Erlent

Kjarnorkutilraunir

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill.
Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill. MYND/AP

Aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegar áhyggjur af áformum Norður-Kóreumanna um að framkvæma kjarnorkutilraun í náinni framtíð.

Hill er á sex landa fundi vegna kjarnorkuáætlana Norður-Kóreumanna. Á fundinum eru einnig fulltrúar Kína, Norður og Suður Kóreu, Bandaríkjanna, Rússlands og Japan. Enn þykir mjög líklegt að Norðurkóreumenn framkvæmi tilraunina, en hörð mótmæli hafa borist víða að vegna þess.

Ekki hefur sést til Kim Jong-ils í 20 daga, en það þykir renna stoðum undir fyrirhugaða tilraun. Kim Jong-il hefur einnig horfið af sjónarsviðinu með svipuðum hætti fyrir aðrar ögrandi tilraunir, m.a. þegar gerðar voru tilraunir með skotflaugar sem lentu í hafinu milli Kóreu og Japan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×