Fréttir Netanyahu segir sig úr ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, sagði sig í dag úr ríkisstjórn Ariels Sharons vegna andstöðu sinnar við fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Netanyahu að hann gæti ekki átt aðild að svo óábyrgri ákvörðun og að hún myndi skaða öryggi Ísraela. Erlent 13.10.2005 19:38 Aukin þjónusta á Vísi Vefmiðillinn <em>Vísir</em> er nú farinn að bjóða upp á gagnvirkt sjónvarpsefni og beinar útsendingar frá viðburðum á Netinu í stafrænum gæðum í gegnum VefTV. Í tilkynningu frá 365 miðlum segir að nú þegar séu um 300 þættir og kvikmyndir í boði fyrir neytendur ásamt fréttum, fréttatengdu efni og kappleikjum í beinni útsendingu. Innlent 13.10.2005 19:38 Björguðust úr eldsvoða Sex björguðust þegar eldur kom upp í veiðihúsi við Geirlandsá á fjórða tímanum í fyrrinótt. Var mildi að lögreglumenn voru í grenndinni og voru fljótir á vettvang en fólkið vaknaði við reykskynjara og flýttu sér út klæðalítil. Innlent 13.10.2005 19:38 Kafbátasjómönnum bjargað Áhöfn rússneska smákafbátsins AS-28 var bjargað í gær. Kafbáturinn hafði legið á 190 metra dýpi í þrjá daga. Skipstjóri kafbátsins sagði sér líða ágætlega þegar hann var kominn í land. Erlent 13.10.2005 19:38 Fórnarlamba flugslyss minnst Nokkur fjöldi var saman kominn á Ægisíðu í kvöld þar sem afhjúpaðu var minnisvarði um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirð, en nú eru fimm ár liðin frá slysinu. Minnisvarðinn er staðsettur á fjörukambinum á móts við slysstaðinn í Skerjafirði, nánar tiltekið rétt hjá endastöð SVR syðst á götunni Skeljanesi. Innlent 13.10.2005 19:38 Lík af börnum geymd í leyni Meira en þrjú hundruð lík af börnum og fóstrum voru geymd í formalíni á sjúkrahúsi í París án vitundar aðstandenda þeirra. Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Frakklandi. Erlent 13.10.2005 19:38 Flóðbylgjuöryggiskerfi innan árs Stefnt er að því að innan árs verði komið á viðamiklu öryggiskerfi í þeim löndum sem liggja að Indlandshafi. Kerfið gefur frá sér boð ef jarðhræringar verða og hætta er á flóðbylgju. Erlent 13.10.2005 19:38 Endurskoða samninga aukaleikara Samningar sem Eskimo Models gerðu við aukaleikara í kvikmynd Clints Eastwood verða endurskoðaðir. Ákvæði um ábyrgð leikaranna á leikmunum eru sögð vera til að gæta öryggis. Innlent 13.10.2005 19:38 Allir lausir úr varðhaldi Mennirnir sex sem lögreglan í Keflavík handtók aðfarararnótt laugardagsins vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Traffic hafa allir verið látnir lausir en formlegri rannsókn er þó ekki lokið. Innlent 13.10.2005 19:38 Vélhjólamaður lést í árekstri Vélhjólamaður lést eftir árekstur við fólksbíl nálægt Reykhólum fyrir ofan Miðhúsabrekku skömmu eftir miðnætti í nótt. Þyrla landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út vegna slyssins. Þegar læknir frá Búðardal kom á staðinn var maðurinn látinn. Þyrlunni var snúið við þegar ljóst var að maðurinn var þegar látinn. Innlent 13.10.2005 19:38 Aswad framseldur til Bretlands Yfirvöld í Sambíu framseldu í dag Haroon Rashid Aswad til Bretlands, en hann var handtekinn í landinu 20. júlí síðastliðinn grunaður um aðild sjálfsmorðstilræðunum í Lundúnum 7. júlí sem urðu yfir 50 manns að bana. Breska lögreglan hefur þegar yfirheyrt Aswad, sem er breskur ríkisborgari, og segir hann ekki tengjast árásunum. Erlent 13.10.2005 19:38 Sigur vinnist með hugmyndum Formaður Samtakanna 78 segir að unninn sé fullnaðarsigur í réttindabaráttu homma og lesbía fái hugmyndir félagsmálaráðherra brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Lokið verður við frumvarp til lagabreytinga um þessi efni í stjórnarráðinu á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:38 Fórnarlamba flugslyss minnst Minnisvarði um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði