Fréttir

Fréttamynd

Fjölmenn mótmæli víða um heim

Það var ekki bara á Íslandi sem þess var minnst í dag að tvö ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Tímamótanna var minnst um allan heim og fjölmennust urðu mótmælin í þeim löndum sem eiga hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á stúlku í Vesturbænum

Ekið var á stúlkubarn á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur eftir hádegi í dag og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand hennar að sögn læknis þar stöðugt.

Innlent
Fréttamynd

Mikil vonbrigði

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það mikil vonbrigði að Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafi ekki náð kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabankans.

Innlent
Fréttamynd

Saka Sýrlendinga um tilræði

Stjórnarandstaðan í Líbanon sakar leyniþjónustu landsins, sem Sýrlendingar styðja, um bílsprengjutilræðið í hverfi kristinna í austurhluta Beirút í morgun. Ellefu særðust í sprengingunni en hún reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum blokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa

Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina.

Innlent
Fréttamynd

Eldflaugasmygl til Írans og Kína

Úkraínskir vopnasalar smygluðu átján eldflaugum sem geta borið kjarnaodda til Írans og Kína á meðan Leoníd Kútsjma gegndi forsetaembætti í Úkraínu. Enn syrtir í álinn fyrir forsetann fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Simonis segir af sér

Heide Simonis, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra norður-þýska sambandslandsins Slésvíkur-Holtsetalands síðustu tvö kjörtímabil, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihlutastuðning þingmanna á nýkjörnu þingi í Kiel.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagn komið á í þéttbýli

Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa áhyggjur af málum í Nepal

Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins.

Erlent
Fréttamynd

Langmest kvartað vegna Landspítala

Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólaloforð sýni örvæntingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill sameina bæi

Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Engar bætur fyrir varðhaldsvist

Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður.

Innlent
Fréttamynd

Fischer verður Íslendingur

Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vill framkvæmdaáætlun til fimm ára

Kristín Ingólfsdóttir prófessor var í gær kjörin rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún telur að styrkja þurfi fjárhag skólans og telur það best gert með því að deildir og stofnanir setji fram framkvæmdaáætlun til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Actavis aðalbakhjarl Umhyggju

Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar ekki sigri vegna dóms

Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal á sér ekki málsbætur

Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Spá stórfjölgun flugfarþega

Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórnarinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra

"Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára.

Innlent
Fréttamynd

Slepptu sænskum borgara úr haldi

Minas al-Yousifi, sænsk-írökskum stjórnmálamanni sem rænt var í Bagdad í janúar, var sleppt úr höndum mannræningja í dag. Yousifi hafði snúið aftur til Íraks fyrir tveimur árum í kjölfar falls stjórnar Saddams Husseins, til þess að endurreisa flokk sinn, Kristinlega demókrata, en var rænt í byrjun árs af herdeild írakskra uppreisnarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagn komið á á Egilsstöðum

Rafmagn er aftur komið á á Egilsstöðum og verið er að reyna að tengja á ný til Vopnafjarðar, Norðfjarðar og Berufjarðar, eftir að rafmagnslaust varð víða eystra í morgun vegna bilana í raflínum sem slitnuðu vegna ísingar. Viðgerðarmenn vinna við mjög erfiðar aðstæður, mikið hvassviðri og slyddu, en sums staðar hafa rafmagnsstaurar brotnað undan farginu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 ný störf

Hátt í 300 ný, bein störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur sem rætt er um að rísi á Húsavík og nágrenni verða að veruleika, að sögn formanns verkalýðsfélagsins. Bjartsýni ríkir á staðnum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Svíar fengu óvæntan glaðning

Um tíu þúsund Svíar fengu óvæntan glaðning inn á bankareikninga sína í vikunni þegar tölvuvilla olli því að ríkissjóður greiddi út sem nemur nærri tíu milljörðum íslenskra króna of mikið í vexti af spariskírteinum.

Erlent
Fréttamynd

Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Póstmenn samþykkja kjarasamning

Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sýrlandsher fari fyrir kosningar

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að allur herafli Sýrlendinga verði að vera farinn frá Líbanon í lok apríl þegar þingkosningar verða haldnar í landinu. Í yfirlýsingu frá Annan segir að kosningarnar verði að vera lausar við erlenda íhlutun og ekki sé rétt að fresta þeim. Annan tók sérstaklega fram að leyniþjónusta Sýrlendinga ætti að hverfa frá Líbanon á sama tíma og herlið landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ölvun og áflog í Dyflinni

Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Patreks, verndardýrlings landsins.

Erlent