Fréttir Breytir engu um afstöðu Flestir hagsmunaaðilar sem koma fyrir allsherjarnefnd Alþingis í dag telja nýtt fjölmiðlafrumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að kjósa um ný fjölmiðlalög í þingkosningum eftir 3 ár. Innlent 13.10.2005 14:24 Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:24 Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. Innlent 13.10.2005 14:24 Ekki lengur velkominn í Palestínu Æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í Miðausturlöndum, er ekki lengur velkominn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna, eftir að hann gagnrýndi Yasser Arafat harkalega. Terje Roed-Larsen, sagði á mánaðarlegum upplýsingafundi sínum, í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að Yasser Arafat hefði dregið lappirnar í tilraunum Egypta til þess að endurbæta öryggissveitir Palestínumanna, til samræmis við kröfur alþjóðasamfélagsins. Erlent 13.10.2005 14:24 Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. Innlent 13.10.2005 14:24 Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. Innlent 13.10.2005 14:24 Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Innlent 13.10.2005 14:24 Fékk yfir sig sperrur úr stæðu Alefli ehf þarf að greiða manni tæplega 1,3 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Aleflis. Innlent 13.10.2005 14:24 Vilja banna hýr hjónabönd Repúblikanar lofa því að ekki einu sinni bakslag í þinginu geti komið í veg fyrir að bann við giftingum samkynhneigðra verði leitt í lög. Erlent 13.10.2005 14:24 Fáir nota Hjálm Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sífellt neðar í aldursstiganum. </font /> Innlent 13.10.2005 14:24 Mestu flóð í áratug Meira en tíu milljónir manna í Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á mestu rigningum og flóðum í álfunni í áratug. Hundruð hafa látist. Erlent 13.10.2005 14:24 Trölli stolið Breska lögreglan leitar nú manna sem stálu 1,5 metra hárri útgáfu af græna tröllinu Shrek úr samnefndri teiknimynd. Erlent 13.10.2005 14:24 Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. Innlent 13.10.2005 14:24 69% nota ekki hjálm Sextíu og níu prósent barna og unglinga á höfuðborgarsvæðin nota ekki öryggishjálm þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól samkvæmt nýrri könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áberandi er að fáir sem engir unglingar nota hjálma. Innlent 13.10.2005 14:24 Sala hótelherbergja eykst Sala hótelherbergja í Reykjavík hefur aukist um tíu prósent samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin segja þetta góða þróun eftir að tuttugu prósenta aukning varð á framboði í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:24 Helga hjartaþega heilsast vel Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í Svíþjóð í síðasta mánuði, segist svo hress að hann langi mest til að hlaupa um allt. Hann þykir hafa náð sér ótrúlega vel eftir aðgerðina. Innlent 13.10.2005 14:24 Skiptar skoðanir lögspekinga Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Innlent 13.10.2005 14:24 Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. Erlent 13.10.2005 14:24 Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. Innlent 13.10.2005 14:24 Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. Innlent 13.10.2005 14:24 Uppgjöri frestað vegna sumarleyfa Stjórnir fjárfestingarfélaganna Afls og Atorku tilkynntu í gærmorgun að "vegna erfiðleika með að ná stjórnum saman" muni félögin ekki birta sex mánaða uppgjör fyrr en í fyrstu viku ágústmánaðar. Bæði félögin eru skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 Vísitalan hækkar um 50% Úrvalsvísitalan fór yfir þrjú þúsund stig í gær í fyrsta sinn og hefur hækkað um helming á rúmum sjö mánuðum. Hækkun á hlutabréfum um helmings fimmtán fyrirtækja innan vísitölunnar er meðal skýringa. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 Siðblindir leggja í stæði fatlaðra Sigurður Björnsson, hjá samtökunum Sjálfsbjörg, gagnrýnir harkalega þá sem leggja í bílastæði sem ætluð eru fötluðum ökumönnum. Árni Johnsen, fyrrum þingmaður og nýskipaður stjórnarmaður hjá Rafmagnsveitu ríkisins, var gripinn glóðvolgur á dögunum þar sem hann sótti jeppabifreið sína á bílastæði eftir sólarhringsdvöl. Innlent 13.10.2005 14:24 Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum. Erlent 13.10.2005 14:24 Unnið að endurskipulagningu Kortagerðarmenn Ísraelshers vinna að því að endurteikna öryggismúrinn sem er í byggingu á vesturbakka Jórdanar. Erlent 13.10.2005 14:24 Hlemmur í endurnýjun lífdaga Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu. Innlent 13.10.2005 14:24 100.000 embættismenn reknir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær stórfelldan niðurskurð í embættismannakerfinu til að fjármagna félagsþjónustu og þjóðaröryggismál. Erlent 13.10.2005 14:24 Ók lyfjadofinn á lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn. Innlent 13.10.2005 14:24 Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. Innlent 13.10.2005 14:24 Þrjú börn og níu karlmenn Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt. Innlent 13.10.2005 14:24 « ‹ ›
