Fréttir Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56 Póstmenn samþykkja kjarasamning Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Sýrlandsher fari fyrir kosningar Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að allur herafli Sýrlendinga verði að vera farinn frá Líbanon í lok apríl þegar þingkosningar verða haldnar í landinu. Í yfirlýsingu frá Annan segir að kosningarnar verði að vera lausar við erlenda íhlutun og ekki sé rétt að fresta þeim. Annan tók sérstaklega fram að leyniþjónusta Sýrlendinga ætti að hverfa frá Líbanon á sama tíma og herlið landsins. Erlent 13.10.2005 18:55 Ölvun og áflog í Dyflinni Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Patreks, verndardýrlings landsins. Erlent 13.10.2005 18:56 Fundað um uppbyggingarstarf Hvernig verður sex milljörðum bandaríkjadala best varið til uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu? Embættismenn frá löndunum fimm sem verst urðu úti í hamförunum funda í dag með yfirmönnum hjálparstofnana þar sem reynt verður að finna svar við þessari spurningu. Aðalvandinn er að samræma uppbyggingarstarfið og koma í veg fyrir að spilling eigi sér stað. Erlent 13.10.2005 18:55 Þroskaþjálfar hafa samið Þroskaþjálfafélag Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram og voru báðir samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. 98,1 prósent samþykktu samninginn við Launanefnd sveitarfélaga og 82,6 prósent samninginn við Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 18:56 Varnarviðræður um miðjan apríl Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefjast að nýju um miðjan apríl. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum og fjárhag íslenska ríkisins þar sem rætt verður um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og aukna þátttöku Íslands í kostnaði við rekstur vallarins. Innlent 13.10.2005 18:56 Flestir vilja sameiningu Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga Innlent 13.10.2005 18:56 Tvö og hálft ár fyrir ýmis brot Hæstiréttur dæmdi mann í gær í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán, akstur án ökuréttinda, ölvunarakstur og fíkniefnabrot og lengdi þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um hálft ár. Maðurinn framdi ránið vopnaður barefli í verslun 10-11 við Barónsstíg í byrjun febrúar í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:56 Líkur á að hamfarir endurtaki sig Líkur eru á því að hamfarirnar í Indlandshafi endurtaki sig og það frekar fyrr en síðar, samkvæmt nýjum rannsóknum. Núr er reynt að skipuleggja uppbyggingarstarf á svæðinu og útdeila peningum sem hafa þó ekki skilað sér nema að litlum hluta. Erlent 13.10.2005 18:56 Greiði börnum Sri 22 milljónir Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, fékk í dag sextán ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var að auki dæmdur til að greiða þremur börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í skaðabætur. Hákon sagði í samtali við fréttamann að hann teldi dóminn frekar þungan. Innlent 13.10.2005 18:56 Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum. Innlent 13.10.2005 18:56 Vísað frá bráðamóttöku eftir kl. 5 Lítið gagn er í bráðamóttöku sem hættir að taka við sjúklingum eftir að dagvinnutíma lýkur, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar og vísar þar til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans sem í vikunni vísaði bráðveikum manni frá því klukkan var meira en fimm. Innlent 13.10.2005 18:56 Hrímnir, Esmeralda og Ísmey leyfð Nöfnin Hrímnir, Esmeralda og Ísmey fengu fyrr í mánuðinum samþykki Mannanafnanefndar og hafa verið færð í mannanafnaskrá. Þá var nafnið Haralds tekið til greina sem millinafn samkvæmt þeirri beiðni sem lá fyrir hjá nefndinni en það ekki fært í mannanafnaskrá. Innlent 13.10.2005 18:55 Yfirheyrir hermann vegna tilræðis Lögregla í Rússlandi yfirheyrir nú fyrrverandi sérsveitarmann í tengslum við morðtilraun á Anatolí Tsjúbaís, forstjóra rússneska ríkisolíufyrirtækisins og einum þekktasta umbótasinna Rússlands. Tsjúbaís slapp ómeiddur þegar árásarmenn sprengdu sprengju við hlið bifreiðar hans í gærmorgun og skutu úr sjálfvirkum rifflum á bílalestina hans. Erlent 13.10.2005 18:55 Rafmagnslaust á Austurlandi Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi undir morgun og er rafmagn meira og minna farið af í fjórðungnum. Þar er mikil ísing sem sligað hefur línur og ýmist slitið þær eða staurar hafa brotnað undan farginu. Starfsmaður RARIK á Egilsstöðum sagðist fyrir stundu ekki hafa við að taka við tilkynningum um rafmagnsleysi eða slitnar línur og brotna staura. Innlent 13.10.2005 18:55 Offita gæti bjargað velferðarkerfi Offita gæti komið velferðarkerfinu til bjargar. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að almannatryggingum og ellilífeyriskerfum sé borgið þar sem stór hluti offeits fólks deyi ungur og verði því ekki byrði á kerfinu. Erlent 13.10.2005 18:56 Rafmagn fór eystra vegna ísingar Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi vegna mikillar ísingar undir morgun og fór rafmagn víða af í fjórðungnum í kjölfar þess. Bálhvasst var á landinu í gærkvöld og voru björgunarsveitir víða um land kallaðar út. Innlent 13.10.2005 18:56 Málið ekki í höndum Auðuns Georgs "Málið er ekki í mínum höndum," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum. Innlent 18.3.2005 00:01 Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55 Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55 Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55 Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55 Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55 Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55 Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55 Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55 « ‹ ›
Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56
Póstmenn samþykkja kjarasamning Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Sýrlandsher fari fyrir kosningar Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að allur herafli Sýrlendinga verði að vera farinn frá Líbanon í lok apríl þegar þingkosningar verða haldnar í landinu. Í yfirlýsingu frá Annan segir að kosningarnar verði að vera lausar við erlenda íhlutun og ekki sé rétt að fresta þeim. Annan tók sérstaklega fram að leyniþjónusta Sýrlendinga ætti að hverfa frá Líbanon á sama tíma og herlið landsins. Erlent 13.10.2005 18:55
Ölvun og áflog í Dyflinni Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Patreks, verndardýrlings landsins. Erlent 13.10.2005 18:56
Fundað um uppbyggingarstarf Hvernig verður sex milljörðum bandaríkjadala best varið til uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu? Embættismenn frá löndunum fimm sem verst urðu úti í hamförunum funda í dag með yfirmönnum hjálparstofnana þar sem reynt verður að finna svar við þessari spurningu. Aðalvandinn er að samræma uppbyggingarstarfið og koma í veg fyrir að spilling eigi sér stað. Erlent 13.10.2005 18:55
Þroskaþjálfar hafa samið Þroskaþjálfafélag Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram og voru báðir samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. 98,1 prósent samþykktu samninginn við Launanefnd sveitarfélaga og 82,6 prósent samninginn við Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 18:56
Varnarviðræður um miðjan apríl Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefjast að nýju um miðjan apríl. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum og fjárhag íslenska ríkisins þar sem rætt verður um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og aukna þátttöku Íslands í kostnaði við rekstur vallarins. Innlent 13.10.2005 18:56
Flestir vilja sameiningu Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga Innlent 13.10.2005 18:56
Tvö og hálft ár fyrir ýmis brot Hæstiréttur dæmdi mann í gær í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán, akstur án ökuréttinda, ölvunarakstur og fíkniefnabrot og lengdi þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um hálft ár. Maðurinn framdi ránið vopnaður barefli í verslun 10-11 við Barónsstíg í byrjun febrúar í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:56
Líkur á að hamfarir endurtaki sig Líkur eru á því að hamfarirnar í Indlandshafi endurtaki sig og það frekar fyrr en síðar, samkvæmt nýjum rannsóknum. Núr er reynt að skipuleggja uppbyggingarstarf á svæðinu og útdeila peningum sem hafa þó ekki skilað sér nema að litlum hluta. Erlent 13.10.2005 18:56
Greiði börnum Sri 22 milljónir Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, fékk í dag sextán ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var að auki dæmdur til að greiða þremur börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í skaðabætur. Hákon sagði í samtali við fréttamann að hann teldi dóminn frekar þungan. Innlent 13.10.2005 18:56
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum. Innlent 13.10.2005 18:56
Vísað frá bráðamóttöku eftir kl. 5 Lítið gagn er í bráðamóttöku sem hættir að taka við sjúklingum eftir að dagvinnutíma lýkur, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar og vísar þar til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans sem í vikunni vísaði bráðveikum manni frá því klukkan var meira en fimm. Innlent 13.10.2005 18:56
Hrímnir, Esmeralda og Ísmey leyfð Nöfnin Hrímnir, Esmeralda og Ísmey fengu fyrr í mánuðinum samþykki Mannanafnanefndar og hafa verið færð í mannanafnaskrá. Þá var nafnið Haralds tekið til greina sem millinafn samkvæmt þeirri beiðni sem lá fyrir hjá nefndinni en það ekki fært í mannanafnaskrá. Innlent 13.10.2005 18:55
Yfirheyrir hermann vegna tilræðis Lögregla í Rússlandi yfirheyrir nú fyrrverandi sérsveitarmann í tengslum við morðtilraun á Anatolí Tsjúbaís, forstjóra rússneska ríkisolíufyrirtækisins og einum þekktasta umbótasinna Rússlands. Tsjúbaís slapp ómeiddur þegar árásarmenn sprengdu sprengju við hlið bifreiðar hans í gærmorgun og skutu úr sjálfvirkum rifflum á bílalestina hans. Erlent 13.10.2005 18:55
Rafmagnslaust á Austurlandi Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi undir morgun og er rafmagn meira og minna farið af í fjórðungnum. Þar er mikil ísing sem sligað hefur línur og ýmist slitið þær eða staurar hafa brotnað undan farginu. Starfsmaður RARIK á Egilsstöðum sagðist fyrir stundu ekki hafa við að taka við tilkynningum um rafmagnsleysi eða slitnar línur og brotna staura. Innlent 13.10.2005 18:55
Offita gæti bjargað velferðarkerfi Offita gæti komið velferðarkerfinu til bjargar. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að almannatryggingum og ellilífeyriskerfum sé borgið þar sem stór hluti offeits fólks deyi ungur og verði því ekki byrði á kerfinu. Erlent 13.10.2005 18:56
Rafmagn fór eystra vegna ísingar Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi vegna mikillar ísingar undir morgun og fór rafmagn víða af í fjórðungnum í kjölfar þess. Bálhvasst var á landinu í gærkvöld og voru björgunarsveitir víða um land kallaðar út. Innlent 13.10.2005 18:56
Málið ekki í höndum Auðuns Georgs "Málið er ekki í mínum höndum," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum. Innlent 18.3.2005 00:01
Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55
Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55
Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55
Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55
Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55
Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55
Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55
Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55