Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

CES 2022: Nýjustu tæki og tól til sýnis

Consumer Electronic Show eða CES, ein vinsælasta tæknisýning heimsins, hefst formlega í Las Vegas á fimmtudaginn. Sýningin virðist þó ætla að vera með nokkuð minna sniði en oft áður og mörg fyrirtæki kynna vörur sínar og tækni á netinu.

Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu

Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga.

Trump og tveimur börnum hans stefnt

Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps.

Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu

Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu.

Johnson segir færslu Diesels til marks um óheiðarleg brögð

Dwayne „Grjótið“ Johnson segir ekki séns á því að hann taki aftur þátt í Fast and the Furious kvikmyndunum. Þá segir hann færslu leikarans Vin Diesel á samfélagsmiðlum um að hann ætti að snúa aftur hafa komið sér á óvart.

Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin

Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden.

Vörð­ur drottn­ing­ar­inn­ar steig á barn

Einn af vörðum drottningarinnar í London gekk nýverið yfir og steig á barn við Tower of London-virkið. Tveir hermenn voru í varðferð þegar barnið varð á vegi þeirra og annar hermaðurinn gekk á það og yfir.

Sjá meira