Fréttir

Fréttamynd

Landsteinar á ÓL

Hugbúnaðarlausnir frá Landsteinum - Streng verði notaðar í öllum verslunum á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast í september. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að um 110 verslanir sé að ræða og að í kjölfar leikanna verði kerfi frá íslenska fyrirtækinu tekin í notkun á flughöfnum víðs vegar um Grikkland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skynsamlegt en samt brot

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar?

Innlent
Fréttamynd

Hvalfriðunarsinnar anda léttar

Tillaga Japana um að heimila leynilegar atkvæðagreiðslur í Alþjóðahvalveiðiráðinu var felld á ársfundinum í Sorrento í gær. Japanar hóta að segja sig úr ráðinu, verði hvalveiðar í atvinnuskyni ekki leyfðar í síðasta lagi árið 2006. 

Erlent
Fréttamynd

Skoðar Kárahnjúka vegna kæru

Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmyndari umkringdur hermönnum

Ljósmyndari Víkurfrétta var í dag umkringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patterson flugvelli. Hermenn og herlögreglumenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndarans og meinuðu honum að taka myndir af flugvellinum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 400 fiskiskip á miðunum

Yfir 400 fiskiskip eru nú á veiðum á Íslandsmiðum, enda veður með eindæmum gott. Nú rétt fyrir fréttir streymdu enn fleiri smábátar frá höfnum landsins og verða líklega fleiri en 500 skip á miðunum fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Mörgum gistihúsum lokað

Mörgum gistihúsum á landsbyggðinni verður lokað á næstu árum, vegna strangari krafna um brunavarnir. Margir gististaðir á landinu fengu slæma einkunn hjá brunamálastofnun, í nýútkominni skýrslu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kínverskur læknir laus úr haldi

Jiang Yanyong, kínverskur læknir sem afhjúpaði HABL-veirusýkinguna í Kína á síðasta ári var látinn laus úr fangelsi í dag eftir sjö vikur í haldi. Jiang, sem er 72 ára, krafðist þess í fjölmiðlum að yfirvöld í Kína færu ofan í saumana á atburðunum sem áttu sér stað á torgi Hins himneska friðar árið 1989 þegar hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna voru drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnmálaleiðtogi myrtur

Írakskur stjórnmálaleiðtogi í Basra, annarri stærstu borg landsins, var myrtur í morgun. Talsmaður héraðsstjórnarinnar í Basra segir að menn í öryggisbúningum hafi skotið meðlim stjórnarinnar, al-Anachi, við varðstöð í borginni. Undanfarið hafa nokkrir stjórnmálaleiðtogar í Írak verið drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í rafstöðinni slökktur

Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsréttur forseta úr sögunni

Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur skutu upp neyðarblysum

Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað.

Innlent
Fréttamynd

Leita sátta

Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hallinn meiri en leyfilegt er

Hallinn á rekstri Ríkisendurskoðunar í fyrra var meiri en leyfilegt er samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ríkisendurskoðun fór 43 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum.

Innlent
Fréttamynd

Tugir fórust í sprengingu

Á fjórða tug manna lét lífið þegar sprenging varð í úkraínskri kolanámu. Björgunarstarfsmenn börðust við mikið bál, banvænar gasgufur og allt að fimmtíu stiga hita þegar þeir reyndu að bjarga nokkrum kolanámumönnum sem var saknað eftir slysið.

Erlent
Fréttamynd

Borell kosinn forseti þingsins

Þingmenn Evrópusambandsins gengu til atkvæða í morgun og kusu í embætti forseta þings Evrópusambandsins. Spánverjinn Josep Borrell úr sósíalistaflokki hlaut meirihluta atkvæða en hann tekur við af Íranum Pat Cox sem barðist gegn spillingu í Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir hermenn létust

Tveir ísraelskir hermenn létust og annar særðist þegar ísraelski herinn og Hizbollah skæruliðar skiptust á skotum við landamæri Ísraels og Líbanons í morgun. Skothríðin hófst eftir að leyniskyttur úr Hizbollah-hreyfingunni gerðu árás á varðturn Ísraelshers.

Erlent
Fréttamynd

Fischer í haldi lögreglu í Japan

Bandaríski skámeistarinn Bobby Fisher situr enn í haldi lögreglu í Japan og er grunaður um að hafa brotið innflytjendalög. Fisher, sem er 61 árs gamall, er sagður hafa verið með falsað vegabréf þegar hann hugðist ferðast frá Japan til Filipseyja í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Kúgaði stórfé út úr skólabróður

Ellefu ára fauti neyddi bekkjarfélaga sinn um nokkurra ára skeið til að láta sig hafa pening fyrir tölvuleikjum og sælgæti með hótunum um að beita hann barsmíðum ella. Þegar upp var staðið hafði sá sem lagður var í einelti afhent honum vel yfir hálfa milljón króna.

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun forseta stendur eftir

Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Hefði viljað kosningar

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Sharon er velkominn í Frakklandi

Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í útvarpsviðtali nú fyrir stundu, að orðrómur um að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri ekki velkominn til Frakklands, væri byggður á misskilningi. Svo virðist sem franska forsetaembættið hafi oftúlkað orð Sharons, sem varð til þess að Chirac forseti brást hinn versti við.

Erlent
Fréttamynd

Staðfestir að fallið sé frá lögum

Fundi allsherjarnefndar er lokið. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, rakti niðurstöður hans fyrir fréttamönnum, og var þar í fyrsta skipti staðfest opinberlega að fallið yrði frá lögum um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fundi ríkisstjórnar lokið

Davíð Oddsson sagðist hress eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun. Hann telur að allir séu sammála um það, fyrir utan þá sem eru hrein handbendi aðila útí bæ, að setja verði lög um fjölmiðla þó það verði gert síðar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan standa uppi sem sigurvegari í fjölmiðlamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan sannfærð um sök

Lögregla er sannfærð um að karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi, hafi ráðið hinni indónesísku Sri Ramawati bana. DNA-rannsókn staðfestir að blóð í íbúð mannsins og bíl sé allt úr konunni. Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, en maðurinn neitar enn sök.

Innlent
Fréttamynd

Arafat stal milljörðum

Fyrrverandi gjaldkeri PLO samtaka Yassers Arafats, segir að leiðtoginn hafi stolið milljörðum króna úr sjóðum þeirra. Jawid al Ghussein var gjaldkeri PLO í tólf ár, en varð að flýja land fyrir tveim árum, eftir að hafa sakað leiðtoga samtakanna, opinberlega, um spillingu.

Erlent
Fréttamynd

Blóðið er úr Sri Ramawati

Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin starfar áfram

Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því.

Innlent
Fréttamynd

Gíslinn laus úr haldi

Filippeyski gíslinn, Angelo de la Cruz, 46 ára bílstjóri, er laus úr haldi mannræningja í Írak. Hann var afhentur stjórnarerindrekum í sendiráði Sameinuðu Arabísku furstadæmanna í morgun.

Erlent