Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. 20.11.2025 15:48
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. 19.11.2025 23:01
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 19.11.2025 21:09
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19.11.2025 19:48
Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Hamborgarastaðurinn Craft Burger Kitchen er hættur starfsemi. Ástæðan er krefjandi rekstrarumhverfi veitingastaða. 19.11.2025 19:00
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. 19.11.2025 17:28
Kalla inn aspas í bitum frá Ora ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni. 19.11.2025 17:07
Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. 19.11.2025 16:55
RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hlaut verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins 2025 í flokkunum Umhverfisáhrif. Dómnefndin telja myndir hans sýna einstök tengsl íbúa á norðurslóðum og umhverfis þeirra. 19.11.2025 16:15
Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. 18.11.2025 17:02