Fréttir Óttast um afdrif manns Lögreglan í Reykjavík kallaði út björgunarsveitir upp úr miðnætti þar sem óttast var um mann sem hafði sjósett smábát á Seltjarnarnesi fyrr um kvöldið og ekki sést síðan. Bíll hans og tómur bátavagn stóðu í fjöruborðinu og ekki náðist neitt samband við manninn. Innlent 13.10.2005 19:37 Hringferðinni lýkur í dag Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem lögðu gangandi af stað hringveginn 20. júní síðastliðinn loka hringnum við Rauðavatn klukkan hálf fjögur í dag. Innlent 13.10.2005 19:37 Biður Hreim afsökunar Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig. Innlent 13.10.2005 19:37 Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla. Erlent 13.10.2005 19:37 Saklaus eftir 26 ára fangelsisvist Luiz Diaz, Bandaríkjamanni af kúbönskum uppruna, var í gær sleppt úr fangelsi eftir 26 ára dvöl þar. Diaz hafði verið dæmdur fyrir fjölda nauðgana en nýjar DNA-rannsóknir sýndu að hann var saklaus. Þrjátíu vinir og ættingjar stóðu upp og klöppuðu eftir að dómarinn lýsti Diaz frjálsan mann. Erlent 13.10.2005 19:37 Svala á leið til lands Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:37 Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Brottflutningnum mótmælt Andstæðingar fyrirhugaðs brottflutnings Ísraela frá Gaza mótmæltu harðlega stefnu stjórnvalda í bænum Sderot í gær. Aðeins eru tvær vikur þar til brottflutningur á að hefjast og munu yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín. Erlent 13.10.2005 19:37 Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu. Innlent 13.10.2005 19:37 Vélin varð líklega fyrir eldingu Tuttugu og tveir slösuðust, þó enginn alvarlega, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð í Toronto í Kanda í gærkvöld. Talið er að eldingu hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni. 309 manns voru um borð og þykir ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Erlent 13.10.2005 19:37 Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37 Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37 Skaftárhlaupið í rénun Skaftárhlaupið sem hófst fyrir helgi náði hámarki í byggð í gær og er nú í rénun. Það var heldur meira en síðasta hlaup árið 2003 en of lítið til þess að það hafi getað komið úr báðum Skaftárkötlunum. Innlent 13.10.2005 19:37 Netþjónusta fyrir ríkisstofnanir Rekstrarsvið TM Software, Skyggnir og Ríkiskaup hafa gert með sér rammasamning um hýsingar- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög í internetþjónustu og vörum sem tengjast almennri hýsingarþjónustu. Innlent 17.10.2005 23:42 A-dúr hjá Brimkló og Beethoven Ólafur hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni en hann hefur verið bassaleikari í fjölmörgum hljómsveitum og nægir þar að nefna Sóldögg, Galileó og svo lék hann á tímabili í hljómsveit Páls Rósinkrans. Hann er einnig lærður kokkur. "Ég varð þó fljótlega að leggja pönnuna á hylluna þar sem fiski- og ölgersofnæmi voru mér til trafala á þeim vettvangi en ég er nú eiginlega bara þakklátur fyrir að svo fór, núna þegar ég lít til baka," segir Ólafur. Innlent 13.10.2005 19:37 Þyrlan tekur þátt í leitinni Leit sem hófst í gærkvöldi að erlendum ferðamanni, sem saknað er á Laugaveginum svonefnda á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, hefur enn engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað í morgun til að aðstoða hátt í hundrað manna hóp björgunarmanna. Innlent 13.10.2005 19:37 Dýraverndunarstarf um allan heim Á Skólavörðustígnum geta gestir og gangandi næstu dagana skoðað myndir af dýraverndunarstarfi hvaðanæva úr heiminum. Það eru dýraverndunarsamtökin IFAW sem standa að sýningunni þar sem getur að líta myndir af starfi samtakanna um heim allan. Innlent 13.10.2005 19:37 Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir. Erlent 13.10.2005 19:37 Vonskuveður olli flugslysi Mikill regnstormur með þrumum og eldingum er talinn hafa orðið til þess að farþegaþota Air France rann út af flugbraut í Toronto í Kanada í fyrrakvöld. 