verður afhjúpaður í kvöld, nú þegar fimm ár eru liðin frá slysinu. Minnisvarðinn er staðsettur á fjörukambinum til móts við slysstaðinn í Skerjafirði, syðst á götunni Skeljanesi. Athöfnin hefst stundvíslega klukkan 20.15. Innlent 13.10.2005 19:38 Illa búnir undir stormviðri Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Innlent 13.10.2005 19:38 Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin. Erlent 13.10.2005 19:38 Fagna yfirlýsingu ráðherra Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu. Innlent 13.10.2005 19:38 Hörð mótmæli í Samava í Írak Hundruð manna gengu berserksgang í smábænum Samava í Írak í dag. Fólkið var að mótmæla lélegri opinberri þjónustu, en þar hefur verið skortur á vatni, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum. Kveikt var í bílum og önnur skemmdarverk unnin. Lauk þessu ekki fyrr en lögregla hóf skothríð á mannfjöldann og er sagt að að minnsta kosti átta manns hafi orðið fyrir byssukúlum. Erlent 13.10.2005 19:38 Vakin af birni í útilegu Hópur fólks í útilegu í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum þegar bjarndýr tók að klóra hann. Fólkið var fljótt að koma sér fram úr. Erlent 13.10.2005 19:38 Óttast um námuverkamenn í Kína 103 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í námu í Guangdong-héraði í Kína. Miklar rigningar á svæðinu eru sagðar hafa valdið því að það flæddi inn ío námuna með fyrrgreindum afleiðingum. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirvöldum á staðnum að björgunarstarf sé hafið en ekki hefur verið greint frá því hvernig aðstæður mannanna séu. Erlent 13.10.2005 19:38 Talinn hafa myrt 30 ungar stúlkur Úkraínska lögreglan hefur handtekið Rússa sem grunaður er um að hafa myrt um þrjátíu ungar stúlkur í landinu á síðustu tveimur áratugum. Maðurinn var gripinn í kjölfar morðs á 10 ára stúlku í síðustu viku og játaði á sig fjölda morða við yfirheyrslur. Erlent 13.10.2005 19:38 Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38 Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38 Sjóliðum bjargað úr kafbáti Sjö rússneskum sjóliðum var í dag morgun úr dvergkafbáti sem sökk síðastliðinn fimmtudag á 190 metra dýpi. Erlent 13.10.2005 19:38 Fyrsti prófasturinn Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Innlent 13.10.2005 19:38 Varað við stormi suðvestanlands Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:38 Verkfall í gullnámum Suður-Afríku Námuverkamenn sem vinna í gullnámum Suður-Afríku hófu í dag verkfall til þess að krefjast hærri launa. Um 100 þúsund verkamenn í stærsta verkalýðsfélagi náumverkamanna í Suður-Afríku hafa þegar lagt niður vinnu og líklegt er að 25 þúsund menn til viðbótar úr tveimur öðrum félögum leggi niður vinnu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:38 Grænfriðungar herja á rækjuskip Grænfriðungar hafa undanfarna daga herjað á rækjuskipið Pétur Jónsson, sem er að veiðum á Flæmska hattinum. Skipstjórinn segist ekkert skilja í þeim. Innlent 13.10.2005 19:38 Loka skrifstofum vegna ógnar Allar skrifstofur Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu verða lokaðar á morgun og á þriðjudag þar sem bandarískum yfirvöldum hafa borist vísbendingar um hugsanlega hryðjuverkaárás. Frá þessu greindi sendiráð Bandaríkjanna í Riyadh í dag en það verður lokað næstu tvo daga ásamt ræðismannsskrifstofu í Jeddah vegna ógnarinnar. Þá voru bandarískir ríkisborgarar í Sádi-Arabíu hvattir til að vera varðbergi. Erlent 13.10.2005 19:38 Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38 Stefna að fiskútrás í Asíu Íslenskt fiskmeti hefur slegið í gegn í Malasíu undanfarnar vikur. Útflutningsfyrirtækið Triton stefnir að mikilli fiskútrás í Asíu þar sem gæði verða tekin fram yfir lágt verð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38 « ‹ ›
