Fréttir Yukos í gjaldþrot? Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:27 Höfrungar og selir í Thames Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á viktoríutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt. Erlent 13.10.2005 14:27 Má ekki yfirgefa Ísrael Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986. Erlent 13.10.2005 14:27 Hvassviðri á Snæfellsnesi Hvassviðri gerði óvænt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og kallaði lögregla út björgunarsveitir til að hemja lausa hluti sem voru farnir að fjúka. Fellihýsi fauk meðal annars um koll á tjaldstæðinu í Stykkishólmi, flaggstöng brotnaði og lausamunir fuku um hafnarsvæðið í Ólafsvík. Innlent 13.10.2005 14:27 Einmana Danir Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá. Erlent 13.10.2005 14:27 Hver er John Kerry? Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Erlent 13.10.2005 14:27 Morðingi faldist í runnum í viku Lögreglan í Bretlandi handsamaði í gær mann sem grunaður er um fjögur morð en hann hafði þá verið á flótta undan lögreglu í eina viku. Maðurinn, Mark Hobson að nafni, er 34 ára gamall og hafðist við í runnum á bak við verslunarmiðstöð í Jórvíkurskíri þessa sjö daga sem hans var leitað. Erlent 13.10.2005 14:27 Loftbyssa tekin af 11 ára dreng Lögreglan í Keflavík tók loftbyssu af 11 ára gömlum dreng þar í bæ í gær þar sem hann var að skjóta út í loftið. Meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð og þykir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Innlent 13.10.2005 14:27 Gripið verði til refsiaðgerða Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða gegn Súdönum bindi þeir ekki þegar í stað enda á átökin í Darfur-héraði. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst sig sömu skoðunar og telja átökin í Súdan jafngilda þjóðarmorði. Erlent 13.10.2005 14:27 Brosandi bílar Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. Erlent 13.10.2005 14:27 Sækir um skilnað við föður sinn 14 ára drengur í Bandaríkjunum hefur sótt um skilnað við föður sinn en hann drap móður drengsins fyrir sex árum. Erlent 13.10.2005 14:27 Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 13.10.2005 14:27 Íslendingar með mikið keppnisskap Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Innlent 13.10.2005 14:27 Sjómannafélagið skrifaði undir Boðuðu verkfalli háseta á skipum Hafrannsóknarstofnunar var aflýst síðdegis þegar samningar tókust milli fjármálaráðuneytisins og Sjómannafélags Reykjavíkur. Vegna hugmynda um skerðingu eða niðurfellingu sjómannaafsláttar geta hásetarnir sagt samningnum upp eftir tvö ár.</font /> Innlent 13.10.2005 14:27 Erlendir þingmenn í hvalaskoðun Hér á landi eru staddir sex þingmenn frá Bretlandi og Þýskalandi á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, til að kynna sér málefni hvalveiða og hvalaskoðunar. Innlent 13.10.2005 14:27 SS hækkar nautakjötsverð Sláturfélag Suðurlands hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6%. Eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 14:27 ÁTVR brýtur áfengislög Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brýtur gegn áfengislögum með því að auglýsa áfengi. Forstjóri ÁTVR segir stofnunina ekki ganga eins langt og heildsalar en tekur undir með þeim að skýrari reglur vanti um áfengisauglýsingar hér á landi. Innlent 13.10.2005 14:27 Sjúkrahús í endurbyggingu hrundi Heil álma í fjögurra hæða sjúkrahúsi sem var í endurbyggingu hrundi til grunna í Kabúl í Afganistan í dag. Ekki er vitað hve margir voru í byggingunni þegar hún hrundi en ljóst er að nokkrir eru fastir í rústunum. Erlent 13.10.2005 14:27 Tvenn jarðgöng og nýir vegir Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Ekki má gleyma jarðgöngunum, en boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda af þessu tagi nemur 7,2 milljörðum á árinu. Innlent 13.10.2005 14:27 Líðan forsætisráðherra góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:27 KB banki leiðir sænsku kauphöllina KB banki leiðir hækkanir á sænska markaðnum. Bankinn vekur sífellt meiri athygli í Svíþjóð. Umskipti hafa orðið í umræðunni um bankann frá því að félag fjárfesta réði sínu fólki frá því að eignast bréf í bankanum. