Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27.5.2022 11:42
Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. 27.5.2022 06:41
Heimilisleg kvöldstund hjá Gameverunni Það verður heimilisleg stund hjá Gameverunni í kvöld. Hún ætlar að spila Sea of Thieves og Counter-Strike með góðum vinum. 26.5.2022 20:30
Fjör og læti hjá Babe Patrol Það verður mikið og margt um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Meðal annars munu þær spila Warzone og jafnvel taka Quiz eða tvö. 25.5.2022 20:31
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25.5.2022 10:11
Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. 25.5.2022 07:18
Queens fá Góa og Dóa í heimsókn Þær Móna og Valla í Queens fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Gói og Dói og saman ætla þau að skella sér í Fortnite. 24.5.2022 20:31
Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24.5.2022 12:11
Gorr guða-slátrari slæst við Þór Marvel hefur birt nýja stiklu fyrir næstu myndina um guðinn og ofurhetjuna Þór, Thor: Love and Thunder. Óhætt er að segja að virðist ansi margt um að vera hjá Þór, sé mið tekið af stiklunni og að hann hafi þurft að finna sig á nýjan leik eftir atburði Avengers: Endgame. 24.5.2022 10:10
Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. 24.5.2022 06:39