Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Andy Robertson gæti verið á förum frá Liverpool til Tottenham en félögin eiga í viðræðum um kaup Lundúnafélagsins á skoska bakverðinum. 23.1.2026 12:22
Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Stefán Árni Pálsson var með örvhentu landsliðsskytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason í sérstöku EM-Pallborði, í beinni útsendingu á Vísi í dag. 23.1.2026 10:17
Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Félagarnir Birgir Ólafsson og Frosti Viðar Gunnarsson vöktu talsverða athygli á Tottenham-leikvanginum á þriðjudagskvöld, þar sem þeir hvöttu danska þjálfarann Thomas Frank til að koma sér í burtu og halda til Legolands. Ekki höfðu þó alveg allir húmor fyrir uppátækinu. 23.1.2026 09:01
Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu eru áfram með fullt hús stiga í hinum ógnarsterka milliriðli I á EM í handbolta, eftir sigur gegn Portúgölum í háspennuleik í dag, 32-30. 22.1.2026 16:11
Sigurður Bjartur á leið til Spánar? FH hefur samþykkt kauptilboð í framherjann Sigurð Bjart Hallsson sem þar með virðist á förum í spænsku C-deildina í fótbolta. 22.1.2026 14:53
Óðinn á eitt flottasta mark EM Handknattleikssamband Evrópu hefur nú valið fimm flottustu mörkin sem skoruð voru í riðlakeppni Evrópumótsins, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Eitt markanna er íslenskt. 22.1.2026 14:00
Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Eftir átta marka sigurinn gegn Króatíu í gærkvöld gætu Svíar tapað fyrir Íslandi á sunnudaginn en samt komist áfram í undanúrslitin á EM í handbolta. 22.1.2026 12:30
„Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Þó að Liverpool hafi unnið góðan 3-0 útisigur gegn Marseille í gærkvöld eru sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport ekki hrifnir af þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á leikstíl liðsins frá því að Jürgen Klopp var við stjórnvölinn. 22.1.2026 12:02
Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Alfreð Gíslason og hans menn í þýska landsliðinu hefja í dag leik í hinum sannkallaða dauðamilliriðli á EM í handbolta, með leik við Portúgal. Við því bjóst Alfreð alls ekki. 22.1.2026 10:30
Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Luka Cindric, ein helsta stjarnan í liði Króata sem Dagur Sigurðsson stýrir, segir það heimskulegt af mótshöldurum að banna lög með Thompson á Evrópumótinu í handbolta. 21.1.2026 17:01