Fréttir

Fréttamynd

Rektorskjör í HÍ í dag

Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars.

Innlent
Fréttamynd

Brösug stjórnarmyndun í Írak

Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. 

Erlent
Fréttamynd

Veðhæfni nýlegra bíla lækkar óvænt

Veðhæfni á nýlegum bílum hefur óvænt lækkað ef þeir eru sömu gerðar og nýir bílar, sem bílaumboðið Ingvar Helgason lækkaði nýverið í verði til samræmis við gengisþróun.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur í útsvar

Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur fyrir Fischer?

Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt.

Innlent
Fréttamynd

Skurðaðgerð í boði

Rússneska öryggislögreglan hefur boðið þeim sem bent geta á dvalarstað tsjetsjenska uppreisnarleiðtogans Shamil Basajev lýtaaðgerð svo að öryggi þeirra verði tryggt.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um fyrirkomulag RÚV

Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bjargað af vélarvana báti

Björgunarskip frá Rifi kom tveggja manna áhöfn á Portlandi SH til aðstoðar í nótt þar sem trillan var vélarvana á reki undan Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli við Alþingishúsið

Klukkan hálf sex hefjast mótmæli fyrir framan Alþingishúsið þar sem handtöku ítalska arkitektanemans Luigi Sposito verður mótmælt. Sposito var handtekinn þann 4. mars síðastliðinn eftir að hafa tekið myndir af Alþingishúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri WorldCom fundinn sekur

Bernard Ebbers, fyrrverandi forstjóri WorldCom, var í gær fundinn sekur um að hafa skipulagt stærstu skattsvik í sögu Bandaríkjanna. Skattsvikin, sem áttu sér stað um nokkurra ára skeið, námu alls ellefu milljörðum bandaríkjadala. Ebbers á yfir höfði sér allt að 85 ára fangelsisdóm

Erlent
Fréttamynd

Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð

Siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð og allar víkur frá Gjögri að Hornbjargi fullar af ís. Landhelgisgæslan kannaði hafísinn í dag og eru ísspangir víða fyrir norðan land.

Innlent
Fréttamynd

Slippasvæði tilbúið 2010

Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um líkrán

Breskt par hefur verið handtekið í tengslum við rannsókn á líkráni. Lík ríflega áttræðrar konu sem lést fyrir átta árum var grafið upp og rænt í október síðastliðnum. Lögregla segir allt benda til þess að dýravinir hafi verið að verki en konan var skyld Hall-fjölskyldunni, sem á býli þar sem naggrísir eru ræktaðir.

Erlent
Fréttamynd

Ísland toppar í tækninni

Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel.

Innlent
Fréttamynd

Króatar sýna ekki samvinnu

Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag.

Erlent
Fréttamynd

Vegið að rótum íslensks iðnaðar

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Raforkunotkun mest á Íslandi

Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan útskrifuð af spítalanum

Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Brugðist við erlendum kvörtunum

Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um umsókn Fischers

Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. 

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir krufningarskýrslum

Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Nauðaflutningar vegna uppsagna

Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. 

Innlent
Fréttamynd

Dúkkan brást rangt við snertingu

Uppblásin kynlífsdúkka tók starfsmenn þýskrar póstþjónustu á taugum í morgun. Dúkkan byrjaði skyndilega að titra inn í kassa sem beið afhendingar og var þegar kallað á sprengjudeild lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir 30 brot

Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða fangelsi

Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Wolfowitz forseti Alþjóðabankans

Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnlagaþingið kemur saman

Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kemur saman eftir frjálsar kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Yfirlýsing OPEC marklaus

Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi.

Erlent
Fréttamynd

Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina

Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar.

Erlent