Fréttir

Fréttamynd

Innanlandsflug áfram í Reykjavík

Gert er ráð fyrir að Framsóknarmenn samþykki ályktun um höfuðborgarstefnu þar sem lagt er til að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Í upphafi þings lá fyrir tillaga um að innanlandsflug til höfuðborgarsvæðisins yrði flutt til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Orðrómurinn ekki réttur

Halldór Ásgrímsson, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins um helgina, finnst vegur sinn innan flokksins ekki hafa minnkað. Hann kannast ekki við það sem sumir framsóknarmenn hafa haldið fram, að formaðurinn hafi tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Allt brann sem brunnið gat

Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum.

Innlent
Fréttamynd

Ungir framsóknarmenn fagna

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB

Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

20 milljóna verðmunur á fasteignum

Allt að 20 milljóna króna verðmunur er á fasteignaverði í Reykjanesbæ og stór-Reykjavíkursvæðinu. Sem sagt, hægt er að kaupa tvö góð einbýlishús í Keflavík fyrir eitt í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Halldór fékk 81,85% atkvæða

Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari.

Innlent
Fréttamynd

Vannýtt stóriðja í Eyjafirði

Norðurskel hefur áform um stórfellt kræklingaeldi í Eyjafirði. Ef björtustu vonir ganga eftir verða til hundruð nýrra starfa í Eyjafirði innan fárra ára. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð?

Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar. 

Erlent
Fréttamynd

Víkingar í jakkafötum

Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins <em>Sunday Times</em> í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. Titill greinarinnar er „Víkingar í jakkafötum“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ilona Wilke til skoðunar

Vinnumálastofnun og Ríkislögreglustjóraembættið hafa til skoðunar starfsemi lettnesku konunnar Ilonu Wilke hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Verður að þurrka út skæruliðahópa

Mahmoud Abbas verður að þurrka út palestínska skæruliðahópa. Þetta eru viðbrögð Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, við sjálfsmorðsárásinni á næturklúbb í Tel Aviv á föstudagskvöld. Að öðrum kosti væru Ísraelsmenn tilneyddir að beita hersveitum sínum í baráttunni gegn skæruliðahópunum.

Erlent
Fréttamynd

Samið um kjarnorkumál

Rússar hafa komist að samkomulagi við Írana í kjarnorkumálum. Rússar munu sjá Írönum fyrir kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá við að koma kjarnorkuveri í Bushehr í gang á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Nýja Helgafellið afhent

Nýtt 11 þúsund tonna skip Samskipa var afhent stjórn félagsins við hátíðlega athöfn í Hamborg á föstudag að viðstöddum Ólafi Davíðssyni sendiherra og fleiri gestum. Skipið hlaut nafnið Helgafell og leysir af hólmi gamla Helgafellið á siglingaleiðinni milli Íslands og Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Hálfbróðir Saddams handsamaður

Íraskar öryggissveitir handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðjuverk og skæruhernað í landinu eftir að það var hernumið.

Erlent
Fréttamynd

Tinna fundar með leikurum í dag

"Mér finnst aðferðin við þetta rýra gildi okkar sem leikara," segir Brynhildur Guðjónsdóttir, sem er einn þeirra tíu fastráðinna leikara við Þjóðleikhúsið sem hafa stystan starfsaldur og verður sagt upp fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa aðildarviðræður en ...

„Framsóknarflokkurinn á þegar að hefja vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Á þessa leið hljóðar texti ályktunar Framsóknarflokksins um Evrópumál.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkasveitum verði útrýmt

Ariel Sharon vill að Palestínumenn útrými hryðjuverkasveitum í eitt skipti fyrir öll. Annars sér hann engan tilgang í viðræðum og segir Ísraelsmenn þá verða að grípa til aðgerða. Ahmed Queria, forsætisráðherra Palestínu, segir að ef Ísraelsmenn ákveði að slíta sambandi sínu við Palestínumenn sé það þeirra val.

Erlent
Fréttamynd

Rúðubrot í Stjórnarráði og Alþingi

Þrír karlmenn um tvítugt voru handteknir undir morgun eftir að þeir höfðu brotið rúðu í Stjórnarráðinu. Um tíu mínútum áður hafði verið brotin rúða í Alþingishúsinu og segir lögregla eftir að kanna hvort sömu menn hafi verið þar að verki. Þeir gista nú fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í Sandgerðishöfn

Roskinn karlmaður fannst látinn í Sandgerðishöfn í nótt. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Garði voru kallaðar út um miðnættið en þá voru ættingjar mannsins farnir að hafa af honum áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Hálfbróðir Saddams handtekinn

Hálfbróðir Saddams Husseins, Sabawi Ibrahim Hasan, hefur verið handtekinn að sögn írakska forsætisráðuneytisins. Hasan er sagður hafa verið náinn ráðgjafi bróður síns í stjórnartíð hans í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Kynjakvóti samþykktur

Framsóknarmenn samþykktu á flokksþinginu í gær ákvæði um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægra en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista.

Innlent
Fréttamynd

Átakamikið flokksþing

Hörð átök voru um stór mál á flokksþingi framsóknarmanna. Mestu deilurnar voru um Evrópumál. Evrópusinnar bökkuðu mikið frá upphaflegum drögum að ályktun en fengu grundvallaratriði í gegn. Formaðurinn segir umboð flokksins skýrt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Mafíuforingi handtekinn

Spænska lögreglan hefur handtekið ítalskan mafíuforingja sem talinn er vera lykilmaður í mafíugengi sem staðið hefur fyrir fjölda morða og annarra glæpa í Napóli undanfarna mánuði. Mafíósinn, Raffaele Amato að nafni, var handtekinn þar sem hann var staddur fyrir utan spilavíti í Barcelona í gærkvöldi ásamt fimm meintum meðlimum mafíunnar.

Erlent
Fréttamynd

Magasin í Álaborg lokað

Ákveðið hefur verið að loka Magasin-vöruhúsinu í Álaborg en fyrirtækið er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta. Afkoma verslunarinnar hefur verið slök.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill hitta páfann

Fjögurra ára gömul írösk stúlka sem dvelur á sama sjúkrahúsi í Róm og Jóhannes Páll páfi vill hitta hann og þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföll af völdum flensu

Grunur leikur á að inflúensan sem gengið hefur yfir landið hafi valdið fleiri dauðsföllum meðal eldri borgara en almennt gerist þegar inflúensa geisar.

Innlent
Fréttamynd

Notum viðurkenndar aðferðir

Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, segir að vísitala neysluverðs mæli öll útgjöld heimilanna og við þessar mælingar séu notaðar alþjóðlega viðurkenndar aðferðir.

Innlent