Fréttir

Fréttamynd

Gistinóttum fjölgar um 8 prósent

Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um átta prósent frá því í júní í fyrra og urðu nær 122 á landinu öllu. Hlutfallslega varð aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en í þessum landshlutum fjölgaði þeim um rösklega tvö þúsund. Þeim fjölgaði hins vegar um rúmlega átta þúsund í Reykjavík þótt prósentuhækkunin sé lægri en á fyrrnefndu svæðunum. Á Austurlandi fjölgaði þeim um þrjú prósent en gistinóttum í júní fækkaði hins vegar um fjögur prósent á Norðurlandi og um ellefu prósent á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu notkun björgunarstóls

Áhöfn varðskipsins Týs hélt á dögunum björgunarstólsæfingu við Sveinseyri á Dýrafirði. Að sögn Thorbens J. Lund yfirstýrimanns tókst æfingin mjög vel og björguðust allir í land nema skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson, sem yfirgefur að sjálfsögðu aldrei skip sitt enda tryggur gæslumaður.

Innlent
Fréttamynd

Hótar frekari hryðjuverkum

Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað.

Erlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri KEA hættur

Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur sagt starfi sínu lausu þar sem stjórn félagsins samþykkti ekki að hann færi í fæðingarorlof. Andri og kona hans eiga von á tvíburum auk þess sem þau eiga fyrir fjögur börn undir níu ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Sveitasamfélag í borginni

Búið er í sjötíu og fimm íbúðum og húsum í Norðlingaholti en íbúum fer ört vaxandi. Blaðamaður tók hús á nokkrum þeirra og kannaði aðstæður og viðhorf frumbyggja í þessu nýja samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Skattar lækka um tvö prósent

Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun gistinátta í júní

Fjöldi gistinátta á íslenskum hótelum jókst í júní síðastliðnum um átta prósent frá síðasta ári og fjölgaði þeim alls staðar nema á norður- og suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hörð viðurlög við sprengjuhótunum

Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slasaðir sjómenn sóttir

Tveir sjómenn slösuðust við störf sín í gær og hafa því þrír sjómenn slasast alvarlega í vikunni. Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal sóttu annan sjómanninn á hjólabáti út í fiskibát undan ströndinni og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn um borð í togarann Akureyrina vestur á Halamið í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Orlof sé fyrir almenna starfsmenn

Framkvæmdastjóri KEA hefur sagt starfi sínu lausu. Hann bað um að fá að fara í fæðingarorlof en stjórn KEA var því mótfallin. Stjórnarformaður KEA telur að lög um fæðingarorlof hafi fyrst og fremst verið sett til að tryggja réttarstöðu almennra starfsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rangt að reyna lendingu?

Átti flugstjóri vélar Air France sem brotlenti í Toronto að reyna að lenda þegar ljóst var hvernig veðrið væri? Það er spurningin sem rannsóknarmenn reyna að svara.

Erlent
Fréttamynd

Skrifað undir kaupsamning Símans

Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í dag kaupsamning fyrir hönd íslenska ríkisins við Skipti ehf. um kaup Skipta á 98,8 prósenta hlut ríkisins í Símanum. Kaupsamningurinn er gerður á grundvelli tilboðs sem Skipti ehf. gerðu í hlutabréf ríkisins í Símanum þann 28. júlí síðastliðinn, en það hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna og var hæst þriggja tilboða sem bárust í eignarhlut ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Portúgal

Yfir 1600 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda á 20 stöðum í Portúgal en miklir þurrkar hafa verið í landinu að undanförnu. Á að minnsta kosti tveimur stöðum eru heimili í hættu vegna eldanna. Alls eru um 450 slökkviliðsbílar notaðir og yfir 20 þyrlur og flugvélar í björgunarstarfinu.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir og Svisslendingar deila

Tyrkir hafa hætt við að bjóða Joseph Deiss, ráðherra efnahagsmála í Sviss, í opinbera heimsókn til Tyrklands, en missætti hefur lengi ríkt milli landanna tveggja.