Breytir engu um afstöðu Flestir hagsmunaaðilar sem koma fyrir allsherjarnefnd Alþingis í dag telja nýtt fjölmiðlafrumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að kjósa um ný fjölmiðlalög í þingkosningum eftir 3 ár. Innlent 13.10.2005 14:24
Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:24
Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. Innlent 13.10.2005 14:24
Ekki lengur velkominn í Palestínu Æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í Miðausturlöndum, er ekki lengur velkominn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna, eftir að hann gagnrýndi Yasser Arafat harkalega. Terje Roed-Larsen, sagði á mánaðarlegum upplýsingafundi sínum, í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að Yasser Arafat hefði dregið lappirnar í tilraunum Egypta til þess að endurbæta öryggissveitir Palestínumanna, til samræmis við kröfur alþjóðasamfélagsins. Erlent 13.10.2005 14:24
Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. Innlent 13.10.2005 14:24
Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. Innlent 13.10.2005 14:24
Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Innlent 13.10.2005 14:24
Fékk yfir sig sperrur úr stæðu Alefli ehf þarf að greiða manni tæplega 1,3 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Aleflis. Innlent 13.10.2005 14:24
Vilja banna hýr hjónabönd Repúblikanar lofa því að ekki einu sinni bakslag í þinginu geti komið í veg fyrir að bann við giftingum samkynhneigðra verði leitt í lög. Erlent 13.10.2005 14:24
Fáir nota Hjálm Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sífellt neðar í aldursstiganum. </font /> Innlent 13.10.2005 14:24
Mestu flóð í áratug Meira en tíu milljónir manna í Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á mestu rigningum og flóðum í álfunni í áratug. Hundruð hafa látist. Erlent 13.10.2005 14:24
Trölli stolið Breska lögreglan leitar nú manna sem stálu 1,5 metra hárri útgáfu af græna tröllinu Shrek úr samnefndri teiknimynd. Erlent 13.10.2005 14:24
Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. Innlent 13.10.2005 14:24
69% nota ekki hjálm Sextíu og níu prósent barna og unglinga á höfuðborgarsvæðin nota ekki öryggishjálm þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól samkvæmt nýrri könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áberandi er að fáir sem engir unglingar nota hjálma. Innlent 13.10.2005 14:24
Sala hótelherbergja eykst Sala hótelherbergja í Reykjavík hefur aukist um tíu prósent samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin segja þetta góða þróun eftir að tuttugu prósenta aukning varð á framboði í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:24
Helga hjartaþega heilsast vel Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í Svíþjóð í síðasta mánuði, segist svo hress að hann langi mest til að hlaupa um allt. Hann þykir hafa náð sér ótrúlega vel eftir aðgerðina. Innlent 13.10.2005 14:24
Skiptar skoðanir lögspekinga Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Innlent 13.10.2005 14:24
Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. Erlent 13.10.2005 14:24
Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. Innlent 13.10.2005 14:24
Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. Innlent 13.10.2005 14:24
Uppgjöri frestað vegna sumarleyfa Stjórnir fjárfestingarfélaganna Afls og Atorku tilkynntu í gærmorgun að "vegna erfiðleika með að ná stjórnum saman" muni félögin ekki birta sex mánaða uppgjör fyrr en í fyrstu viku ágústmánaðar. Bæði félögin eru skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Vísitalan hækkar um 50% Úrvalsvísitalan fór yfir þrjú þúsund stig í gær í fyrsta sinn og hefur hækkað um helming á rúmum sjö mánuðum. Hækkun á hlutabréfum um helmings fimmtán fyrirtækja innan vísitölunnar er meðal skýringa. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Siðblindir leggja í stæði fatlaðra Sigurður Björnsson, hjá samtökunum Sjálfsbjörg, gagnrýnir harkalega þá sem leggja í bílastæði sem ætluð eru fötluðum ökumönnum. Árni Johnsen, fyrrum þingmaður og nýskipaður stjórnarmaður hjá Rafmagnsveitu ríkisins, var gripinn glóðvolgur á dögunum þar sem hann sótti jeppabifreið sína á bílastæði eftir sólarhringsdvöl. Innlent 13.10.2005 14:24
Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum. Erlent 13.10.2005 14:24
Unnið að endurskipulagningu Kortagerðarmenn Ísraelshers vinna að því að endurteikna öryggismúrinn sem er í byggingu á vesturbakka Jórdanar. Erlent 13.10.2005 14:24
Hlemmur í endurnýjun lífdaga Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu. Innlent 13.10.2005 14:24
100.000 embættismenn reknir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær stórfelldan niðurskurð í embættismannakerfinu til að fjármagna félagsþjónustu og þjóðaröryggismál. Erlent 13.10.2005 14:24
Ók lyfjadofinn á lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn. Innlent 13.10.2005 14:24
Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. Innlent 13.10.2005 14:24
Þrjú börn og níu karlmenn Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt. Innlent 13.10.2005 14:24