fréttamaður

Þórhildur Erla Pálsdóttir

Þórhildur er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fólkið á Airwaves: Náttúran heillaði mig

Matthew Moore frá Kanada er að hlýja sér og sýpur á heitu tei þegar að blaðamann ber að garði. Matthew er skiptinemi við Háskóla Íslands í eina önn en þetta er í fjórða skiptið sem hann fer á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.

Kæra fjölmiðil í Filippseyjum fyrir skattaundanskot

Dómsmálaráðuneytið í Filippseyjum hefur ákært Rappler þarlendan fréttamiðil fyrir að skjóta undan skatti. Sumir líta á þetta sem lið í því að bæla niður frjálsa fjölmiðlun í landinu.

Fólkið á Airwaves: „Besta kvöld lífs míns“

Maren og Mitchell voru bæði enn að jafna sig eftir að hafa séð Eivöru í annað skiptið á hátíðinni. Maren er upprunalega frá Alaska en býr nú í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum en Mitchell er frá Chicago. Þetta er fyrsta Iceland Airwaves hátíð þeirra beggja.

200 látnir í ebólufaraldri í Kongó

Meira en 200 manns eru nú látnir eftir nýjasta ebólu faraldur í Kongó samkvæmt þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Helmingur fórnarlambanna voru frá Beni, borg sem telur 800.000 manns, í norðurhluta landsins.

Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið

Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið.

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.

Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi

Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi.

Mikil óvissa í upphafi með braggann

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.