Netanyahu segir sig úr ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, sagði sig í dag úr ríkisstjórn Ariels Sharons vegna andstöðu sinnar við fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Netanyahu að hann gæti ekki átt aðild að svo óábyrgri ákvörðun og að hún myndi skaða öryggi Ísraela. Erlent 13.10.2005 19:38
Aukin þjónusta á Vísi Vefmiðillinn <em>Vísir</em> er nú farinn að bjóða upp á gagnvirkt sjónvarpsefni og beinar útsendingar frá viðburðum á Netinu í stafrænum gæðum í gegnum VefTV. Í tilkynningu frá 365 miðlum segir að nú þegar séu um 300 þættir og kvikmyndir í boði fyrir neytendur ásamt fréttum, fréttatengdu efni og kappleikjum í beinni útsendingu. Innlent 13.10.2005 19:38
Björguðust úr eldsvoða Sex björguðust þegar eldur kom upp í veiðihúsi við Geirlandsá á fjórða tímanum í fyrrinótt. Var mildi að lögreglumenn voru í grenndinni og voru fljótir á vettvang en fólkið vaknaði við reykskynjara og flýttu sér út klæðalítil. Innlent 13.10.2005 19:38
Kafbátasjómönnum bjargað Áhöfn rússneska smákafbátsins AS-28 var bjargað í gær. Kafbáturinn hafði legið á 190 metra dýpi í þrjá daga. Skipstjóri kafbátsins sagði sér líða ágætlega þegar hann var kominn í land. Erlent 13.10.2005 19:38
Fórnarlamba flugslyss minnst Nokkur fjöldi var saman kominn á Ægisíðu í kvöld þar sem afhjúpaðu var minnisvarði um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirð, en nú eru fimm ár liðin frá slysinu. Minnisvarðinn er staðsettur á fjörukambinum á móts við slysstaðinn í Skerjafirði, nánar tiltekið rétt hjá endastöð SVR syðst á götunni Skeljanesi. Innlent 13.10.2005 19:38
Lík af börnum geymd í leyni Meira en þrjú hundruð lík af börnum og fóstrum voru geymd í formalíni á sjúkrahúsi í París án vitundar aðstandenda þeirra. Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Frakklandi. Erlent 13.10.2005 19:38
Flóðbylgjuöryggiskerfi innan árs Stefnt er að því að innan árs verði komið á viðamiklu öryggiskerfi í þeim löndum sem liggja að Indlandshafi. Kerfið gefur frá sér boð ef jarðhræringar verða og hætta er á flóðbylgju. Erlent 13.10.2005 19:38
Endurskoða samninga aukaleikara Samningar sem Eskimo Models gerðu við aukaleikara í kvikmynd Clints Eastwood verða endurskoðaðir. Ákvæði um ábyrgð leikaranna á leikmunum eru sögð vera til að gæta öryggis. Innlent 13.10.2005 19:38
Allir lausir úr varðhaldi Mennirnir sex sem lögreglan í Keflavík handtók aðfarararnótt laugardagsins vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Traffic hafa allir verið látnir lausir en formlegri rannsókn er þó ekki lokið. Innlent 13.10.2005 19:38
Vélhjólamaður lést í árekstri Vélhjólamaður lést eftir árekstur við fólksbíl nálægt Reykhólum fyrir ofan Miðhúsabrekku skömmu eftir miðnætti í nótt. Þyrla landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út vegna slyssins. Þegar læknir frá Búðardal kom á staðinn var maðurinn látinn. Þyrlunni var snúið við þegar ljóst var að maðurinn var þegar látinn. Innlent 13.10.2005 19:38
Aswad framseldur til Bretlands Yfirvöld í Sambíu framseldu í dag Haroon Rashid Aswad til Bretlands, en hann var handtekinn í landinu 20. júlí síðastliðinn grunaður um aðild sjálfsmorðstilræðunum í Lundúnum 7. júlí sem urðu yfir 50 manns að bana. Breska lögreglan hefur þegar yfirheyrt Aswad, sem er breskur ríkisborgari, og segir hann ekki tengjast árásunum. Erlent 13.10.2005 19:38
Sigur vinnist með hugmyndum Formaður Samtakanna 78 segir að unninn sé fullnaðarsigur í réttindabaráttu homma og lesbía fái hugmyndir félagsmálaráðherra brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Lokið verður við frumvarp til lagabreytinga um þessi efni í stjórnarráðinu á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:38
Fórnarlamba flugslyss minnst Minnisvarði um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði verður afhjúpaður í kvöld, nú þegar fimm ár eru liðin frá slysinu. Minnisvarðinn er staðsettur á fjörukambinum til móts við slysstaðinn í Skerjafirði, syðst á götunni Skeljanesi. Athöfnin hefst stundvíslega klukkan 20.15. Innlent 13.10.2005 19:38
Illa búnir undir stormviðri Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Innlent 13.10.2005 19:38
Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin. Erlent 13.10.2005 19:38
Fagna yfirlýsingu ráðherra Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu. Innlent 13.10.2005 19:38
Hörð mótmæli í Samava í Írak Hundruð manna gengu berserksgang í smábænum Samava í Írak í dag. Fólkið var að mótmæla lélegri opinberri þjónustu, en þar hefur verið skortur á vatni, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum. Kveikt var í bílum og önnur skemmdarverk unnin. Lauk þessu ekki fyrr en lögregla hóf skothríð á mannfjöldann og er sagt að að minnsta kosti átta manns hafi orðið fyrir byssukúlum. Erlent 13.10.2005 19:38
Vakin af birni í útilegu Hópur fólks í útilegu í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum þegar bjarndýr tók að klóra hann. Fólkið var fljótt að koma sér fram úr. Erlent 13.10.2005 19:38
Óttast um námuverkamenn í Kína 103 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í námu í Guangdong-héraði í Kína. Miklar rigningar á svæðinu eru sagðar hafa valdið því að það flæddi inn ío námuna með fyrrgreindum afleiðingum. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirvöldum á staðnum að björgunarstarf sé hafið en ekki hefur verið greint frá því hvernig aðstæður mannanna séu. Erlent 13.10.2005 19:38
Talinn hafa myrt 30 ungar stúlkur Úkraínska lögreglan hefur handtekið Rússa sem grunaður er um að hafa myrt um þrjátíu ungar stúlkur í landinu á síðustu tveimur áratugum. Maðurinn var gripinn í kjölfar morðs á 10 ára stúlku í síðustu viku og játaði á sig fjölda morða við yfirheyrslur. Erlent 13.10.2005 19:38
Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38
Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38
Sjóliðum bjargað úr kafbáti Sjö rússneskum sjóliðum var í dag morgun úr dvergkafbáti sem sökk síðastliðinn fimmtudag á 190 metra dýpi. Erlent 13.10.2005 19:38
Fyrsti prófasturinn Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Innlent 13.10.2005 19:38
Varað við stormi suðvestanlands Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:38
Verkfall í gullnámum Suður-Afríku Námuverkamenn sem vinna í gullnámum Suður-Afríku hófu í dag verkfall til þess að krefjast hærri launa. Um 100 þúsund verkamenn í stærsta verkalýðsfélagi náumverkamanna í Suður-Afríku hafa þegar lagt niður vinnu og líklegt er að 25 þúsund menn til viðbótar úr tveimur öðrum félögum leggi niður vinnu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:38
Grænfriðungar herja á rækjuskip Grænfriðungar hafa undanfarna daga herjað á rækjuskipið Pétur Jónsson, sem er að veiðum á Flæmska hattinum. Skipstjórinn segist ekkert skilja í þeim. Innlent 13.10.2005 19:38
Loka skrifstofum vegna ógnar Allar skrifstofur Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu verða lokaðar á morgun og á þriðjudag þar sem bandarískum yfirvöldum hafa borist vísbendingar um hugsanlega hryðjuverkaárás. Frá þessu greindi sendiráð Bandaríkjanna í Riyadh í dag en það verður lokað næstu tvo daga ásamt ræðismannsskrifstofu í Jeddah vegna ógnarinnar. Þá voru bandarískir ríkisborgarar í Sádi-Arabíu hvattir til að vera varðbergi. Erlent 13.10.2005 19:38
Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38
Stefna að fiskútrás í Asíu Íslenskt fiskmeti hefur slegið í gegn í Malasíu undanfarnar vikur. Útflutningsfyrirtækið Triton stefnir að mikilli fiskútrás í Asíu þar sem gæði verða tekin fram yfir lágt verð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38