Fréttir

Fréttamynd

Þurr og sjarmalaus vonarstjarna

Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast árás á fimmtudag

Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Minna kynlíf fyrir þá sem hrjóta

Menn sem hrjóta njóta minna kynlífs en aðrir menn. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar.Þá sýna rannsóknir að þeir sem hrjóta mikið eiga fremur við risvandamál að stríða en aðrir menn.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 900 lík fundin á Indlandi

Úrhellisrigning hefur valdið mannskaða og tjóni í nágrenni Bombay á Indlandi undanfarna sólarhringa og í morgun gáfu yfirvöld út viðvörun. Björgunarsveitir hafa um helgina fundið yfir níu hundruð lík fólks sem farist hefur í vatnselgnum.

Erlent
Fréttamynd

Ferð Discovery lengist

Geimskutlan Discovery verður deginum lengur í geimferð sinni en til stóð en stjórnendur Geimferðastofnunarinnar NASA segja enga hættu steðja að henni þegar hún snýr aftur inn í gufuhvolfið og býst til lendingar. Sérfræðingar hafa þegar sagt að níutíu prósent yfirborðs skutlunnar séu í góðu lagi og er búist við því að á morgun verði þau tíu prósent sem eftir eru lýst í lagi líka.

Erlent
Fréttamynd

Átján fíkniefnamál í Eyjum

Átján fíkniefnamál hafa komið upp í Eyjum og hefur lögregla haldlagt mest af amfetamíni en einnig hafa fundist e-töflur og LSD auk kannabisefna.

Innlent
Fréttamynd

Athugasemdir teknar til greina

Forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa segir athugasemdir sérstakrar rannsóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði réttmætar og að þær hafi flestar þegar verið teknar til greina. Samgönguráðherra vill ekki segja orð um málið fyrr en á vinnudegi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikla vatnavexti að sjá

Ekki er mikla vatnavexti að sjá ennþá í Skaftárhlaupinu sem hófst í morgun, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Rennslið í ánni er nú um 270 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Íraksstríðið ástæðan

Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum.

Erlent
Fréttamynd

Í hvað fara peningarnir?

Hver einasti Íslendingur á aldrinum 16-70 ára sem er með meira en um átta hundruð þúsund krónur í árstekjur þarf að greiða 5.378 krónur í framkvæmdasjóð aldraðra um mánaðamótin. Reynslan af svona eyrnamerktum sköttum er misjöfn, svo spurt er: í hvað fara þessir peningar?

Innlent
Fréttamynd

Mikið fyllerí í borginni

Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu í nótt þrátt fyrir að fjölmargir höfuðborgarbúar séu á faraldsfæti annars staðar á landinu um helgina. Að sögn lögreglu var mikið fyllerí í miðborginni í nótt og mikið um útköll vegna drukkins fólks.

Innlent
Fréttamynd

London: Tengsl við Sádi-Arabíu

Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu.

Erlent
Fréttamynd

Sjö fórust í bílsprengingu

Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd.

Erlent
Fréttamynd

Skotin í eigin jarðarför

Það hlýtur að teljast til undantekninga að fólk sé skotið með byssu í eigin jarðarför. Hin fjörutíu og níu ára gamla barnfóstra, Clenilda da Silva, lenti þó í því á dögunum. Að sögn lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem da Silva var búsett, varð kista barnfóstrunnar fyrir skoti úr byssu glæpagengja sem áttu í átökum í næsta nágrenni við kirkjugarðinn.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar upplýsingar um atburðina

Átta árum eftir að Díana Bretaprinsessa týndi lífi í bílslysi í París eru komnar fram nýjar upplýsingar um atburði næturinnar þegar hún dó.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu fíkniefnamál á Akureyri

Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Má búast við öllu

Töluverðir vatnavextir eru nú í Skaftá en hlaup hófst í ánni í morgun. Svipað mikið er í Skáftárkötlum og í stóru hlaupunum árið 2000 og 2002 og því má búast við öllu, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Vinna í kjarnorkuverum hefst á ný

Írönsk stjórnvöld segja vinnslu í kjarnorkuverum hefjast á ný á morgun komi ekki nýjar tillögur frá Evrópusambandinu í millitíðinni. Fulltrúar sambandsins hafa átt í samningaviðræðum við Írana um að þeir hætti auðgun úrans, endurvinnslu geislavirks eldsneytis og því um líks, gegn því að þeim verði umbunað efnahagslega og pólitískt.

Erlent
Fréttamynd

Amenningsgarður á þaki Magasíns

Íslenskir eigendur Magasíns í Danmörku hafa blásið nýju lífi í hugmyndir um almenningsgarð á þaki verslunarinnar. Á þrjú þúsund fermetra þakinu á að verða hægt að skella sér á skíði, í sólbað eða í bíó.

Innlent
Fréttamynd

Danmörk: Grunaðir um hópnauðgun

Þrír menn eru í haldi dönsku lögreglunnar, grunaðir um hópnauðgun á 25 ára gamalli konu. Atburðurinn á að hafa átt sér stað aðfararnótt laugardags í bænum Næstved á Suður-Sjálandi.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á bílalest Chalabi

Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Herskipi sökkt við Ástralíu

Gusugangur og sprengingar mörkuðu tilurð nýjustu ferðamannagildru Ástrala í morgun. Þá varð gömlu herskipi sökkt skammt frá ströndum Queensland en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir kafara. Búist er við að tíu þúsund kafarar svamli þarna árlega.

Erlent
Fréttamynd

30 grömm fundust við húsleit

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun karlmann á nítjánda ári. Hann hafði verið grunaður um fíkniefnasölu um hríð og var í morgun gerð húsleit hjá honum. Þar fundust þrjátíu grömm af eiturlyfjum: amfetamíni, kókaíni og hassi.

Innlent
Fréttamynd

Spennan vex

Spennan vex fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem ríkisstjórn Ariels Sharons býr sig undir átök og mótmæli vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Ísraelsmanna frá Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Varnarliðsmenn skemmi leigubílana

Leigubílstjórar á Suðurnesjum íhuga að hætta að þjónusta varnarliðsmenn á kvöldin og um helgar. Það hefur færst í aukana að þeir beri á sér ýmis vopn þegar þeir fara út að skemmta sér. Dæmi eru um að leigubílar séu skemmdir og lausum munum stolið.

Innlent
Fréttamynd

Halldór á Íslendingaslóðum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gladdi í gær íbúa bæjarins Mountain í Norður-Dakóta ríki með nærveru sinni. Hann var þar í opinberri heimsókn. Hann fagnaði því með íbúum bæjarins, sem eru um hundrað, að 131 ár er liðið frá því að Íslendingar hófu undirbúning að aðskilnaði frá Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá. Sverrir Elefsen hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir allt útlit fyrir að hlaupvatn sé að koma fram við Sveinstind.

Innlent
Fréttamynd

Brúðarkjólar keyptir á Netinu

Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hugsanlega hafið

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti.

Innlent