Fréttir Útihátíðir og ungmenni Ungmenni undir 16 ára aldri þurfa að vera í fylgd forráðamanna ef þau hyggjast leggja leið sína á útihátíð um Verslunarmannahelgina. Þetta segja lögin sem þó hafa verið þverbrotin síðustu áratugi. Innlent 13.10.2005 14:27 Ólögleg áfengissala í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum. Erlent 13.10.2005 14:27 Afkomumet hjá Íslandsbanka Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum greingingardeilda. Hagnaður síðasta fjórðungs var 2,2 milljarðar. Bankinn hefur aldrei hagnast meir af reglulegri starfsemi. Lán til erlendra aðila eru 22 prósent af útlánum bankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 Súdanar uggandi um refsiaðgerðir Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir. Erlent 13.10.2005 14:27 Samkomulag ríkra og fátækra fjarri Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti. Erlent 13.10.2005 14:27 Brunavarnir ófullnægjandi í skólum Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 14:27 Ekki áfellisdómur yfir nefndinni Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Innlent 13.10.2005 14:27 Pottur gleymdist á eldavél Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum vegna tilkynningar um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Þegar það mætti á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á heitri eldavélahellu en húsráðandi hafði brugðið sér út í veðurblíðuna. Innlent 13.10.2005 14:27 Ekki sannfærðir um auglýsingabann Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:27 Clinton fagnað gríðarlega Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Erlent 13.10.2005 14:27 Elliðaár freyða Froða á yfirborði Elliðaár vakti athygli manna og óttuðst sumir að jafnvel væri um mengun að ræða af völdum útrásar. Innlent 13.10.2005 14:27 Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls <font face="Helv"></font> Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýning reis hæst í mars á þessu ári þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar með blóm í haga. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 Gagnrýndi repúblikana harkalega "Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameiginlegri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk," sagði Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston. Erlent 13.10.2005 14:27 IRA-foringi borinn til grafar Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda áratugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norður-Írlandi. Erlent 13.10.2005 14:27 Herferð gegn nauðgunum V-Dagurinn, samtök gegn ofbeldi á konum, hafa hafið herferð gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. Innlent 13.10.2005 14:27 Norðurlöndin verði útundan í ESB Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font /> Innlent 13.10.2005 14:27 Kraftur í tónlistarútgáfu Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 Eldur á Reynimel Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er. Innlent 13.10.2005 14:27 Námið bjargaði lífi mínu Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:27 Vörugjald áfengis hækkar um 200% Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. Innlent 13.10.2005 14:27 Arafat og Qureia sættast Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Erlent 13.10.2005 14:27 Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið. Erlent 13.10.2005 14:27 6,8 milljarðar í hagnað Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta. Þar af er hagnaður af bankanum 3,7 milljarðar og hagnaður af tryggingarfélaginu 3,1 milljarður. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi ársins hljóðar upp á tæplega 2,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27 Meiri fuglaveiðar í Reykjavík Fjöldi fólks hefur tilkynnt veiðar á öndum, gæsaungum og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var. Innlent 13.10.2005 14:27 Frumvarp um kynjakvóta á Indlandi Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Nýju-Delí á Indlandi í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um kynjakvóta. Samtök sem berjast fyrir auknum rétti kvenna stóðu að mótmælunum. Framfarabandalagið situr nú í ríkisstjórn Indlands. Nái frumvarpið samþykki þarf þriðjungur þingmanna í fylkjaþingunum að vera konur. </span /> Erlent 13.10.2005 14:27 Háhyrningur tryllist Gestum í skemmtigarðinum Sea World Adventure Park í borginni San Antonio brá heldur betur í brún þegar háhyrningur réðst á dýratemjara sinn í miðri sýningu. Háhyrningurinn reyndi í sífellu að berja manninn ofan í vatninu og reyndi svo að bíta hann. Dýratemjarinn komst upp úr lauginni og voru meiðsl hans ekki talin alvarleg. Erlent 13.10.2005 14:27 Fékk skilnað frá föður sínum Fjórtán ára gamall drengur fékk löglegan skilnað frá föður sínum í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 14:27 Portúgalar biðja um aðstoð Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana í Portúgal. Það eru héruðin í kringum Algarve og Faró sem hafa orðið verst úti en eldar hafa komið upp í fjórtan af átján héruðum landsins síðustu daga. Mjög heitt er um þessar mundir í Portúgal og hefur hitinn farið yfir 40 gráður. Erlent 13.10.2005 14:27 Egypska embættismanninum sleppt Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi. Erlent 13.10.2005 14:27 Pútín sakaður um hefndaraðgerðir Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik. Erlent 13.10.2005 14:27 « ‹ ›
