Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Tvö alvarleg flugslys hafa orðið á Hakadalsflugvelli á Rangárvöllum á jafn mörgum sólarhringum, helmingi fleiri leita til síðunnar Matarhjálp Neyðarkall á Facebook í sumar og kíkt verður í druslugönguna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móður ungs drengs í fíknivanda. Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf um jarðarkaup auðmanna verði hert. Einnig verður fjallað um áframhaldandi deilu Breta og Írana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vegaframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar er að stórum hluta á einkalandi, segir landeigandi, spenna á Persaflóa fer vaxandi en Íranir hertóku breskt olíuflutningaskip í gær og fyrsta götubitahátíð er haldin í fyrsta skipti um helgina hér á landi.

FabLab smiðja opnuð á Selfossi
Áttunda FabLab smiðja landsins hefur verið opnuð í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Nýir og betri gluggar í Skálholti
Skipt hefur verið um alla glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir voru orðnir meira og minna ónýtir. Fagmenn frá Þýskalandi voru fengnir í verkið.

Tíu milljarða fjárfesting hjá Árborg næstu fjögur árin
Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum.

Býr til sínar eigin jólakúlur á Selfossi
Sæunn Þorsteinsdóttir á Selfossi býr alltaf til sínar eigin jólakúlur fyrir jólin.

Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina
Hermennirnir sem voru við æfingar í Þjórsárdal um helgina skemmdu um eitt hundrað birkiplöntur.

Blákolóttur lambhrútur vekur athygli
Blákolóttur lambhrútur kom nýlega fram á litasýningu sauðfjár en liturinn þykir mjög sérstakur.

Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda.

Hrútasýningar um allt land: Bændur raða fénu upp í gæðaröð
Hrútasýningar standa nú yfir um allt land en þá er verið að dæma hrúta og gimbrar fyrir sauðfjárbændur.

Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi fyrir lömbin sem er slátrað þar í sláturtíðinni.

Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi
Boðað hefur verið til samstöðuvöku fyrir utan sláturhúsið á Selfossi á föstudaginn 5. október á milli 14:00 og 16:00 en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Móðir drengs sem fæddist með klofinn góm hefur fengið ítrekaða neitun um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands þar sem meinið sést ekki utan á honum.

Páfinn líkir flóttamannamiðstöðvum í Evrópu við fangabúðir
Þetta er haft eftir Frans páfa er hann ávarpaði samkomu flóttamanna í basilíku í Róm. Hann þakkaði þeim sem taka á móti flóttamönnum en sagði að svo virtist sem "alþjóðleg samkomulög skipti meira máli en mannréttindi.“

Mannskæð sprenging í grennd við Aleppo
Margir eru særðir og einhverjir létust eftir sprengingu í grennd við bílalest sem beið eftir að komast inn í sýrlensku borgina Aleppo í dag.

Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga
Fjölmiðlar voru ekki viðstaddir þegar forsetinn skrifaði undir frumvarpið á fimmtudag. Það hefur sætt mikilli gagnrýni síðan það var staðfest frammi fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í mars.

Einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri
Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis, hefur verið nefndur einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri á liðnu ári samkvæmt árlegri samantekt sem birtist í Harvard Business Review. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Þétting byggðar og mannréttindi á oddinn hjá Bjartri framtíð
Leigjendur eru ekki lúðar sungu frambjóðendur Bjartar framtíðar í Reykjavík sem kynntu framboð sitt með formlegum hætti í dag.

Lagasetning leysir ekki deiluna
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið.