Fréttir

Fréttamynd

Fyrsta heimsendingarapótek opnað

Lyfjaver opnar í dag fyrsta heimsendingarapótekið hér á landi sem sérhæfir sig í að afgreiða lyfseðilsskyld lyf á hagstæðu verði. Viðskiptavinir eiga kost á að fá lyfin send heim á sama verði og væru þau keypt í búðinni, hvort sem þeir búa í miðborg Reykjavíkur eða úti á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum

Það er mikilvægt að heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum hamfaranna í Suðaustur-Asíu og aðstoði þau áfram við að koma lífi sínu á réttan kjöl, segja tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem eru í heimsókn á flóðasvæðunum.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt þorp á Reykjanesi

Þorp hefur risið á Reykjanesi í tengslum við nýja virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Þar búa um 40 manns að staðaldri en verða um 300 í sumar þegar framkvæmdir standa sem hæst.

Innlent
Fréttamynd

Óttast árásir á hjálparstarfsmenn

Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega.

Erlent
Fréttamynd

Ók á tvo ljósastaura

Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar fólksbíl var ekið á tvo ljósastaura á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og slapp það ómeitt en bíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar hyggjast lengja múrinn

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum

Fasteignaheildsalar, auðvelt aðgengi að lánum fyrir almenning og lóðaskortur eru helstu ástæður stórhækkunar á fasteignaverði á suðvesturhorninu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

12 ára í níu ára fangelsi

Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. </font />

Erlent
Fréttamynd

Vill eitt gagnaflutningsnet

Flokksráð Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Landsímans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt gagnaflutningsnet í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn telur mikilvægt að slíkt fjarskiptanet þjóni öllum landsmönnum og verði aðgengilegt öllum aðilum í fjarskiptaþjónustu en einkavæðing Landsímans með grunnnetinu muni leiða af sér mismunun og offjárfestingu sem almenningur þurfi á endanum að borga.

Innlent
Fréttamynd

Ný bensínstöð við Sprengisand

Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var opnuð í dag og fleiri eru á teikniborðinu. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir áfangann stóran og hann geri fyrirtækið enn sterkara í samkeppni á olíumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þingkosningar í Portúgal

Fjórða ríkisstjórnin á þremur árum verður kjörin í dag í Portúgal. Þjóðin er ein sú fátækasta í Evrópusambandinu, en þar búa tíu milljónir manna. Skoðanakannanir benda til þess að sósíalistar, sem nú eru í stjórnarandstöðu, sigri í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar í Reykjavík

Borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálfþrjú í dag. Bensínstöðin er staðsett á Sprengisandi við enda Bústaðavegar á mótum Reykjanesbrautar. Bensínstöðin er sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín- og díselbíla. Fyrstu mánuðina mun starfsmaður leiðbeina nýjum viðskiptavinum við sjálfsafgreiðslu og notkun kortasjálfsala.

Innlent
Fréttamynd

Ernu farnast vel

Frelsun Ernu tókst framar björtustu vonum. Össunni var sleppt við Álftavatn í gær og svo var fylgst með henni gegnum útvarpssendi. Hún var tiltölulega fljót að átta sig í náttúrunni og flaug svo styrkum vængjatökum út í Arnarhólma sem er gamalt arnarvígi.

Innlent
Fréttamynd

Grunuðum ræningjum sleppt

Karlmönnunnum tveimur sem lögregla handtók á miðnætti, grunaða um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær, hefur verið sleppt. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og voru yfirheyrðir í dag en sleppt að þeim loknum og er málið er enn í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Búist við dræmri kosningaþátttöku

Spánverjar hófu í morgun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Búist er við dræmri kosningaþátttöku en að stjórnarskráin verði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglufréttir

Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki lækna útlendinga

Heimilislæknir nokkur í Harstad í Noregi hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig þverneitar hann að meðhöndla konur með ófrjósemisvandamál og segist gjarnan vilja vera laus við kröfuharða sjúklinga.

Erlent
Fréttamynd

Manntjón í snjóflóðum á Indlandi

Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust.

Erlent
Fréttamynd

Læknar sviptir án kæru

243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í kannabisinnflutningi

Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun

Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hárfagri til Noregs

Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til.

Innlent
Fréttamynd

Herteknum svæðum skilað

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar kjósa um stjórnarskrá

Þjóðaratkvæðagreiðsla hófst í morgun á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Spánn er fyrsta landið þar sem slík atkvæðagreiðsla fer fram, en alls eru það 10 Evrópuríki sem kjósa um stjórnarskrána.

Erlent
Fréttamynd

Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt

Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vilja yfirráð í Asíu

Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins.

Erlent
Fréttamynd

Vonar að börn sjá ekki myndbandið

Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir.

Innlent
Fréttamynd

Horfið frá landnemabyggðum

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Fíll í dýragarði drepur mann

Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum.

Erlent