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Innlent 13.10.2005 14:27 Efnahagsmál ráða líklega úrslitum Efnahagsmál koma líklega til með að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Flokksþing demókrata hefst í kvöld en þar verður John Kerry formlega tilnefndur sem forsetaframbjóðandi þeirra. Erlent 13.10.2005 14:27 Lögin komin í forsætisráðuneytið Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau. Innlent 13.10.2005 14:27 Sri ófundin - maðurinn þegir enn Leit lögreglunnar að Sri Rhamawati hefur engum árangri skilað, né heldur yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar. Lögregla segir yfirheyrslur fara fram þegar aðstæður gefi tilefni til. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldsvist á Litla Hrauni frá 6. júlí, var síðast yfirheyrður á laugardag. Innlent 13.10.2005 14:27 Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Upplýsingabæklingur um hvernig bregðast skuli við, verði hryðjuverkaárás gerð á Bretlandi, verður sendur inn á hvert heimili þar í landi á næstunni. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um fyrstu hjálp og í honum má finna leiðbeiningar um undirbúning, svo sem að gott sé að birgja sig upp af dósamat. Erlent 13.10.2005 14:27 Hlutabréf í deCode lækka enn Hlutabréf í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, halda áfram að lækka og fór gengi þeirra niður í 6 dollara og 66 sent á föstudag eftir rúmlega tveggja prósenta lækkun. Síðasta umtalsverða lækkun var tólfta þessa mánaðar þegar bréfin lækkuðu um 3,6 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 15 laumufarþegar í Finnlandi Fimmtán laumufarþegar frá Asíu fundust um borð í flutningaskipi sem lagðist að bryggju í finnsku borginni Hamína í morgun en skipið var að koma frá Antwerpen. Ellefu þeirra eru frá Víetnam og fjórir frá Indlandi. Erlent 13.10.2005 14:27 Átök í kjölfar mótmælakeðju Sex Palestínumenn voru drepnir í átökum við ísraelskar hersveitir á Vesturbakkanum í gær. Þá sendu ísraelskar þyrlur flugskeyti á byggingar í Gazaborg í kjölfar árásar vígamanna á félagsmiðstöð landtökumanna þar sem sex börn særðust. Erlent 13.10.2005 14:27 Giftar án þess að vita það Suður-afrískar konur eru eindregið hvattar til að athuga reglulega hvort þær hafi verið giftar án þeirrar vitundar. Sérstakri herferð var hleypt af stokkunum eftir að upp komst um meira en þrjú þúsund ólögleg hjónabönd. Erlent 13.10.2005 14:27 « ‹ ›
Yukos í gjaldþrot? Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:27
Höfrungar og selir í Thames Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á viktoríutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt. Erlent 13.10.2005 14:27
Má ekki yfirgefa Ísrael Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986. Erlent 13.10.2005 14:27
Hvassviðri á Snæfellsnesi Hvassviðri gerði óvænt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og kallaði lögregla út björgunarsveitir til að hemja lausa hluti sem voru farnir að fjúka. Fellihýsi fauk meðal annars um koll á tjaldstæðinu í Stykkishólmi, flaggstöng brotnaði og lausamunir fuku um hafnarsvæðið í Ólafsvík. Innlent 13.10.2005 14:27
Einmana Danir Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá. Erlent 13.10.2005 14:27
Hver er John Kerry? Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Erlent 13.10.2005 14:27
Morðingi faldist í runnum í viku Lögreglan í Bretlandi handsamaði í gær mann sem grunaður er um fjögur morð en hann hafði þá verið á flótta undan lögreglu í eina viku. Maðurinn, Mark Hobson að nafni, er 34 ára gamall og hafðist við í runnum á bak við verslunarmiðstöð í Jórvíkurskíri þessa sjö daga sem hans var leitað. Erlent 13.10.2005 14:27
Loftbyssa tekin af 11 ára dreng Lögreglan í Keflavík tók loftbyssu af 11 ára gömlum dreng þar í bæ í gær þar sem hann var að skjóta út í loftið. Meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð og þykir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Innlent 13.10.2005 14:27
Gripið verði til refsiaðgerða Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða gegn Súdönum bindi þeir ekki þegar í stað enda á átökin í Darfur-héraði. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst sig sömu skoðunar og telja átökin í Súdan jafngilda þjóðarmorði. Erlent 13.10.2005 14:27
Brosandi bílar Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. Erlent 13.10.2005 14:27
Sækir um skilnað við föður sinn 14 ára drengur í Bandaríkjunum hefur sótt um skilnað við föður sinn en hann drap móður drengsins fyrir sex árum. Erlent 13.10.2005 14:27
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 13.10.2005 14:27
