Fréttir

Fréttamynd

Gagnrýndi repúblikana harkalega

"Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameiginlegri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk," sagði Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston.

Erlent
Fréttamynd

IRA-foringi borinn til grafar

Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda áratugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norður-Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Norðurlöndin verði útundan í ESB

Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font />

Innlent
Fréttamynd

Kraftur í tónlistarútgáfu

Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur á Reynimel

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er.

Innlent
Fréttamynd

Námið bjargaði lífi mínu

Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vörugjald áfengis hækkar um 200%

Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Arafat og Qureia sættast

Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Sex tíma í skýrslutöku

Jón Gerald Sullenberger var í sex klukkustundir í skýrslutökum hjá Ríkislögreglustjóra í gær vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum forsvarsmanna Baugs. Hann er boðaður aftur í skýrslutöku í dag. Rannsóknin hefur staðið í tæp tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gerald fyrir Héraðsdóm í dag

Jón Gerald Sullenberger kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Útihátíðir og ungmenni

Ungmenni undir 16 ára aldri þurfa að vera í fylgd forráðamanna ef þau hyggjast leggja leið sína á útihátíð um Verslunarmannahelgina. Þetta segja lögin sem þó hafa verið þverbrotin síðustu áratugi. 

Innlent
Fréttamynd

Ólögleg áfengissala í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum.

Erlent
Fréttamynd

Afkomumet hjá Íslandsbanka

Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum greingingardeilda. Hagnaður síðasta fjórðungs var 2,2 milljarðar. Bankinn hefur aldrei hagnast meir af reglulegri starfsemi. Lán til erlendra aðila eru 22 prósent af útlánum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súdanar uggandi um refsiaðgerðir

Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag ríkra og fátækra fjarri

Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti.

Erlent
Fréttamynd

Brunavarnir ófullnægjandi í skólum

Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Sjómannafélagið skrifaði undir

Boðuðu verkfalli háseta á skipum Hafrannsóknarstofnunar var aflýst síðdegis þegar samningar tókust milli fjármálaráðuneytisins og Sjómannafélags Reykjavíkur. Vegna hugmynda um skerðingu eða niðurfellingu sjómannaafsláttar geta hásetarnir sagt samningnum upp eftir tvö ár.</font />

Innlent
Fréttamynd

Erlendir þingmenn í hvalaskoðun

Hér á landi eru staddir sex þingmenn frá Bretlandi og Þýskalandi á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, til að kynna sér málefni hvalveiða og hvalaskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

SS hækkar nautakjötsverð

Sláturfélag Suðurlands hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6%. Eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Innlent
Fréttamynd

ÁTVR brýtur áfengislög

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brýtur gegn áfengislögum með því að auglýsa áfengi. Forstjóri ÁTVR segir stofnunina ekki ganga eins langt og heildsalar en tekur undir með þeim að skýrari reglur vanti um áfengisauglýsingar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkrahús í endurbyggingu hrundi

Heil álma í fjögurra hæða sjúkrahúsi sem var í endurbyggingu hrundi til grunna í Kabúl í Afganistan í dag. Ekki er vitað hve margir voru í byggingunni þegar hún hrundi en ljóst er að nokkrir eru fastir í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Tvenn jarðgöng og nýir vegir

Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Ekki má gleyma jarðgöngunum, en boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda af þessu tagi nemur 7,2 milljörðum á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Líðan forsætisráðherra góð

Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

KB banki leiðir sænsku kauphöllina

KB banki leiðir hækkanir á sænska markaðnum. Bankinn vekur sífellt meiri athygli í Svíþjóð. Umskipti hafa orðið í umræðunni um bankann frá því að félag fjárfesta réði sínu fólki frá því að eignast bréf í bankanum. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi skólastjóri sýknaður

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagsmál ráða líklega úrslitum

Efnahagsmál koma líklega til með að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Flokksþing demókrata hefst í kvöld en þar verður John Kerry formlega tilnefndur sem forsetaframbjóðandi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Lögin komin í forsætisráðuneytið

Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau.

Innlent
Fréttamynd

Sri ófundin - maðurinn þegir enn

Leit lögreglunnar að Sri Rhamawati hefur engum árangri skilað, né heldur yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar. Lögregla segir yfirheyrslur fara fram þegar aðstæður gefi tilefni til. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldsvist á Litla Hrauni frá 6. júlí, var síðast yfirheyrður á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi

Upplýsingabæklingur um hvernig bregðast skuli við, verði hryðjuverkaárás gerð á Bretlandi, verður sendur inn á hvert heimili þar í landi á næstunni. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um fyrstu hjálp og í honum má finna leiðbeiningar um undirbúning, svo sem að gott sé að birgja sig upp af dósamat.

Erlent