Innlent

Dýraverndunarstarf um allan heim

Á Skólavörðustígnum geta gestir og gangandi næstu dagana skoðað myndir af dýraverndunarstarfi hvaðanæva úr heiminum. Sýningin, sem haldin er á Skólavörðustíg 22, hófst klukkan tíu í morgun. Það eru dýraverndunarsamtökin IFAW sem standa að sýningunni, þar sem getur að líta myndir af starfi samtakanna um heim allan. Meðal þess sem samtökin berjast fyrir er að stöðva iðnaðarhvalveiðar í heiminum og byggja þess í stað upp viðamikla hvalaskoðunarþjónustu á þeim stöðum þar sem slíkar hvalveiðar hafa verið stundaðar. Þá hafa samtökin um áratuga skeið unnið að því að draga úr drápi á villtum dýrum, vernda búsvæði þeirra og sjá til þess að dýr í útrýmingarhættu séu látin í friði. Á sýningunni má sjá einstakar myndir af samspili dýra og náttúru og eins villtra dýra og manna. Sýningunni lýkur eftir tvær vikur, miðvikudaginn 17. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×