Innlent

Hlaup kom úr vestra katli

Enn rénar í Skaftárhlaupi en það náði hámarki sínu í fyrradagsmorgun þegar rennsli hennar komst í 720 rúmmetra á sekúndu. Vatnamælingum hefur verið hætt uppi við Sveinstind en rennsli Skaftár þar sem hún rennur við Kirkjubæjarklaustur mældist 113 rúmmetrar á sekúndu í gær. Sverrir Óskar Elefsen segir að Ómar Ragnarson hafi flogið yfir Vatnajökul í gær og komist að því að hlaupið kæmi úr vestari katli, en þá hafði ekki tekist að fljúga yfir jökulinn frá því hlaup hófst um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×