Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Luke Donald, fyrirliði liðs Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi, sagðist ætla að ná sterkri byrjun gegn Bandaríkjunum í New York í dag, eftir að tilkynnt var hverjir mætast í fyrstu leikjunum. 26.9.2025 08:29
Busquets stígur niður af sviðinu Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Busquets hefur tilkynnt að takkaskórnir fari á hilluna á þessu ári, í síðasta lagi í desember. 26.9.2025 07:33
Börsungar halda í við Madrídinga Barcelona vann 2-1 sigur á Real Oviedo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn er mikilvægur í baráttunni við Real Madríd á toppnum. 25.9.2025 21:30
Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. 25.9.2025 15:01
Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK. 25.9.2025 13:39
Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Þó að liðnar séu rúmar þrjár vikur síðan belgíski markvörðurinn Senne Lammens gekk í raðir Manchester United, á lokadegi félagaskiptagluggans, bíður hann enn eftir fyrsta tækifærinu til að sýna sig og sanna í búningi félagsins. 25.9.2025 13:39
Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Hin 23 ára gamla Claudia Rizzo hefur skráð sig í sögubækurnar með því að verða yngsta konan sem ráðin er forseti ítalsks knattspyrnufélags. 25.9.2025 11:33
Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli allt tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið gæti mögulega tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. 25.9.2025 11:00
Chiesa græðir á óheppni landa síns Vikan verður bara betri og betri hjá Federico Chiesa, Ítalanum í liði Liverpool, því hann gæti núna þrátt fyrir allt fengið að spila í Meistaradeild Evrópu í haust. 25.9.2025 09:33
Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Lionel Messi var á skotskónum með Inter Miami í nótt og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn New York City í bandarísku MLS-deildinni. 25.9.2025 09:02