskot Norður Kóreumanna Ríkisstjórn Suður Kóreu hefur fordæmt tilraunaskot Norður Kóreumanna í gærkvöldi og mun koma saman til neyðarfundar í dag vegna málsins. Norður kóreamenn skutu sex eldflaugum í gærkvöld í tilraunaskyni, þar af er talið að ein hafi verið langdræg flaug. Að sögn Bandarískra embættismanna bilaði hún hins vegar en flaugar af þessari gerð eru taldar geta náð til Alaska. Hinar flaugarnar, sem skotið var á loft, enduðu í Japanshafi en Japanir eru ósáttir við tilraunir norður kóreumanna og sagði Shinso Abe, forseti japanska þingsins að þær ógnuðu friði og stöðugleika á svæðinu. Líklegt þykir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins en John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað yrði til fundar. Erlent 5.7.2006 09:16
Actavis hækkar tilboð sitt í Pliva Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavís leggja ofur kapp á að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur nú tilkynnt hlutaðeigandi um þá fyrirætlan sína að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Actavis hefur tvívegis hækkað tilboð sitt í félagið og nú síðast upp í 170 milljarða króna, eftir að stjórnin mælti með að hluthafar seldu bandarísku lyfjafyrirtæki Pliva í stað Actavis. Auk þessa hefur Actavis lagt inn umsókn til samkeppnisyfirvalda á öllum markaðssvæðum sínum, þar sem leitað er eftir samþykki við samruna Pliva og Actavis. Innlent 5.7.2006 09:13
Loftárás á þjálfunarbúðir Palestínumanna Ísraelsher gerði loftárás á þjálfunarbúðir herskárra Palestínumanna úr röðum Hamas-samtakanna á Gaza í kvöld. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli. Ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna en talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í dag hann enn vera á lífi. Erlent 4.7.2006 21:55
Samgönguráðherra grípi til aðgerða Talsmaður neytenda vill að samgönguráðherra grípi til mótvægisaðgerða vegna afnáms hámarkstaxta leigubíla. Hann segist þó ekki mótfallinn afnáminu sjálfu. Innlent 4.7.2006 22:43
Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Erlent 4.7.2006 21:47
Sjálfsmorðstilraun vegna minnkandi atvinnuöryggis blindra í Kóreu Lestarstarfsmenn í Kóreu björguðu í gær lífi manns, sekúndubrotum áður en neðanjarðarlest kom aðvífandi. Maðurinn stökk út á teinana, lagðist niður og beið þar eftir lestinni. Tveir lestarstarfsmenn stukku á eftir honum og engu mátti muna að þeir yrðu fyrir lestinni. Maðurinn, sem þarna ætlaði að fremja sjálfsvíg, er blindur og hafði fyrr um daginn verið synjað um starf sem nuddari. Hæstiréttur í Kóreu ákvað nýlega að lög sem kveða á um að einungis blindir megi starfa sem nuddarar séu andstæð stjórnarskránni. Í kjölfarið hefur skapast atvinnuleysi meðal blindra nuddara í Kóreu. Erlent 4.7.2006 21:43
Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. Erlent 4.7.2006 21:37
Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Erlent 4.7.2006 21:33
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. Innlent 4.7.2006 21:14
Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. Innlent 4.7.2006 21:25
Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. Innlent 4.7.2006 21:08
Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Erlent 4.7.2006 19:17
Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. Innlent 4.7.2006 19:13
Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu Innlent 4.7.2006 18:10
Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. Innlent 4.7.2006 18:24
Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. Innlent 4.7.2006 18:19
Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.7.2006 18:14
Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Innlent 4.7.2006 17:45
Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. Innlent 4.7.2006 15:41
Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Viðskipti erlent 4.7.2006 15:27
Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. Innlent 4.7.2006 15:19
Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 4.7.2006 14:28
Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. Innlent 4.7.2006 14:21