309 farþegum og áhöfn tókst naumlega að komast frá borði áður en mikill eldur blossaði upp í þotunni. Erlent 13.10.2005 19:37 Heill á húfi allan tímann Víðtækri leit að erlendum ferðamanni var hætt um hádegisbilið í dag eftir að upplýsingar bárust um að hann væri heill á húfi. Hann lagði upp frá Hrafntinnuskeri í gærmorgun og ætlaði að ganga að Álftavatni en skilaði sér aldrei þangað. Innlent 13.10.2005 19:37 Önnur geimganga Discovery-áhafnar Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery eru í geimgöngu sem stendur og liggur leið þeirra undir ferjuna þar sem þeir verða að finna einhverja leið til að gera við hana. Erlent 13.10.2005 19:37 Hlaup kom úr vestra katli Enn rénar í Skaftárhlaupi en það náði hámarki sínu í fyrradagsmorgun þegar rennsli hennar komst í 720 rúmmetra á sekúndu. Vatnamælingum hefur verið hætt uppi við Sveinstind en rennsli Skaftár þar sem hún rennur við Kirkjubæjarklaustur mældist 113 rúmmetrar á sekúndu í gær. Innlent 13.10.2005 19:37 Ósáttir farþegar skrifa og hringja Íbúar í Breiðholti og Árbæ virðast ósáttastir við nýtt leiðakerfi Strætó bs. ef marka má fjölda kvartana og fyrirspurna sem berast til þjónustuvers. Framkvæmdastjórinn segir fjölmörg erindi hafa borist eftir að breytingarnar tóku gildi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:37 Óeirðir í Súdan Óeirðir hafa breiðst út í Khartoum, höfuðborg Súdan, eftir að varaforseti landsins, John Garang, lést þegar þyrla hans hrapaði á mánudaginn. Fréttavefur BBC segir að 84 hafi látist og yfir 800 hafi særst í átökunum, sem eru þau mestu í landinu um árabil. Erlent 13.10.2005 19:37 Óvenju votviðrasamt og sólríkt Júlímánuður var bæði óvenju votviðrasamur og sólríkur og víða hlýrri en í meðalári samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. 197 sólskinsstundir mældust í Reykjavík sem er 27 stundum yfir meðallagi og 203 á Akureyri sem er 45 stundir umfram meðallag. Innlent 13.10.2005 19:37 Áróður og eftirlit skilar árangri Engin banaslys né alvarleg slys urðu í umferðinni um verslunarmannahelgina og eru talsmenn Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra ánægðir með umferðina. Þó var talsvert um ofsa- og ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 19:37 Viðræður í þrot Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar sem átt hefur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuáætlun Kóreumanna sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu gert allt sem þeir gætu til að sannfæra yfirvöld í Norður-Kóreu um að afvopnast. Erlent 13.10.2005 19:37 Segist ekkert muna eftir börnunum Móðirin sem talin er hafa myrt níu kornabörn sín í Þýskalandi segist ekkert muna eftir börnunum. Hún hafi verið dauðadrukkin þegar þau fæddust í heimahúsi. Erlent 13.10.2005 19:37 Ungbarnagrautur tekinn úr umferð Ungbarnagrautur með yfir helmings markaðshlutdeild var tekinn úr umferð vegna þess að hann uppfyllti ekki evrópsk skilyrði. Misræmið kom bæði hinu opinbera og heildsalanum í opna skjöldu. Innlent 13.10.2005 19:37 Freista þess að bjarga skútunni Hafbjörg, björgunarskip Landsbjargar frá Neskaupstað, fór á svæðið djúpt suðaustur af landinu þar sem skútan Svala var þegar áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrrinótt. Áhöfnin á Hafbjörgu ætlar að freista þess að bjarga skútunni sem er eitt af flaggskipum íslenska skútuflotans. Innlent 13.10.2005 19:37 « ‹ ›
