Fréttir

Fréttamynd

Kjarnorkutilraunir

Aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill segir Bandaríkjastjórn hafa verulegar áhyggjur af áformum Norður-Kóreumanna um að framkvæma kjarnorkutilraun í náinni framtíð. Hill er á sex landa fundi vegna kjarnorkuáætlana Norður-Kóreumanna.

Erlent
Fréttamynd

Róbert í 1-2. sæti Samfylkingar

Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS, sækist eftir 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Róbert var forstöðumaður NFS þar til í síðasta mánuði og áður fréttamaður á Stöð 2. Hann var einnig formaður Blaðamannafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ættingjar kannast ekki við misnotkun

Tveir ættingjar árásarmannsins á Amish skólann í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, kannast ekki við að hafa verið misnotaðir kynferðislega af manninum, eins og hann sagði í símtali við konu sína á meðan gíslatökunni stóð. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Lögreglunni Pensilvaníu seint í gær, sem yfirheyrði ættingjana.

Erlent
Fréttamynd

Sigríður Anna hættir á þingi

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Jón í fyrsta sæti

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sækist eftir að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum í vor. Hann greindi frá þessu á fundi á Grand hóteli í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Færast nær yfirtöku á House of Fraser

Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu.

Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag

Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður Anna ætlar að hætta

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991.

Innlent
Fréttamynd

Jón fram í Reykjavík

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla í liði með dauðasveitum

Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn.

Erlent
Fréttamynd

4 bandarískir hermenn féllu í Írak

Fjórir bandarískir hermenn féllu í árás nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem mannskæð árás er gerð á hersveitir Bandaríkjamanna nærri höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Myrti aldraða sjúklinga

Fyrrverandi hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum gekkst við því fyrir dómi í dag að hafa myrt 10 aldraða sjúklinga í hennar umsjá fyrir nærri sex árum.

Erlent
Fréttamynd

Hleranir áfram leyfðar

Bandarísk stjórnvöld geta áfram stundað hleranir án sérstakrar heimildar á meðan áfrýjun bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna banns á þeim hefur ekki verið tekin fyrir. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í Cincinnati í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telur ekki hættu á stríðsátökum

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur enga hættu á því að til stríðsátaka komi milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna ríkjanna síðustu vikur. Hann hvetur þó deilendur til að gæta hófsemi og sýna stillingu.

Erlent
Fréttamynd

Atlantsolía lækkar bensínverð

Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar.

Innlent
Fréttamynd

Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni

Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í Pakistan

Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist.

Erlent
Fréttamynd

Sýndamennska eða skýr skilaboð

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að koma til Íslands í áratug

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin.

Innlent
Fréttamynd

Taka Íslendinga til fyrirmyndar

Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

IRA sagður skaðlaus

Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Fær frjálsan aðgang að gögnum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðadagur kennara á morgun

Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar.

Innlent
Fréttamynd

75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum

Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna.

Innlent