Fréttir

Fréttamynd

Nóttin róleg víðast hvar

Nóttin var róleg á flestum stöðum á landinu út frá sjónarhóli lögreglunnar. Í Reykjavík var að sögn varðstjóra nánast ekkert að gera þrátt fyrir töluverðan mannfjölda í miðbænum en skemmtistaðir voru opnir til klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka sökk í sandi

Ellefu ára stúlka sökk í sandi við Vesturvör 14 í Kópavogi í gær og tilkynntu foreldrar stúlkunnar málið til lögreglunnar. Á svæðinu þar sem stúlkan sökk er mikið magn af sandi sem sanddælingarskip hefur dælt upp úr sjónum og er hann því mjög blautur.

Innlent
Fréttamynd

Schröder gagnrýnir viðskiptamenn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, réðst að viðskipta- og athafnamönnum þar í landi í dag þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að stuðla að hinu slæma atvinnuástandi sem nú er í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar vegna fornleifafundar

Breyta þarf hönnun í kringum Nesstofu á Seltjarnarnesi eftir að stétt sem er við húsið fannst við fornleifauppgröft á svæðinu. Ýmsir smámunir hafa fundist við uppgröftinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni við páskavöku

Fjölmenni var við árlega páskavöku á Grenjaðarstað norður í Aðaldal sem hófst um miðnætti til að fagna upprisuhátíð frelsarans. Í 168 manna sókn mættu 120 og var fullt út úr dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Hvarf næstum sporlaust

Litlu mátti muna að 11 ára gömul stúlka í Kópavogi hyrfi sporlaust í fjörunni við Vesturvör í gær. Þar hefur myndast kviksyndi á uppfyllingarsvæði Björgunar.  

Innlent
Fréttamynd

Glasi hent í andlit manns

Maður slasaðist á skemmtistað í Keflavík í nótt þegar glasi var hent í andlit hans með þeim afleiðingum að það brotnaði og hlaut hann sár í framan. Mikið blæddi úr sárinu og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárinu.

Innlent
Fréttamynd

Hengdi listaverk upp í laumi

Breskur listamaður hefur í laumi hengt upp myndverk sín í sumum virtustu listasöfnum heims. Myndir hans fundist meðal annars á Louvre-safninu í París, Tate-galleríinu í London og Metropolitan-safninu í New York. Margar myndanna fela í sér gagnrýni á stríðsrekstur.

Erlent
Fréttamynd

Ástand mannsins stöðugt

Maður sem slasaðist alvarlega í slysi við Gufuskála seint í gær liggur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Fischer verði sviptur ríkisfanginu

Símon Wiesenthal stofnunin í Jerúsalem skorar í dag á íslensk stjórnvöld að svipta Bobby Fischer íslenskum ríkisborgararétti vegna andúðar hans á gyðingum og yfirlýsingum um að Helförin sé uppspuni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir Ísland halda uppteknum hætti að veita alræmdum gyðingahöturum hæli.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sinn sem páfi messar ekki

Jóhannes Páll páfi reyndi árangurslaust að ávarpa fjöldann við Vatíkanið í morgun. Í fyrsta sinn í 26 ár í embætti messaði páfi ekki á páskadag.

Erlent
Fréttamynd

Fáir á skíðum á Sauðárkróki

Skíðasvæðið á Sauðárkróki er opið í dag en þar er ágætisveður, fimm stiga hiti og nánast logn. Að sögn Viggós Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, hafa fáir verið á skíðasvæðinu um helgina þrátt fyrir ágætis skíðafæri.

Innlent
Fréttamynd

Kona í einangrun á Litla-Hrauni

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust og án þess að hafa brotið af sér í einangrun á Litla-Hrauni á miðvikudag. Fanginn hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur, sem afplána langa dóma, í auknum mæli fyrir austan.

Innlent
Fréttamynd

Frumkvöðull á meðal langtímafanga

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust í einangrun á Litla Hrauni á miðvikudag. Systir hennar segir dvölina á Hrauninu hafa verið kynnta fyrir fanganum með þeim orðum að hún væri „frumkvöðull“ í málefnum langtímafanga

Innlent
Fréttamynd

Danska lögreglan engu nær

Lögreglan í Kaupmannahöfn er engu nær um af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust við hliðina á ruslagámi í gærmorgun, þrátt fyrir fjölda vísbendinga frá íbúum á svæðinu. Talið er að líkamshlutarnir séu af karlmanni en beðið er niðurstöðu réttarmeinafræðinga.

