Fréttir Ekki borgunarmaður skaðabóta Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Innlent 13.10.2005 18:56 Samið við framhaldsskólakennara Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. Innlent 13.10.2005 18:56 Ók á ljósastaur og slasaðist Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:56 Íraksstríði mótmælt í miðborginni Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim. Innlent 13.10.2005 18:56 Flýta stækkun flugstöðvar Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001. Innlent 13.10.2005 18:56 Tvær sjálfsmorðsárásir á hermenn Uppreisnarmenn í bænum Haditha í Írak gerðu tvær sjálfsmorðsárásir á bandaríska hermenn þegar þeir hugðust leita andspyrnumanna í bænum. Árásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp nærri eftirlitssveit á vegum Bandaríkjahers skömmu eftir að hún kom inn í bæinn og stuttu síðar sprengdi annar uppreisnarmaður sig í loft upp þegar hersveitin reyndi tryggja svæðið eftir fyrri árásina. Erlent 13.10.2005 18:56 Segir mörg brýn verkefni bíða Kristín Ingólfsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir mörg brýn verkefni bíða sín - en henni hafi vissulega fundist þetta hálfóraunverulegt þegar hún vaknaði í morgun. Innlent 13.10.2005 18:56 Wolfowitz býður fram sáttahönd Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 13.10.2005 18:55 Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. Innlent 13.10.2005 18:56 Mussolini ekki í framboði Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. Innlent 13.10.2005 18:56 Bush og Sharon funda í apríl Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 18:56 N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir. Erlent 13.10.2005 18:55 Seldu Íran og Kína stýriflaugar Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum <em>Financial Times</em>. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 18:56 Hraðlið verði viðbragðsfljótara Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Erlent 13.10.2005 18:56 Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56 Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56 Sagður hafa selt Saddam eiturgas Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi. Erlent 13.10.2005 18:56 Viðræður um varnarmál í apríl Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum þurfa að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl. Innlent 13.10.2005 18:56 Taka Brown fram yfir frumvarp Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra. Erlent 13.10.2005 18:56 Hömlulaus ærsl á Neverland Fyrrverandi húshjálp á búgarði Michaels Jacksons, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarðinn "unaðseyju Gosa" vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorðinna. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mátti að þau væru undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 18:56 Börn vöruð við ljósabekkjum Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. Innlent 13.10.2005 18:56 Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 voru vegna Landspítala háskólasjúkrahúsi, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Borgararéttur líklegur fyrir páska Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:56 Samráðið um svarta gullið Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri. Erlent 13.10.2005 18:56 Vilmundur endurkjörinn formaður SI Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára. Innlent 13.10.2005 18:56 Leyfileg fjöldaslagsmál Einu leyfilegu fjöldaslagsmálin á Íslandi fóru fram í gær á árvissum gangaslag Menntaskólans í Reykjavík. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma. Innlent 13.10.2005 18:56 Rafmagnstaurar kubbuðust í sundur Tugir rafmagnsstaura kubbuðust í sundur í veðurofsa á Austurlandi í morgun og fór rafmagn víða af. Tveir bílar skemmdust í Eiðaþinghá þegar staur féll á þá. Innlent 13.10.2005 18:56 Myrti hálfsystur sína í klíkuárás Fjórir menn á þrítugsaldri voru í dag sakfelldir fyrir að drepa tvær táningsstúlkur í Brimingham á Englandi á gamlárskvöld. Mennirnir munu hafa ekið fram hjá húsi þar sem haldin var teiti og látið látið kúlum rigna yfir gesti sem staddir voru fyrir utan húsið. Mennirnir eru taldir tilheyra glæpaklíku í Birmingham og er einn þeirra hálfbróðir annarrar stúlkunnar sem lést í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:56 Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra "Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 13.10.2005 18:56 « ‹ ›
Ekki borgunarmaður skaðabóta Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Innlent 13.10.2005 18:56
Samið við framhaldsskólakennara Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. Innlent 13.10.2005 18:56
Ók á ljósastaur og slasaðist Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:56
Íraksstríði mótmælt í miðborginni Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim. Innlent 13.10.2005 18:56
Flýta stækkun flugstöðvar Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001. Innlent 13.10.2005 18:56
Tvær sjálfsmorðsárásir á hermenn Uppreisnarmenn í bænum Haditha í Írak gerðu tvær sjálfsmorðsárásir á bandaríska hermenn þegar þeir hugðust leita andspyrnumanna í bænum. Árásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp nærri eftirlitssveit á vegum Bandaríkjahers skömmu eftir að hún kom inn í bæinn og stuttu síðar sprengdi annar uppreisnarmaður sig í loft upp þegar hersveitin reyndi tryggja svæðið eftir fyrri árásina. Erlent 13.10.2005 18:56
Segir mörg brýn verkefni bíða Kristín Ingólfsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir mörg brýn verkefni bíða sín - en henni hafi vissulega fundist þetta hálfóraunverulegt þegar hún vaknaði í morgun. Innlent 13.10.2005 18:56
Wolfowitz býður fram sáttahönd Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 13.10.2005 18:55
Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. Innlent 13.10.2005 18:56
Mussolini ekki í framboði Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. Innlent 13.10.2005 18:56
Bush og Sharon funda í apríl Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 18:56
N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir. Erlent 13.10.2005 18:55
Seldu Íran og Kína stýriflaugar Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum <em>Financial Times</em>. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 18:56
Hraðlið verði viðbragðsfljótara Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Erlent 13.10.2005 18:56
Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56
Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56
Sagður hafa selt Saddam eiturgas Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi. Erlent 13.10.2005 18:56
Viðræður um varnarmál í apríl Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum þurfa að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl. Innlent 13.10.2005 18:56
Taka Brown fram yfir frumvarp Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra. Erlent 13.10.2005 18:56
Hömlulaus ærsl á Neverland Fyrrverandi húshjálp á búgarði Michaels Jacksons, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarðinn "unaðseyju Gosa" vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorðinna. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mátti að þau væru undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 18:56
Börn vöruð við ljósabekkjum Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. Innlent 13.10.2005 18:56
Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 voru vegna Landspítala háskólasjúkrahúsi, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Borgararéttur líklegur fyrir páska Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:56
Samráðið um svarta gullið Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri. Erlent 13.10.2005 18:56
Vilmundur endurkjörinn formaður SI Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára. Innlent 13.10.2005 18:56
Leyfileg fjöldaslagsmál Einu leyfilegu fjöldaslagsmálin á Íslandi fóru fram í gær á árvissum gangaslag Menntaskólans í Reykjavík. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma. Innlent 13.10.2005 18:56
Rafmagnstaurar kubbuðust í sundur Tugir rafmagnsstaura kubbuðust í sundur í veðurofsa á Austurlandi í morgun og fór rafmagn víða af. Tveir bílar skemmdust í Eiðaþinghá þegar staur féll á þá. Innlent 13.10.2005 18:56
Myrti hálfsystur sína í klíkuárás Fjórir menn á þrítugsaldri voru í dag sakfelldir fyrir að drepa tvær táningsstúlkur í Brimingham á Englandi á gamlárskvöld. Mennirnir munu hafa ekið fram hjá húsi þar sem haldin var teiti og látið látið kúlum rigna yfir gesti sem staddir voru fyrir utan húsið. Mennirnir eru taldir tilheyra glæpaklíku í Birmingham og er einn þeirra hálfbróðir annarrar stúlkunnar sem lést í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:56
Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra "Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 13.10.2005 18:56