Fréttir

Fréttamynd

Ólafur nær yfirhöndinni í Keri

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans

Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Sérsamningar skólanna slá í gegn

Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sérsamningum áhuga. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skreytir sig með vafasömum fjöðrum

Olís er vinsælasta fyrirtækið í smásölu samkvæmt svokallaðri Ánægjuvog Gallups og fagnar mjög. FÍB telur hins vegar að fyrirtækið skreyti sig með vafasömum fjöðrum, enda hafi könnuninni lokið um mánuði áður en samráðsskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út.

Innlent
Fréttamynd

Funda um ríkisborgararétt Fischers

Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgararétt með hraði.

Innlent
Fréttamynd

Kaup Íslandsbanka samþykkt

Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjálmar fékk engar upplýsingar

"Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Hjálmari eða óheppilegt orðalag," sagði Pétur Gunnarsson fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, spurður um ummæli Hjálmars Árnasonar alþingismanns í Íslandi í dag á Stöð 2 í mánudagskvöld. Þar sagði Hjálmar að Pétur hafi byggt sína ákvörðun um ráðningu fréttastjóra Útvarps á tilteknum persónuupplýsingum.

Innlent
Fréttamynd

900 milljóna hagnaður FLE

Tæplega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra sem er u.þ.b. þrjátíu prósenta meiri hagnaður en árið þar áður. Að vísu voru tekjur af Íslenskum markaði í fyrsta sinn teknar inn í uppgjörið í fyrra en fyrir utan það var afkomubatinn samt umtalsverður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi

Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar fyrir þingfund

Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu.

Erlent
Fréttamynd

49 taldir af eftir flugslys

Að minnsta kosti fjörutíu og níu manns eru taldir af eftir að farþegaflugvél hrapaði til jarðar í Rússlandi rétt fyrir hádegi. Vélin var að koma inn til lendingar nærri bænum Barandei í norðurhluta Rússlands þegar annar vængurinn rakst í jörðina með þeim afleiðingum að eldur varð laus í flugvélinni.

Erlent
Fréttamynd

Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist.

Innlent
Fréttamynd

Wolfowitz í Alþjóðabankann

George W. Bush Bandaríkjaforseti mun mæla með að Paul Wolfowitz aðstoðarlandvarnaráðherra verði skipaður bankastjóri Alþjóðabankans.

Erlent
Fréttamynd

Gæti lokað Grímsey af

Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Slippasvæði tilbúið 2010

Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um líkrán

Breskt par hefur verið handtekið í tengslum við rannsókn á líkráni. Lík ríflega áttræðrar konu sem lést fyrir átta árum var grafið upp og rænt í október síðastliðnum. Lögregla segir allt benda til þess að dýravinir hafi verið að verki en konan var skyld Hall-fjölskyldunni, sem á býli þar sem naggrísir eru ræktaðir.

Erlent
Fréttamynd

Ísland toppar í tækninni

Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel.

Innlent
Fréttamynd

Króatar sýna ekki samvinnu

Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag.

Erlent
Fréttamynd

Vegið að rótum íslensks iðnaðar

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Raforkunotkun mest á Íslandi

Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan útskrifuð af spítalanum

Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Brugðist við erlendum kvörtunum

Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um umsókn Fischers

Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. 

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir krufningarskýrslum

Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Nauðaflutningar vegna uppsagna

Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. 

Innlent
Fréttamynd

Dúkkan brást rangt við snertingu

Uppblásin kynlífsdúkka tók starfsmenn þýskrar póstþjónustu á taugum í morgun. Dúkkan byrjaði skyndilega að titra inn í kassa sem beið afhendingar og var þegar kallað á sprengjudeild lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir 30 brot

Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða fangelsi

Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Innlent