Fréttir

Fréttamynd

Fischer strax á launaskrá?

Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra með skammbyssu

Varnarmálaráðherra Danmerkur var með skammbyssu í belti þegar hann heimsótti danska hermenn í Afganistan í síðustu viku. Mynd af ráðherranum með byssuna er birt á vefútgáfu Politiken í dag.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlit Vegagerðarinnar leggst af

Leyfiskerfi vegna vörubíla verður einfaldað, nái nýtt frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Hann kynnti frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga fyrir ríkisstjórn í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur upp á 3 milljónir

Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna.

Innlent
Fréttamynd

Jógúrt við andfýlu

Ef andfýlan er að drepa alla í kringum þig þá er hjálpin nær en margur heldur. Vísindamenn segja nú að hrein, sykurlaus jógúrt komi í veg fyrir bæði andfýlu, tannskemmdir og tannholdssjúkdóma.

Erlent
Fréttamynd

Spenna fer vaxandi í Kirgisistan

Ólga vex enn í fyrrum Sovétlýðveldinu Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar segjast berjast fyrir lýðræðisumbótum en Akayev forseti og talsmenn hans segja að glæpamenn séu að reyna að ná undirtökunum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Framboð Mussolini löglegt

Æðsti stjórnsýsludómstóll Ítalíu úrskurðaði á þriðjudag að framboð flokks Alessöndru Mussolini, barnabarns fastistaleiðtogans, í héraðskosningum í Lazio-héraði á Mið-Ítalíu væri löglegt, en kosningarnar fara fram 3.-4. apríl. Þar með sneri dómstóllinn við fyrri úrskurðum neðri dómstiga.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti dóminn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna.

Innlent
Fréttamynd

Brugðist við verðbólguógn

Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskættuð kona tæplega 110 ára

Guðrún Björg Björnsdóttir Johnson átti einungis eftir tvo mánuði í að ná 110 ára aldri þegar hún dó 1998. Guðrún Björg fæddist á Vopnafirði en flutti fjögurra ára gömul til Kanada. Tengdadóttir Guðrúnar segir lykilinn að löngum aldri að líkindum fólginn í því hve mjög hún elskaði börnin sín og þau hana.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjan útskrifuð

Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun Íslendinga vonbrigði

Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobby Fischers, stefnir að því að sækja Fischer til Japans fyrir helgi og vonast til að koma með hann hingað til lands á morgun eða um helgina. Fischer hefur áhyggjur af því að Bandaríkjamenn reyni að hefta ferð hans.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu samningar sinnar tegundar

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Schiavo fær að deyja

Nú sér fyrir endann á deilum vandamanna Terri Schiavo um hvort þessi heilaskaddaða kona fái að lifa eða deyja. Alríkisdómari hefur úrskurðað að ekki skuli hefja næringjargjöf á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

18 mánuðir fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi slagur í Keri

Slagur Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, við sameigendur sína í félaginu heldur áfram. Stjórn Festingar sem á og rekur meðal annars fasteignir félaga í eigu Kers ákvað á fundi sínum að auka hlutafé og var nýja hlutaféð selt einkahlutafélagi í eigu framkvæmdastjóra félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir 260 umsóknir hafa borist

Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á höfundalögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Jepparnir komnir niður á láglendi

Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Halldór gagnrýnir Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimdallur vill afnema fyrningu

Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Dómarinn gefur ekkert upp

Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan.

Erlent
Fréttamynd

Myrti níu og stytti sér svo aldur

Níu manns féllu fyrir hendi unglingspilts sem gekk berserkgang á verndarsvæði indíána áður en hann svipti sig lífi. Sjónarvottar segja að pilturinn hafi virst viti sínu fjær þegar hann framdi ódæðið.

Erlent
Fréttamynd

Minna fé til listaverkakaupa

Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna.

Innlent
Fréttamynd

Japanar munu íhuga lausn Fischers

Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sogaðist inn í kjötkvörn

Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska.

Erlent
Fréttamynd

244 kærur til Landlæknis

Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur.

Innlent