Innlent

Endurskoða samninga aukaleikara

Samningar sem Eskimo Models gerðu við aukaleikara í kvikmynd Clints Eastwood verða endurskoðaðir. Ákvæði um ábyrgð leikaranna á leikmunum eru sögð vera til að gæta öryggis. Í samningunum er kveðið á um að aukaleikarar beri sjálfir ábyrgð á leikmunum sem þeir nota í myndinni. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, þjónustuaðila kvikmyndarinnar hér á landi, segir ákvæðið vera til að gæta fyllsta öryggis. Það hafi fyrst og fremst verið sett inn eftir að unnið hafi verið með lögregluyfirvöldum í að flytja vopnin sem notuð eru í myndinni til landsins. Ákvæðið eigi að tryggja það að öll vopn skili sér í hendur leikmunavarða í lok tökudags. Ef aukaleikari verði hins vegar fyrir slysi, sé í sjónum og missi vopnið af einhverjum sökum, muni lögreglurannsókn sem einnig sé kveðið á um í samningnum leiða til þess að nafn aukaleikarans verði hreinsað. Því verði engin eftirmál. Samningar sem Eskimo Models gerði við aukaleikarana verða endurskoðaðir. Helga segir þá í raun betur úfærða. Allir starfsmenn á vegum True North séu tryggðir á sama hátt og ef þeir væru launþegar samkvæmt samningi VR til dæmis. Það sé einungis ef leikarar fari út fyrir skilgreint vinnusvæði fyrirtækisins og slasi sig þar, sem þeir séu á eigin ábyrgð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×