Íslendingar með mikið keppnisskap Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Innlent 13.10.2005 14:27
Sjómannafélagið skrifaði undir Boðuðu verkfalli háseta á skipum Hafrannsóknarstofnunar var aflýst síðdegis þegar samningar tókust milli fjármálaráðuneytisins og Sjómannafélags Reykjavíkur. Vegna hugmynda um skerðingu eða niðurfellingu sjómannaafsláttar geta hásetarnir sagt samningnum upp eftir tvö ár.</font /> Innlent 13.10.2005 14:27
Erlendir þingmenn í hvalaskoðun Hér á landi eru staddir sex þingmenn frá Bretlandi og Þýskalandi á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, til að kynna sér málefni hvalveiða og hvalaskoðunar. Innlent 13.10.2005 14:27
SS hækkar nautakjötsverð Sláturfélag Suðurlands hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6%. Eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 14:27
ÁTVR brýtur áfengislög Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brýtur gegn áfengislögum með því að auglýsa áfengi. Forstjóri ÁTVR segir stofnunina ekki ganga eins langt og heildsalar en tekur undir með þeim að skýrari reglur vanti um áfengisauglýsingar hér á landi. Innlent 13.10.2005 14:27
Sjúkrahús í endurbyggingu hrundi Heil álma í fjögurra hæða sjúkrahúsi sem var í endurbyggingu hrundi til grunna í Kabúl í Afganistan í dag. Ekki er vitað hve margir voru í byggingunni þegar hún hrundi en ljóst er að nokkrir eru fastir í rústunum. Erlent 13.10.2005 14:27
Tvenn jarðgöng og nýir vegir Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Ekki má gleyma jarðgöngunum, en boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda af þessu tagi nemur 7,2 milljörðum á árinu. Innlent 13.10.2005 14:27
Líðan forsætisráðherra góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:27
KB banki leiðir sænsku kauphöllina KB banki leiðir hækkanir á sænska markaðnum. Bankinn vekur sífellt meiri athygli í Svíþjóð. Umskipti hafa orðið í umræðunni um bankann frá því að félag fjárfesta réði sínu fólki frá því að eignast bréf í bankanum. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Innlent 13.10.2005 14:27
Efnahagsmál ráða líklega úrslitum Efnahagsmál koma líklega til með að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Flokksþing demókrata hefst í kvöld en þar verður John Kerry formlega tilnefndur sem forsetaframbjóðandi þeirra. Erlent 13.10.2005 14:27
Lögin komin í forsætisráðuneytið Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau. Innlent 13.10.2005 14:27
Sri ófundin - maðurinn þegir enn Leit lögreglunnar að Sri Rhamawati hefur engum árangri skilað, né heldur yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar. Lögregla segir yfirheyrslur fara fram þegar aðstæður gefi tilefni til. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldsvist á Litla Hrauni frá 6. júlí, var síðast yfirheyrður á laugardag. Innlent 13.10.2005 14:27
Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Upplýsingabæklingur um hvernig bregðast skuli við, verði hryðjuverkaárás gerð á Bretlandi, verður sendur inn á hvert heimili þar í landi á næstunni. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um fyrstu hjálp og í honum má finna leiðbeiningar um undirbúning, svo sem að gott sé að birgja sig upp af dósamat. Erlent 13.10.2005 14:27
Hlutabréf í deCode lækka enn Hlutabréf í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, halda áfram að lækka og fór gengi þeirra niður í 6 dollara og 66 sent á föstudag eftir rúmlega tveggja prósenta lækkun. Síðasta umtalsverða lækkun var tólfta þessa mánaðar þegar bréfin lækkuðu um 3,6 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
15 laumufarþegar í Finnlandi Fimmtán laumufarþegar frá Asíu fundust um borð í flutningaskipi sem lagðist að bryggju í finnsku borginni Hamína í morgun en skipið var að koma frá Antwerpen. Ellefu þeirra eru frá Víetnam og fjórir frá Indlandi. Erlent 13.10.2005 14:27
Átök í kjölfar mótmælakeðju Sex Palestínumenn voru drepnir í átökum við ísraelskar hersveitir á Vesturbakkanum í gær. Þá sendu ísraelskar þyrlur flugskeyti á byggingar í Gazaborg í kjölfar árásar vígamanna á félagsmiðstöð landtökumanna þar sem sex börn særðust. Erlent 13.10.2005 14:27
Giftar án þess að vita það Suður-afrískar konur eru eindregið hvattar til að athuga reglulega hvort þær hafi verið giftar án þeirrar vitundar. Sérstakri herferð var hleypt af stokkunum eftir að upp komst um meira en þrjú þúsund ólögleg hjónabönd. Erlent 13.10.2005 14:27