Fréttir

Fréttamynd

Samið um 10 tonn af hrefnu

Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru.

Innlent
Fréttamynd

Skýrari stefnumótun háskóla

Þörf er á skýrari stefnumótun um háskólastigið samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um námsframboð og nemendafjölda við háskóla. Í skýrslunni er lagt til að yfirvöld menntamála móti opinbera og áþreifanlega heildarstefnu um háskólastigið þar sem verkefnum yrði forgangsraðað, þau tímasett og mælanleg markmið skilgreind.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á pistli sagðar tilraun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum".

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp úrskurðað þinglegt

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í morgun að nýja fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig algerlega ósammála niðurstöðunni við upphaf þingfundar, bæði að efni og formi til. Harðar umræður urðu um úrskurðinn með hlátrasköllum.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að vitna í umræður

Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag var lagt fram minnisblað þar sem áréttaðar voru reglur um hvað má fjalla um að loknum lokuðum fundum í nefndum og ráðum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kafbátur í óskilum

Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði.

Erlent
Fréttamynd

Tvíbreiður til beggja átta 2005

Útboð vegna framkvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akgreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrý og göngubrú yfir Úlfarsá. Verkinu á að skila fullbúnu 15. október á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán sóttu um stöðu rektors

Fjórtán sóttu um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 1. júlí síðastliðinn. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Engin niðurstaða

Engin niðurstaða um framtíð varnarliðsins á Íslandi náðist á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja vikna gæsluvarðhald

Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Blóð fannst í bíl hins handtekna

Fjörtíu og fimm ára gamall maður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við hvarf á fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu aftur innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun tvo unga menn sem höfðu brotist inn í nýbyggingu í austurborginni og tekið þar saman talsvert af verkfærum sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér.

Innlent
Fréttamynd

Nafn stúlkunnar sem lést

Litla stúlkan sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði í gær hét Sunneva Hafberg, fædd 17. mars 1995, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg.

Innlent
Fréttamynd

Eldar í Grikklandi

Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir hermenn féllu

Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Nýja frumvarpið þinglegt

<span class="frettatexti">Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Var úrskurðurinn kveðinn upp samkvæmt beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. </span>

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt viðmót í ágúst

Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft.

Innlent
Fréttamynd

Flugskeytaárás á Gaza

Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

SUF vill samráð um frumvarpið

Ungir framsóknarmenn telja að ekki eigi að samþykkja ný lög um fjölmiðla án samráðs við stjórnarandstöðu, hagsmunaaðila og fólkið í landinu. Mikið ríði á að frumvarpið fái vandaða meðferð en verulega hafi skort á það við afgreiðslu fyrri laganna.

Innlent
Fréttamynd

Actavis í FTSE

Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á þriðjudag segir frá því að væntanleg skráning íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis (áður Pharmaco) hafi verið til umfjöllunar á vefsíðu breska dagblaðsins The Times.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þúsund krónur á ferðamann

Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverkefni ríkisins og sjö íslenskra fyrirtækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpinu vísað í aðra umræðu

<span class="frettatexti">Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. </span><span class="frettatexti">Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. </span>

Innlent
Fréttamynd

Bush gagnrýnir valið á Edwards

George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys.

Erlent
Fréttamynd

Varað við þunglyndislyfjum

"Það hefur verið mikil umræða um þessi svokölluðu SSRI þunglyndislyf erlendis og að vel athuguðu máli ákváðum við að senda læknum þessa áminningu," segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja vikna gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarf þriggja barna móður. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því á aðfaranótt sunnudags. Ummerki á heimili mannsins benda til voðaverks.

Innlent
Fréttamynd

Ný öryggislög í Írak

Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Ummæli forsætisráðherra á CNN

Ummæli Davíðs Oddssonar í Hvíta húsinu í gær um að framtíð allrar heimsbyggðarinnar væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak hafa vakið athygli heimspressunnar. Þingmaður Vinstri-grænna efast þó um að forsætisráðherra hafi þar á réttu að standa.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi

Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands sl. föstudag fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum skaðabætur og til að greiða allan málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Milljónasekt fyrir ölvunarakstur

Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir.

Erlent
Fréttamynd

Ummæli Davíðs vöktu athygli

Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN.

Innlent