Óttast um afdrif manns Lögreglan í Reykjavík kallaði út björgunarsveitir upp úr miðnætti þar sem óttast var um mann sem hafði sjósett smábát á Seltjarnarnesi fyrr um kvöldið og ekki sést síðan. Bíll hans og tómur bátavagn stóðu í fjöruborðinu og ekki náðist neitt samband við manninn. Innlent 13.10.2005 19:37
Hringferðinni lýkur í dag Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem lögðu gangandi af stað hringveginn 20. júní síðastliðinn loka hringnum við Rauðavatn klukkan hálf fjögur í dag. Innlent 13.10.2005 19:37
Biður Hreim afsökunar Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig. Innlent 13.10.2005 19:37
Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla. Erlent 13.10.2005 19:37
Saklaus eftir 26 ára fangelsisvist Luiz Diaz, Bandaríkjamanni af kúbönskum uppruna, var í gær sleppt úr fangelsi eftir 26 ára dvöl þar. Diaz hafði verið dæmdur fyrir fjölda nauðgana en nýjar DNA-rannsóknir sýndu að hann var saklaus. Þrjátíu vinir og ættingjar stóðu upp og klöppuðu eftir að dómarinn lýsti Diaz frjálsan mann. Erlent 13.10.2005 19:37
Svala á leið til lands Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:37
Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Brottflutningnum mótmælt Andstæðingar fyrirhugaðs brottflutnings Ísraela frá Gaza mótmæltu harðlega stefnu stjórnvalda í bænum Sderot í gær. Aðeins eru tvær vikur þar til brottflutningur á að hefjast og munu yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín. Erlent 13.10.2005 19:37
Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu. Innlent 13.10.2005 19:37
Vélin varð líklega fyrir eldingu Tuttugu og tveir slösuðust, þó enginn alvarlega, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð í Toronto í Kanda í gærkvöld. Talið er að eldingu hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni. 309 manns voru um borð og þykir ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Erlent 13.10.2005 19:37
Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37
Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37
Skaftárhlaupið í rénun Skaftárhlaupið sem hófst fyrir helgi náði hámarki í byggð í gær og er nú í rénun. Það var heldur meira en síðasta hlaup árið 2003 en of lítið til þess að það hafi getað komið úr báðum Skaftárkötlunum. Innlent 13.10.2005 19:37
Netþjónusta fyrir ríkisstofnanir Rekstrarsvið TM Software, Skyggnir og Ríkiskaup hafa gert með sér rammasamning um hýsingar- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög í internetþjónustu og vörum sem tengjast almennri hýsingarþjónustu. Innlent 17.10.2005 23:42
A-dúr hjá Brimkló og Beethoven Ólafur hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni en hann hefur verið bassaleikari í fjölmörgum hljómsveitum og nægir þar að nefna Sóldögg, Galileó og svo lék hann á tímabili í hljómsveit Páls Rósinkrans. Hann er einnig lærður kokkur. "Ég varð þó fljótlega að leggja pönnuna á hylluna þar sem fiski- og ölgersofnæmi voru mér til trafala á þeim vettvangi en ég er nú eiginlega bara þakklátur fyrir að svo fór, núna þegar ég lít til baka," segir Ólafur. Innlent 13.10.2005 19:37
Þyrlan tekur þátt í leitinni Leit sem hófst í gærkvöldi að erlendum ferðamanni, sem saknað er á Laugaveginum svonefnda á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, hefur enn engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað í morgun til að aðstoða hátt í hundrað manna hóp björgunarmanna. Innlent 13.10.2005 19:37
Dýraverndunarstarf um allan heim Á Skólavörðustígnum geta gestir og gangandi næstu dagana skoðað myndir af dýraverndunarstarfi hvaðanæva úr heiminum. Það eru dýraverndunarsamtökin IFAW sem standa að sýningunni þar sem getur að líta myndir af starfi samtakanna um heim allan. Innlent 13.10.2005 19:37
Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir. Erlent 13.10.2005 19:37
Vonskuveður olli flugslysi Mikill regnstormur með þrumum og eldingum er talinn hafa orðið til þess að farþegaþota Air France rann út af flugbraut í Toronto í Kanada í fyrrakvöld. 309 farþegum og áhöfn tókst naumlega að komast frá borði áður en mikill eldur blossaði upp í þotunni. Erlent 13.10.2005 19:37
Heill á húfi allan tímann Víðtækri leit að erlendum ferðamanni var hætt um hádegisbilið í dag eftir að upplýsingar bárust um að hann væri heill á húfi. Hann lagði upp frá Hrafntinnuskeri í gærmorgun og ætlaði að ganga að Álftavatni en skilaði sér aldrei þangað. Innlent 13.10.2005 19:37
Önnur geimganga Discovery-áhafnar Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery eru í geimgöngu sem stendur og liggur leið þeirra undir ferjuna þar sem þeir verða að finna einhverja leið til að gera við hana. Erlent 13.10.2005 19:37
Hlaup kom úr vestra katli Enn rénar í Skaftárhlaupi en það náði hámarki sínu í fyrradagsmorgun þegar rennsli hennar komst í 720 rúmmetra á sekúndu. Vatnamælingum hefur verið hætt uppi við Sveinstind en rennsli Skaftár þar sem hún rennur við Kirkjubæjarklaustur mældist 113 rúmmetrar á sekúndu í gær. Innlent 13.10.2005 19:37
Ósáttir farþegar skrifa og hringja Íbúar í Breiðholti og Árbæ virðast ósáttastir við nýtt leiðakerfi Strætó bs. ef marka má fjölda kvartana og fyrirspurna sem berast til þjónustuvers. Framkvæmdastjórinn segir fjölmörg erindi hafa borist eftir að breytingarnar tóku gildi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:37
Óeirðir í Súdan Óeirðir hafa breiðst út í Khartoum, höfuðborg Súdan, eftir að varaforseti landsins, John Garang, lést þegar þyrla hans hrapaði á mánudaginn. Fréttavefur BBC segir að 84 hafi látist og yfir 800 hafi særst í átökunum, sem eru þau mestu í landinu um árabil. Erlent 13.10.2005 19:37
Óvenju votviðrasamt og sólríkt Júlímánuður var bæði óvenju votviðrasamur og sólríkur og víða hlýrri en í meðalári samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. 197 sólskinsstundir mældust í Reykjavík sem er 27 stundum yfir meðallagi og 203 á Akureyri sem er 45 stundir umfram meðallag. Innlent 13.10.2005 19:37
Áróður og eftirlit skilar árangri Engin banaslys né alvarleg slys urðu í umferðinni um verslunarmannahelgina og eru talsmenn Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra ánægðir með umferðina. Þó var talsvert um ofsa- og ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 19:37
Viðræður í þrot Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar sem átt hefur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuáætlun Kóreumanna sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu gert allt sem þeir gætu til að sannfæra yfirvöld í Norður-Kóreu um að afvopnast. Erlent 13.10.2005 19:37
Segist ekkert muna eftir börnunum Móðirin sem talin er hafa myrt níu kornabörn sín í Þýskalandi segist ekkert muna eftir börnunum. Hún hafi verið dauðadrukkin þegar þau fæddust í heimahúsi. Erlent 13.10.2005 19:37
Ungbarnagrautur tekinn úr umferð Ungbarnagrautur með yfir helmings markaðshlutdeild var tekinn úr umferð vegna þess að hann uppfyllti ekki evrópsk skilyrði. Misræmið kom bæði hinu opinbera og heildsalanum í opna skjöldu. Innlent 13.10.2005 19:37
Freista þess að bjarga skútunni Hafbjörg, björgunarskip Landsbjargar frá Neskaupstað, fór á svæðið djúpt suðaustur af landinu þar sem skútan Svala var þegar áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrrinótt. Áhöfnin á Hafbjörgu ætlar að freista þess að bjarga skútunni sem er eitt af flaggskipum íslenska skútuflotans. Innlent 13.10.2005 19:37