Útihátíðir og ungmenni Ungmenni undir 16 ára aldri þurfa að vera í fylgd forráðamanna ef þau hyggjast leggja leið sína á útihátíð um Verslunarmannahelgina. Þetta segja lögin sem þó hafa verið þverbrotin síðustu áratugi. Innlent 13.10.2005 14:27
Ólögleg áfengissala í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum. Erlent 13.10.2005 14:27
Afkomumet hjá Íslandsbanka Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum greingingardeilda. Hagnaður síðasta fjórðungs var 2,2 milljarðar. Bankinn hefur aldrei hagnast meir af reglulegri starfsemi. Lán til erlendra aðila eru 22 prósent af útlánum bankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
Súdanar uggandi um refsiaðgerðir Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir. Erlent 13.10.2005 14:27
Samkomulag ríkra og fátækra fjarri Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti. Erlent 13.10.2005 14:27
Brunavarnir ófullnægjandi í skólum Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 14:27
Ekki áfellisdómur yfir nefndinni Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Innlent 13.10.2005 14:27
Pottur gleymdist á eldavél Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum vegna tilkynningar um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Þegar það mætti á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á heitri eldavélahellu en húsráðandi hafði brugðið sér út í veðurblíðuna. Innlent 13.10.2005 14:27
Ekki sannfærðir um auglýsingabann Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:27
Clinton fagnað gríðarlega Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Erlent 13.10.2005 14:27
Elliðaár freyða Froða á yfirborði Elliðaár vakti athygli manna og óttuðst sumir að jafnvel væri um mengun að ræða af völdum útrásar. Innlent 13.10.2005 14:27
Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls <font face="Helv"></font> Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýning reis hæst í mars á þessu ári þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar með blóm í haga. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
Gagnrýndi repúblikana harkalega "Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameiginlegri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk," sagði Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston. Erlent 13.10.2005 14:27
IRA-foringi borinn til grafar Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda áratugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norður-Írlandi. Erlent 13.10.2005 14:27
Herferð gegn nauðgunum V-Dagurinn, samtök gegn ofbeldi á konum, hafa hafið herferð gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. Innlent 13.10.2005 14:27
Norðurlöndin verði útundan í ESB Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font /> Innlent 13.10.2005 14:27
Kraftur í tónlistarútgáfu Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
Eldur á Reynimel Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er. Innlent 13.10.2005 14:27
Námið bjargaði lífi mínu Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:27
Vörugjald áfengis hækkar um 200% Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. Innlent 13.10.2005 14:27
Arafat og Qureia sættast Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Erlent 13.10.2005 14:27
Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið. Erlent 13.10.2005 14:27
6,8 milljarðar í hagnað Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta. Þar af er hagnaður af bankanum 3,7 milljarðar og hagnaður af tryggingarfélaginu 3,1 milljarður. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi ársins hljóðar upp á tæplega 2,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:27
Meiri fuglaveiðar í Reykjavík Fjöldi fólks hefur tilkynnt veiðar á öndum, gæsaungum og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var. Innlent 13.10.2005 14:27
Frumvarp um kynjakvóta á Indlandi Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Nýju-Delí á Indlandi í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um kynjakvóta. Samtök sem berjast fyrir auknum rétti kvenna stóðu að mótmælunum. Framfarabandalagið situr nú í ríkisstjórn Indlands. Nái frumvarpið samþykki þarf þriðjungur þingmanna í fylkjaþingunum að vera konur. </span /> Erlent 13.10.2005 14:27
Háhyrningur tryllist Gestum í skemmtigarðinum Sea World Adventure Park í borginni San Antonio brá heldur betur í brún þegar háhyrningur réðst á dýratemjara sinn í miðri sýningu. Háhyrningurinn reyndi í sífellu að berja manninn ofan í vatninu og reyndi svo að bíta hann. Dýratemjarinn komst upp úr lauginni og voru meiðsl hans ekki talin alvarleg. Erlent 13.10.2005 14:27
Fékk skilnað frá föður sínum Fjórtán ára gamall drengur fékk löglegan skilnað frá föður sínum í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 14:27
Portúgalar biðja um aðstoð Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana í Portúgal. Það eru héruðin í kringum Algarve og Faró sem hafa orðið verst úti en eldar hafa komið upp í fjórtan af átján héruðum landsins síðustu daga. Mjög heitt er um þessar mundir í Portúgal og hefur hitinn farið yfir 40 gráður. Erlent 13.10.2005 14:27
Egypska embættismanninum sleppt Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi. Erlent 13.10.2005 14:27
Pútín sakaður um hefndaraðgerðir Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik. Erlent 13.10.2005 14:27
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur