Fréttir Hafa áhyggjur af málum í Nepal Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins. Erlent 13.10.2005 18:55 Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:56 Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. Innlent 13.10.2005 18:56 Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. Innlent 13.10.2005 18:56 Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. Innlent 13.10.2005 18:56 Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56 Vill framkvæmdaáætlun til fimm ára Kristín Ingólfsdóttir prófessor var í gær kjörin rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún telur að styrkja þurfi fjárhag skólans og telur það best gert með því að deildir og stofnanir setji fram framkvæmdaáætlun til fimm ára. Innlent 13.10.2005 18:56 Actavis aðalbakhjarl Umhyggju Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu. Innlent 13.10.2005 18:56 Hrósar ekki sigri vegna dóms Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Innlent 13.10.2005 18:56 Hákon Eydal á sér ekki málsbætur Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu. Innlent 13.10.2005 18:56 Spá stórfjölgun flugfarþega Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórnarinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 18:56 Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra "Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Innlent 13.10.2005 18:56 Slepptu sænskum borgara úr haldi Minas al-Yousifi, sænsk-írökskum stjórnmálamanni sem rænt var í Bagdad í janúar, var sleppt úr höndum mannræningja í dag. Yousifi hafði snúið aftur til Íraks fyrir tveimur árum í kjölfar falls stjórnar Saddams Husseins, til þess að endurreisa flokk sinn, Kristinlega demókrata, en var rænt í byrjun árs af herdeild írakskra uppreisnarmanna. Erlent 13.10.2005 18:56 Enginn með viðlíka samning Enginn framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins er með viðlíka starfslokasamning og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þó er ein meginröksemdin fyrir samningnum að kjörin hafi átt að vera jafn góð og hjá starfsmönnum í svipuðum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:56 Listasafnið fær ellefu milljónir "Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Innlent 13.10.2005 18:56 Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56 Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56 Áfrýjun Mussolini vísað frá Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl. Erlent 13.10.2005 18:56 Undrandi á fræðimönnum Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu og segir hana rakalausan þvætting sem minni helst á áróður. Innlent 13.10.2005 18:56 Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55 Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55 Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55 Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55 Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55 Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55 Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55 Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55 « ‹ ›
Hafa áhyggjur af málum í Nepal Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins. Erlent 13.10.2005 18:55
Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:56
Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. Innlent 13.10.2005 18:56
Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. Innlent 13.10.2005 18:56
Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. Innlent 13.10.2005 18:56
Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56
Vill framkvæmdaáætlun til fimm ára Kristín Ingólfsdóttir prófessor var í gær kjörin rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún telur að styrkja þurfi fjárhag skólans og telur það best gert með því að deildir og stofnanir setji fram framkvæmdaáætlun til fimm ára. Innlent 13.10.2005 18:56
Actavis aðalbakhjarl Umhyggju Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu. Innlent 13.10.2005 18:56
Hrósar ekki sigri vegna dóms Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Innlent 13.10.2005 18:56
Hákon Eydal á sér ekki málsbætur Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu. Innlent 13.10.2005 18:56
Spá stórfjölgun flugfarþega Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórnarinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 18:56
Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra "Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Innlent 13.10.2005 18:56
Slepptu sænskum borgara úr haldi Minas al-Yousifi, sænsk-írökskum stjórnmálamanni sem rænt var í Bagdad í janúar, var sleppt úr höndum mannræningja í dag. Yousifi hafði snúið aftur til Íraks fyrir tveimur árum í kjölfar falls stjórnar Saddams Husseins, til þess að endurreisa flokk sinn, Kristinlega demókrata, en var rænt í byrjun árs af herdeild írakskra uppreisnarmanna. Erlent 13.10.2005 18:56
Enginn með viðlíka samning Enginn framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins er með viðlíka starfslokasamning og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þó er ein meginröksemdin fyrir samningnum að kjörin hafi átt að vera jafn góð og hjá starfsmönnum í svipuðum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:56
Listasafnið fær ellefu milljónir "Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Innlent 13.10.2005 18:56
Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56
Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56
Áfrýjun Mussolini vísað frá Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl. Erlent 13.10.2005 18:56
Undrandi á fræðimönnum Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu og segir hana rakalausan þvætting sem minni helst á áróður. Innlent 13.10.2005 18:56
Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55
Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55
Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55
Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55
Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55
Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55
Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55
Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55