Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7.10.2025 22:42
McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu MMA bardagakappinn Conor McGregor hefur verið dæmdur í átján mánaða bann frá keppni í UFC vegna brota á reglum um lyfjaeftirlit. Hann mun þó geta byrjað að keppa aftur á næsta ári, vel tímanlega fyrir bardagakvöldið á afmæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta fái hann að keppa þar. 7.10.2025 21:51
Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. 7.10.2025 21:16
Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Grindavík átti ekki í neinum vandræðum með nýliða Ármanns í langþráðum heimaleik sínum í HS Orku-höllinni í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Niðurstaðan varð 27 stiga sigur, 86-59. 7.10.2025 21:02
Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Ákvörðun allra ákvarðana“ sem körfuboltagoðsögnin LeBron James sagði að væri í pípunum reyndist síður en svo eins spennandi eða fréttnæm og hann hafði gefið til kynna. Aðeins var um auglýsingu að ræða. 7.10.2025 20:39
Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Afturelding spilar leik upp á líf og dauða að Varmá sunnudaginn 19. október, við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þjálfarinn og tveir lykilmenn Aftureldingar verða þá í banni. 7.10.2025 19:13
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7.10.2025 18:46
Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Spænski bakvörðurinn Jordi Alba hefur nú tilkynnt að hann muni leggja takkaskóna á hilluna í vetur, þegar tímabili hans með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni lýkur. 7.10.2025 18:00
Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eða Hófí Dóra, stóð uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni Suður-Ameríkubikarsins í bruni og risasvigi í Síle. Þessi fremsta skíðakona landsins segir niðurstöðuna koma skemmtilega á óvart og hún mun taka stórt skref upp heimslistann. 2.10.2025 16:45
Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Amir Mehica hefur verið ráðinn markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en mun samhliða starfinu áfram starfa sem markmannsþjálfari Þróttar. 2.10.2025 13:12