Erlent
Fréttamynd

Allir bæir á Vestfjörðum fá kvóta

Siglufjörður, Súðavík og Stykkishólmur fá mestan byggðakvóta í ár, eða 210 tonn hvert sveitarfélag. Á Vestfjörðum fá öll sveitarfélög úthlutað kvóta. Mest fær Súðavík 210 tonn og þar á eftir koma Bíldudalur og Ísafjörður með 140 tonn. Á Austfjörðum fær Breiðdalshreppur rúm 160 tonn og Raufarhafnarhreppur fær 95 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensu vart víðar í Rússlandi

Fuglaflensa virðist nú breiðast um héruð Rússlands, en í dag tilkynntu yfirvöld að hún hefði greinst í tveimur héruðum til viðbótar við þau þrjú þar sem vitað var af veikinni. Þó hefur afbrigði veikinnar, sem borist getur í menn og hefur dregið 50 manns í Asíu til dauða á síðustu tveimur árum, aðeins fundist í einu héraði en í hinum fjórum héruðunum er um önnur afbrigði að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur látnir lausir

Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verkfall á Ljósanótt

Starfsmannafélag Suðurnesja fer ekki í verkfall í þessum mánuði og því verða áreiðanlega ljós á Ljósanótt í ár. Starfsmannafélagið vill leiðréttingar á nýju starfsmati sem gildir í kjarasamningi félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukin úrræði fyrir ráðherra

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vill að völd heimavarnaráðherra landsins verði aukin. Þetta kemur í kjölfar hótana eins æðsta yfirmanns al-Qaida samtakanna um frekari hryðjuverkaárásir á London. Blair vill að heimavarnaráðherrann fái aukin völd til að vísa erlendum mönnum, sem ekki eru taldir vinna að þjóðarhag, úr landi. Blair mun halda fréttamannafund í dag um málið áður en hann heldur i sumarfrí.

Erlent
Fréttamynd

Braut hryggjarlið á torfæruhjóli

Ungur maður skaddaðist á hrygg þegar hann féll af torfæruhjóli sínu þar sem hann var á æfingabraut við Selvatn skammt frá Grindavíkurvegi um níuleytið í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að einn hryggjarliður var brotinn en ekki hafa frekari upplýsingar fengist um málið.

Innlent
Fréttamynd

Snúið af leið vegna hættu

Ísraelsk yfirvöld skipuðu í dag fjórum skemmtiferðaskipum á leið til Tyrklands að snúa af leið af öryggisástæðum. Skipin voru öll á leið til hafnarinnar Alanya í Tyrklandi en samkvæmt ísraelsku útvarpi er bárust yfirvöldum vísbendingar um einhvers konar hættu þar og því var ákveðið að stefna skipunum annað, en alls eru um 3500 Ísraelar í skipunum fjórum.

Erlent
Fréttamynd

Fólin eykur fæðingarþyngd

Inntaka fólínsýru á meðgöngu dregur úr hættunni á of lágri fæðingarþyngd, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í breska næringarfræðiblaðinu.

Erlent
Fréttamynd

Býst við auknum hrossaútflutningi

Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur.

Innlent
Fréttamynd

Samið um uppbyggingu safns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, undirrituðu í dag samning milli menntamálaráðuneytisins og Félags áhugamanna um minjasafn, fyrir hönd Síldarminjasafnsins á Siglufirði, um aðstoð við uppbyggingu Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin vegna sprengjuhótunar

Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 100 þúsund matarskammtar

Fiskverkendur á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á margvíslega fiskrétti á fiskideginum mikla sem haldinn er í dag. Fjöldi fólks var þegar mættur í bæinn í gær og því má búast við fjölmenni á fiskideginum mikla nú líkt og fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Háspennulína sörguð í sundur

Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar teknir í kennslustund

Tuttugu nemendur hafa þegar verið innritaðir í nýja skólann í Norðlingaholti sem tekur til starfa í haust. Sif Vígþórsdóttir skólastýra gerir þó ráð fyrir að sextíu börn nemi við skólan á fyrstu önn.

Innlent
Fréttamynd

Mikið af kókaínleifum í Pó

Undrun sætir hversu mikið af kókaínleifum er í ánni Pó á Ítalíu. Vísindamenn hafa kannað vatnið í ánni og mælt efni sem finnst í þvagi þeirra sem neyta kókaíns. Niðurstöðurnar benda til þess að þær fimm milljónir íbúa sem búa á svæðinu neyti fjörutíu þúsund kókaínskammta dag hvern, sem er miklum mun meira en áður hefur verið talið.

Erlent