Erlent
Fréttamynd

Lóðin a.m.k. fimm milljarða virði

Lóðin í Öskjuhlíð sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er að minnsta kosti fimm milljarða króna virði. 20-30 þúsund manns gætu starfað í Vatnsmýrinni á næstu árum þegar nýtt þekkingarþorp verður að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti slasaðan mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan mann sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af svokölluðu átthjóli við Gufuskála, nærri Ólafsvík, um sexleytið í kvöld. Fimm önnur ungmenni voru farþegar á hjólinu og slösuðust þau minna.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur tonn sprengiefna haldlögð

131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni.

Erlent
Fréttamynd

Vorfæri í Hlíðarfjalli

Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur. Nú er vorfæri og skíðamenn beðnir að fara varlega vegna þess að grunnt er á grjótið utan hefðbundinna skíðaleiða.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað af þaki Péturskirkjunnar

Karlmaður fór út á þak Péturskirkjunnar í Páfagarði í dag og hótaði að stökkva fram af. Heimildir herma að hann hafi sagst ekki láta verða af því ef Jóhannes Páll páfi myndi setja á laggirnar happadrætti til styrktar munaðarlausum börnum.

Erlent
Fréttamynd

Páskafrí grunnskólanna ekki stytt

Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. 

Innlent
Fréttamynd

Heilsa Rainiers fursta versnar enn

Heilsu Rainiers fursta af Mónakó hefur enn farið hrakandi í dag. Jóhannes Páll páfi, sem sjálfur hefur ekki varið varhluta af heilsubresti undanfarin misseri, er á meðal þeirra sem sent hafa furstanum baráttukveðjur í dag.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar Schiavo áfrýja ekki

Foreldrar Terri Schiavo, sem legið hefur heilasködduð í hálfgerðu dái í 15 ár, munu ekki áfrýja niðurstöðu dómara um að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Schiavo hefur nú verið án næringar í nokkra daga og henni hrakar sífellt.

Erlent
Fréttamynd

Trúnaðarpappírar á víðavangi

Skjalamöppur með nöfnum fólks sem hefur átt í útistöðum vegna meðlagsmála, faðernismála, skilnaðarmála og forsjármála lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við hús Sýslumannsins í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur Íslands svívirða

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, gagnrýndi harðlega stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak á blaðamannafundi í gær og sagði hann vera svívirðu. Varaformaður utanríkismálanefndar segir íslensk stjórnvöld standa vörð um opna lýðræðislega umræðu, þótt þau séu sjónarmiðum Fischers ósammála í grundvallaratriðum.

Innlent
Fréttamynd

Rainier fursti berst fyrir lífinu

Rainier fursti í Mónakó berst fyrir lífi sínu. Fyrr í mánuðinum var hann fluttur á sjúkrahús vegna sýkingar í lungum. Í gær var hann svo tengdur við öndunarvél vegna vandkvæða í hjarta og nýrum.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið rólegra í Kirgistan

Ástandið í Bishkek, höfuðborg Kirgistans, er nú sagt vera rólegra en síðustu sólarhringa. Glæpagengi hafa nýtt sér upplausnarástandið og gengið um ruplandi og rænandi. Sjálfboðaliðar, vopnaðir bareflum, aðstoðuðu lögreglu við að gæta verslana í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Ráðningin verði endurskoðuð

Alþjóðasamtök blaðamanna hafa lýst yfir fullum stuðningi við fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hafa hótað aðgerðum ef ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar, nýráðins fréttastjóra, verður ekki dregin til baka. Samtökin skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að endurskoða ráðninguna.

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til að opna neyðarútganga?

Tyrkneskur maður með finnskt ríkisfang var grunaður um að hafa reynt að opna neyðarútganga í flugvél Icelandair á leiðinni frá Stokkhólmi til Keflavíkur í gær. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók hann til yfirheyrslu þegar í ljós kom að átt hafði verið við hurðirnar aftast í vélinni.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðarritstjórinn telur fréttamenn hafa brotið siðareglur BÍ

Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, telur fréttamenn Stöðvar 2 hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með framgöngu sinni í fyrrakvöld þegar Bobby Fischer kom til landsins. Í leiðara Fréttablaðsins gagnrýnir Jón Kaldal framkomu þeirra fulltrúa Stöðvar 2 sem komu að beinni útsendingu frá viðburðinum, ekki síst þátt fréttastjóra Stöðvar 2.

Innlent