Fréttir Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48 Bréf Actavis lækkuðu um 9% Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Ætla með málið til Brussel ef þarf Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Innlent 13.10.2005 18:49 Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 13.10.2005 18:49 Tugir grófust undir ruslahaug Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist. Erlent 13.10.2005 18:49 Skeljungur hættir verslunarrekstri Verslunarrekstur Skeljungs færist yfir til 10-11 verslanakeðjunnar frá og með 1. mars næstkomandi. Skeljungur hefur rekið svokallaðar Select-verslanir á sumum þjónustustöðvum sínum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. Innlent 13.10.2005 18:48 Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar. Innlent 13.10.2005 18:49 Gríðarlegt tjón vegna skjálftans Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst. Erlent 13.10.2005 18:48 13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. Innlent 13.10.2005 18:48 Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49 Lyf send heim í tvo áratugi "Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49 Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48 Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. Innlent 13.10.2005 18:49 Olíuverð hækkar vegna kuldans Olíuverð hefur mjakast upp á við á heimsmarkaði í dag og er verðið á olíufatinu nú komið rétt yfir fimmtíu dollara á fatið. Hæst varð verðið í fyrra rúmir 55 dollarar. Hækkunin er rakin til kuldatíðar í Evrópu og Bandaríkjunum en fyrir vikið hefur fólk þurft að kynda meira. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:49 Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49 400 látnir eftir jarðskjálfta Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst. Erlent 13.10.2005 18:48 Harma orð Halldórs Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49 Norræn menningarhátíð í Berlín Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki. Erlent 13.10.2005 18:49 800 milljóna hótel nærri tilbúið Nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti verður opnað í byrjun í apríl. Ferðaskrifstofan Heimsferðir keypti húsið á 510 milljónir króna í fyrra. Tómas. J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að samið hafi verið við Radisson-SAS, sem einnig rekur Hótel Sögu, um að reka hótelið. Innlent 13.10.2005 18:49 Dregur saman með stóru flokkunum Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins er innan skekkjumarka samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í The Guardian. Samkvæmt henni styðja 37 prósent Verkamannaflokkinn og 34 prósent Íhaldsflokkinn. Erlent 13.10.2005 18:49 Metaðsókn að Kvennaathvarfinu Á þriðja hundrað kvenna leitaði á náðir Kvennaathvarfsins á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Í langflestum tilfellum eru það makar sem beita ofbeldinu en dæmi eru um að mæður þurfi að flýja ofbeldi af hendi sona sinna. Innlent 13.10.2005 18:49 Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 18:49 Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. Innlent 13.10.2005 18:48 Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. Innlent 13.10.2005 18:48 Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. Innlent 13.10.2005 18:49 Rafmagnsreikningur hækkar um 54% Rafmagnsreikningur smáfyrirtækis í Kópavogi hækkaði um 54 prósent um áramótin þegar afsláttartaxti var felldur niður. Óvíst er að fyrirtækið lifi af hækkunina. Innlent 13.10.2005 18:49 Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. Innlent 13.10.2005 18:49 Launavísitalan hækkað um 6,6% Launavísitalan í janúar hækkaði um 2,2% frá fyrra mánuðiog var 261,1 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan því hækkað um 6,6%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars er 5710 stig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Níu létust þegar veggur hrundi Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum. Erlent 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48
Bréf Actavis lækkuðu um 9% Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Ætla með málið til Brussel ef þarf Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Innlent 13.10.2005 18:49
Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 13.10.2005 18:49
Tugir grófust undir ruslahaug Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist. Erlent 13.10.2005 18:49
Skeljungur hættir verslunarrekstri Verslunarrekstur Skeljungs færist yfir til 10-11 verslanakeðjunnar frá og með 1. mars næstkomandi. Skeljungur hefur rekið svokallaðar Select-verslanir á sumum þjónustustöðvum sínum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. Innlent 13.10.2005 18:48
Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar. Innlent 13.10.2005 18:49
Gríðarlegt tjón vegna skjálftans Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst. Erlent 13.10.2005 18:48
13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. Innlent 13.10.2005 18:48
Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49
Lyf send heim í tvo áratugi "Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49
Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48
Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. Innlent 13.10.2005 18:49
Olíuverð hækkar vegna kuldans Olíuverð hefur mjakast upp á við á heimsmarkaði í dag og er verðið á olíufatinu nú komið rétt yfir fimmtíu dollara á fatið. Hæst varð verðið í fyrra rúmir 55 dollarar. Hækkunin er rakin til kuldatíðar í Evrópu og Bandaríkjunum en fyrir vikið hefur fólk þurft að kynda meira. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:49
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49
400 látnir eftir jarðskjálfta Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst. Erlent 13.10.2005 18:48
Harma orð Halldórs Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49
Norræn menningarhátíð í Berlín Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki. Erlent 13.10.2005 18:49
800 milljóna hótel nærri tilbúið Nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti verður opnað í byrjun í apríl. Ferðaskrifstofan Heimsferðir keypti húsið á 510 milljónir króna í fyrra. Tómas. J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að samið hafi verið við Radisson-SAS, sem einnig rekur Hótel Sögu, um að reka hótelið. Innlent 13.10.2005 18:49
Dregur saman með stóru flokkunum Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins er innan skekkjumarka samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í The Guardian. Samkvæmt henni styðja 37 prósent Verkamannaflokkinn og 34 prósent Íhaldsflokkinn. Erlent 13.10.2005 18:49
Metaðsókn að Kvennaathvarfinu Á þriðja hundrað kvenna leitaði á náðir Kvennaathvarfsins á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Í langflestum tilfellum eru það makar sem beita ofbeldinu en dæmi eru um að mæður þurfi að flýja ofbeldi af hendi sona sinna. Innlent 13.10.2005 18:49
Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 18:49
Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. Innlent 13.10.2005 18:48
Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. Innlent 13.10.2005 18:48
Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. Innlent 13.10.2005 18:49
Rafmagnsreikningur hækkar um 54% Rafmagnsreikningur smáfyrirtækis í Kópavogi hækkaði um 54 prósent um áramótin þegar afsláttartaxti var felldur niður. Óvíst er að fyrirtækið lifi af hækkunina. Innlent 13.10.2005 18:49
Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. Innlent 13.10.2005 18:49
Launavísitalan hækkað um 6,6% Launavísitalan í janúar hækkaði um 2,2% frá fyrra mánuðiog var 261,1 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan því hækkað um 6,6%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars er 5710 stig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Níu létust þegar veggur hrundi Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum. Erlent 13.10.2005 18:48