Fréttir Vilja minnka veiðiálag í Elliðaám Samráðshópur um málefni Elliðaánna á vegum borgarráðs leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiðimanna í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum laxi. Innlent 13.10.2005 14:23 Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. Erlent 13.10.2005 14:23 Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. Innlent 13.10.2005 14:23 Tæring í klæðningu náttúrfræðahúss Klæðning nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997. Innlent 13.10.2005 14:23 Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. Innlent 13.10.2005 14:23 Segja Orkuna enn brjóta lög Atlantsolía hefur í annað sinn sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna áframhaldandi notkunar Orkunnar á slagorðinu "alltaf ódýrust" en fyrr í vetur komst Samkeppnisstofnun að því að Orkunni væri einungis heimilt að nota slagorðið ef allar stöðvar fyrirtækisins byðu besta verðið hverju sinni. Innlent 13.10.2005 14:23 Róttækari aðgerða þörf Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin mótmæli 80 þúsund tonna heildarkvóta á Svalbarðasvæðinu en róttækari aðgerða sé þörf. Innlent 13.10.2005 14:23 Kortleggja kynferðisofbeldið "Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsynlegt er að vinna sem fyrst," segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á umfangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum. Innlent 13.10.2005 14:23 Svipting kosningaréttar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra. Innlent 13.10.2005 14:23 Forseta Íslands komið í klípu Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b /> Innlent 13.10.2005 14:23 2.500 nýnemar í HÍ Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. Innlent 13.10.2005 14:23 Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. Erlent 13.10.2005 14:23 Skuldajöfnun ekki sjálfvirk Komið getur upp sú staða í reikningshaldi Orkuveitu Reykjavíkur að viðskiptavinir skuldi peninga á einum stað, en eigi inni annars staðar vegna ofáætlunar, t.d. á heitavatnsnotkun. Innlent 13.10.2005 14:23 Laxi í Elliðaánum verði sleppt Mælst er til þess í nýrri skýrslu um Elliðaárnar að veiðimenn hlífi laxinum í sumar og sleppi sem flestum. Seiðauppeldi efst í ánum verður rannsakað og eflt. Innlent 13.10.2005 14:23 Auð verslunarmiðstöð á Egilsstöðum Fimm ára verslunarmiðstöð á Egilsstöðum stendur nánast auð. Síðustu versluninni í húsinu var lokað um síðustu helgi. Innlent 13.10.2005 14:23 Ábyrgðin hjá stjórnvöldum "Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum. Innlent 13.10.2005 14:23 Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. Erlent 13.10.2005 14:23 Varað við orkudrykkjum og áfengi Neysla á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu getur valdið hjartatruflunum og í versta falli leitt til skyndilegs dauða. Matvælastofnanir í Danmörku og Svíþjóð vara fólk við örvandi orkudrykkjum. Innlent 13.10.2005 14:23 Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. Erlent 13.10.2005 14:23 Umhverfi fjölmiðla í Evrópu Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:23 Uppbygging í Súðavík Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að byggja tvö 500 fermetra atvinnuhúsnæði og tvö einbýlishús. Ekkert atvinnuhúsnæði hefur verið byggt í Súðavík síðustu 24 árin. Innlent 13.10.2005 14:23 Allt að 10 daga gæsluvarðhald Krafist verður allt að tíu daga gæsluvarðhalds nú í hádeginu yfir rúmlega fertugum manni sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 14:23 Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. Erlent 13.10.2005 14:23 Varað við þunglyndislyfjum "Það hefur verið mikil umræða um þessi svokölluðu SSRI þunglyndislyf erlendis og að vel athuguðu máli ákváðum við að senda læknum þessa áminningu," segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Innlent 13.10.2005 14:23 Tveggja vikna gæsluvarðhald Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarf þriggja barna móður. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því á aðfaranótt sunnudags. Ummerki á heimili mannsins benda til voðaverks. Innlent 13.10.2005 14:23 Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. Erlent 13.10.2005 14:23 Ummæli forsætisráðherra á CNN Ummæli Davíðs Oddssonar í Hvíta húsinu í gær um að framtíð allrar heimsbyggðarinnar væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak hafa vakið athygli heimspressunnar. Þingmaður Vinstri-grænna efast þó um að forsætisráðherra hafi þar á réttu að standa. Erlent 13.10.2005 14:23 Þriggja ára fangelsi Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands sl. föstudag fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum skaðabætur og til að greiða allan málskostnað. Innlent 13.10.2005 14:23 Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. Erlent 13.10.2005 14:23 Ummæli Davíðs vöktu athygli Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN. Innlent 13.10.2005 14:23 « ‹ ›
