Fréttir

Fréttamynd

Herfileg staða Framsóknarflokksins

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður.

Innlent
Fréttamynd

Náðu ekki markmiðum sínum

Á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagnrýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sínum að koma þrem milljónum fátækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum.

Erlent
Fréttamynd

Hákarlaárás í Ástralíu

Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta sprenging í fjóra mánuði

Kona fórst þegar sprengja á vegum palestínskra hryðjuverkamanna sprakk við strætisvagnastoppistöð í Tel Aviv í morgun. Yfir þrjátíu særðust í sprengingunni, sem al-Aksa herdeildin kveðst bera ábyrgð á.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn í erfiðleikum

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út.

Innlent
Fréttamynd

Markaðstorg í Bolungarvík

Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun.

Innlent
Fréttamynd

Notkun geðlyfja tvöfaldast

Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming.

Innlent
Fréttamynd

Deiliskipulag endurskoðað

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Halldór hlusti á flokksmenn sína

Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið ekki afturkallað

Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að ekki hafi komið til tals að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið nýja sem er til umfjöllunar í nefndinni. Hann segir að unnið sé af fullum heilindum í málinu.

Innlent
Fréttamynd

68 prósent vilja að Davíð hætti

Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þingsályktun í stað laga

Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í áhaldahúsi

Eldur kom upp í áhaldahúsi hjá Selfossveitum, austast á Selfossi um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið Árborgar var kallað út og lauk slökkvistarfi um hálffjögur í nótt. Talsverðar skemmdir voru á húsinu en eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

3000 leita að vitsmunaverum

Þrjú þúsund Íslendingar taka daglega þátt í leit að vitsmunaverum á öðrum plánetum. Á þriðja hundrað erlendra vísindamanna mun sækja ráðstefnu um byggilega hnetti, sem hefst í Háskólabíói á morgun. Vísindamennirnir sem hingað koma eru frá mörgum þekktustu fræðasetrum heimsins.

Innlent
Fréttamynd

Afraksturinn kemur í ljós

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Varmá

Tvítugur maður lést þegar bíll hans valt við Varmá í Mosfellsbæ laust fyrir miðnætti í nótt. Maðurinn var einn í bílnum þegar slysið varð, tildrögin eru enn óljós en lögregla rannsakar málið. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn þegar þangað var komið.

Innlent
Fréttamynd

Sýkingarhætta á sjúkrahúsum

Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin.

Erlent
Fréttamynd

Blindir kajakræðarar til Grænlands

Tveir blindir kajakræðarar undirbúa leiðangur meðfram gervallri austurströnd Grænlands, sem þeir leggja í ásamt tveimur aðstoðarmönnum 29. júlí. Tilgangurinn er að sýna fram á að blindir og sjónskertir geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái þeir tækifæri til þess.

Innlent
Fréttamynd

Listahátíð á Seyðisfirði

Framtakssöm ungmenni undirbúa listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem mun standa alla næstu viku. Á Lunga, eins og hátíðin heitir, verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi auk þess sem fjölmargar hljómsveitir stíga á svið.

Innlent
Fréttamynd

Breytast í hrygnur

Þriðjungur hænga í breskum ám er að breytast í hrygnur vegna mengunar. Einkum eru það hormónaleifar í skólpi, ekki síst vegna getnaðarvarnarpilla, sem taldar eru valda þessu. Breska umhverfisstofnunin gerði rannsókn á 1500 fiskum í 50 breskum ám, og komst að því að ríflega þriðjungur hænga sýni merki þess að kynskiptast.

Erlent
Fréttamynd

Listrænn laugardagur í miðbænum

Í dag verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg haldinn í miðbæ Reykjavíkur. Mögnuð miðborg er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Tvö andstæð lögfræðiálit

Allsherjarnefnd Alþingis hefur fengið tvö algerlega andstæð lögfræðiálit um heimild ríkisstjórnarinnar til að leggja fram nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga um leið og fjölmiðlalögin, sem forseti synjaði staðfestingar, voru felld úr gildi og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að engu gerðar.

Innlent
Fréttamynd

Filipeyskum gísl sleppt

Filipeyskum gísl hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þetta gerðist í kjölfar þess að stjórnvöld í Filipseyjum ákváðu að framlengja ekki veru sveita sinna í Írak. Myndbandsupptaka af manninum var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sást maðurinn biðja forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak

Erlent
Fréttamynd

Vill gefa saman samkynhneigð pör

Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra.

Innlent
Fréttamynd

Leiðir ekki til minni matarlystar

Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist.

Erlent
Fréttamynd

Strætó frjálst að fá upplýsingar

Persónuvernd gerði ekki neinar athugasemdir við að lögregla veitti Strætó upplýsingar um hvort maður sem sækti um vinnu sem vagnstjóri hefði tilskilin réttindi. Framkvæmdastjóri Strætós notaði tregðu á slíku sem afsökun fyrir því að próflaus vagnstjóri fékk vinnu hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Stakk sig á nál í vinnuskólanum

Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur til lífstíðarfangelsis

Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert athugavert við málatilbúnað

Jón Sveinsson lögmaður sem sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sér ekkert athugavert við málatilbúnað ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlafrumvarpsins nýja. Jón Sveinsson og Eiríkur Tómasson lagaprófessor eru helstu ráðgjafar Framsóknarflokksins um lögfræðileg málefni. Mismunandi afstaða þeirra bendir til þess að Framsóknarmenn séu klofnir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sambandsleysið algjört

Dómur verður upp kveðinn í lok mánaðarins í sakamáli á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Jóni Árna er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af eftirmenntagjaldi rafeindavirkja. Sækjanda í málinu þótti sambandsleysið algjört í greiðslukerfi eftirmenntunarsjóðs rafvirkja.

Innlent