Fréttir

Fréttamynd

Vilja upplýsingar um starfslok

Fjármálaeftirlitið hefur krafið stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins um upplýsingar um starfslokasamning sem fyrruverandi stjórn sjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, þáverandi framkvæmdastjóra. Einnig er óskað upplýsinga um starfslok hans í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar.

Erlent
Fréttamynd

Schiavo-deilan tæplega risið hér

Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo.

Innlent
Fréttamynd

Framleiða friðsamlega kjarnorku

Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag.

Erlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmönnum þakkað fyrir

Verslun Nóatúns í JL húsinu við Hringbraut var opnuð í gær eftir brunann sem varð um miðjan desember. Þá eyðilagðist allt sem í búðinni var og ekki annað að gera en að byggja nýja verslun frá grunni. Er hún því ein sú glæsilegasta á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær

Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört.

Innlent
Fréttamynd

Hóta árásum á kirkjur

Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúa málsókn gegn ríkinu

Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Vopnasölubann í brennidepli

Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu.

Erlent
Fréttamynd

Samningar um Arnarnesháls

Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna.

Innlent
Fréttamynd

Myrti níu og stytti sér svo aldur

Níu manns féllu fyrir hendi unglingspilts sem gekk berserkgang á verndarsvæði indíána áður en hann svipti sig lífi. Sjónarvottar segja að pilturinn hafi virst viti sínu fjær þegar hann framdi ódæðið.

Erlent
Fréttamynd

Minna fé til listaverkakaupa

Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna.

Innlent
Fréttamynd

Japanar munu íhuga lausn Fischers

Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sogaðist inn í kjötkvörn

Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska.

Erlent
Fréttamynd

244 kærur til Landlæknis

Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppa í Eistlandi

Flokkarnir þrír, sem myndað hafa ríkisstjórnarmeirihlutann í Eistlandi síðustu tvö árin, sátu í gær að samningaviðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir að forsætisráðherrann Juhan Parts baðst óvænt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann á mánudag, í kjölfar þess að vantraustsyfirlýsing á dómsmálaráðherrann var samþykkt í þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Fæstir ofbeldismenn greiða bætur

Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur úr ríkissjóði hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyja fékk höfuðhögg

Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur sviknir um ágóðann

Innflytjendur og verslanir hafa nýtt sér sterka stöðu krónunnar til að hækka álagningu sína, að mati Neytendasamtakanna. Þetta geri þeir með því að halda verðinu að mestu óbreyttu þótt innkaupsverð lækki.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn að ljúka

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að verið sé að ljúka rannsókn og skýrslugerð í máli sjö lettneskra verkamanna sem teknir voru að ólöglegum störfum í Ólafsvík fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækkar vexti um 0,25%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með 29. mars n.k. í 9%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan í maí sl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísafjörður og Akureyri vinsæl

Ísafjörður og Akureyri eru vinsælustu áfangastaðirnir um páskana. Á báðum stöðum verður hægt að fara á skíði og skipulögð dagskrá verður í boði.

Innlent
Fréttamynd

10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið.

Innlent
Fréttamynd

Örfá atriði ófrágengin

"Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við.

Innlent
Fréttamynd

Von á frekari stríðsátökum?

Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum?

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur eftir níu ár í felum

Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir Skeljungsránið. Fyrrverandi eiginkona hans kom lögreglunni á sporið. Aðeins lítill hluti af sex milljóna króna ránsfeng hefur komist til skila.

Innlent