Fréttir

Fréttamynd

Piltur drepinn vegna hörundslitar

Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund.

Erlent
Fréttamynd

Lundúnabúar taka fram reiðhjólin

Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður.

Erlent
Fréttamynd

Réðst á Saddam

Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til.

Erlent
Fréttamynd

Tólf fíkniefnamál í Eyjum

Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. 

Innlent
Fréttamynd

Norræn innrás í danska háskóla

Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar.

Erlent
Fréttamynd

850 taldir af á Indlandi

Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur.

Erlent
Fréttamynd

Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu

Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær.

Erlent
Fréttamynd

Brúðarkjólar keyptir á Netinu

Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hugsanlega hafið

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu herstöðvum BNA lokað

Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Geimgangan gekk vel

<div class="sectionLargeLeadtext">Tveir úr áhöfn Discovery svifu út úr geimskutlunni þar sem hún var í 358 kílómetra hæð yfir Suðaustur-Asíu rétt fyrir hádegi í dag. </div>

Erlent
Fréttamynd

Enn hætta á frekari árásum

Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Hefði verið kyrrsett annars staðar

Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinist í Rússlandi

Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist.

Erlent
Fréttamynd

Geimganga Discovery-áhafnar hafin

Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir geimgöngu

Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Krani fór á hliðina á Sultartanga

Kranastjóri við Sultartanga á fótum sínum fjör að launa í gærkvöld þegar krani sem notaður var til að reisa stagmastur fór á hliðina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er verið að leggja nýja línu við Sultartanga og höfðu fjögur möstur verið reist daginn áður. Þegar vinna hófst í gærmorgun gáfu undirstöður hliðartjakka undan við fyrsta mastrið.

Innlent
Fréttamynd

Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum

Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að Skaftárhlaup hefjist

Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum.

Innlent
Fréttamynd

Frumburðir traustir en með ofnæmi

Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Óánægja með lóðaúthlutun

Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Greiðir 123 milljónir í skatt

Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

London: Allir fjórir handteknir

Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Áherslubreytingar hjá RÚV

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Munch-rán: Látinn laus

Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaakstrinum lokið

Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni.

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir í umsátrinu

Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Losaralegt ráðningarferli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal."

Innlent
Fréttamynd

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum.

Innlent