Vilja minnka veiðiálag í Elliðaám Samráðshópur um málefni Elliðaánna á vegum borgarráðs leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiðimanna í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum laxi. Innlent 13.10.2005 14:23
Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. Erlent 13.10.2005 14:23
Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. Innlent 13.10.2005 14:23
Tæring í klæðningu náttúrfræðahúss Klæðning nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997. Innlent 13.10.2005 14:23
Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. Innlent 13.10.2005 14:23
Segja Orkuna enn brjóta lög Atlantsolía hefur í annað sinn sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna áframhaldandi notkunar Orkunnar á slagorðinu "alltaf ódýrust" en fyrr í vetur komst Samkeppnisstofnun að því að Orkunni væri einungis heimilt að nota slagorðið ef allar stöðvar fyrirtækisins byðu besta verðið hverju sinni. Innlent 13.10.2005 14:23
Róttækari aðgerða þörf Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin mótmæli 80 þúsund tonna heildarkvóta á Svalbarðasvæðinu en róttækari aðgerða sé þörf. Innlent 13.10.2005 14:23
Kortleggja kynferðisofbeldið "Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsynlegt er að vinna sem fyrst," segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á umfangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum. Innlent 13.10.2005 14:23
Svipting kosningaréttar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra. Innlent 13.10.2005 14:23
Forseta Íslands komið í klípu Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b /> Innlent 13.10.2005 14:23
2.500 nýnemar í HÍ Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. Innlent 13.10.2005 14:23
Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. Erlent 13.10.2005 14:23
Skuldajöfnun ekki sjálfvirk Komið getur upp sú staða í reikningshaldi Orkuveitu Reykjavíkur að viðskiptavinir skuldi peninga á einum stað, en eigi inni annars staðar vegna ofáætlunar, t.d. á heitavatnsnotkun. Innlent 13.10.2005 14:23
Laxi í Elliðaánum verði sleppt Mælst er til þess í nýrri skýrslu um Elliðaárnar að veiðimenn hlífi laxinum í sumar og sleppi sem flestum. Seiðauppeldi efst í ánum verður rannsakað og eflt. Innlent 13.10.2005 14:23
Auð verslunarmiðstöð á Egilsstöðum Fimm ára verslunarmiðstöð á Egilsstöðum stendur nánast auð. Síðustu versluninni í húsinu var lokað um síðustu helgi. Innlent 13.10.2005 14:23
Ábyrgðin hjá stjórnvöldum "Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum. Innlent 13.10.2005 14:23
Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. Erlent 13.10.2005 14:23
Varað við orkudrykkjum og áfengi Neysla á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu getur valdið hjartatruflunum og í versta falli leitt til skyndilegs dauða. Matvælastofnanir í Danmörku og Svíþjóð vara fólk við örvandi orkudrykkjum. Innlent 13.10.2005 14:23
Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. Erlent 13.10.2005 14:23
Umhverfi fjölmiðla í Evrópu Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:23
Uppbygging í Súðavík Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að byggja tvö 500 fermetra atvinnuhúsnæði og tvö einbýlishús. Ekkert atvinnuhúsnæði hefur verið byggt í Súðavík síðustu 24 árin. Innlent 13.10.2005 14:23
Allt að 10 daga gæsluvarðhald Krafist verður allt að tíu daga gæsluvarðhalds nú í hádeginu yfir rúmlega fertugum manni sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 14:23
Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. Erlent 13.10.2005 14:23
Varað við þunglyndislyfjum "Það hefur verið mikil umræða um þessi svokölluðu SSRI þunglyndislyf erlendis og að vel athuguðu máli ákváðum við að senda læknum þessa áminningu," segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Innlent 13.10.2005 14:23
Tveggja vikna gæsluvarðhald Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarf þriggja barna móður. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því á aðfaranótt sunnudags. Ummerki á heimili mannsins benda til voðaverks. Innlent 13.10.2005 14:23
Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. Erlent 13.10.2005 14:23
Ummæli forsætisráðherra á CNN Ummæli Davíðs Oddssonar í Hvíta húsinu í gær um að framtíð allrar heimsbyggðarinnar væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak hafa vakið athygli heimspressunnar. Þingmaður Vinstri-grænna efast þó um að forsætisráðherra hafi þar á réttu að standa. Erlent 13.10.2005 14:23
Þriggja ára fangelsi Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands sl. föstudag fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum skaðabætur og til að greiða allan málskostnað. Innlent 13.10.2005 14:23
Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. Erlent 13.10.2005 14:23
Ummæli Davíðs vöktu athygli Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN. Innlent 13.10.2005 14:23