Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar

Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn.

Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum

Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu.

Atvinnuleysi 5,8 prósent í október

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,8 prósent í október, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var 79,2 prósent hlutfall starfandi var 75,5 prósent.

MeToo mætt af hörku í Kína

Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu.

Babe Patrol: Sameinaðar á ný

Stelpurnar í Babe Patrol eru loks sameinaðar á ný og stefna á tiltekt í Verdansk. Í kvöld munu þær sum sé spila Warzone og keppast um að standa einar uppi eftir harða bardaga.

Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu

Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS.

Sjá meira