Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fara um víðan völl í GameTíví

Það verður mikið um að vera hjá strákunum í GameTíví í streymi kvöldsins. Þeir ætla að spila hina ýmsu leiki. Þeir gætu meðal annars skellt sér í formúluna, Warzone og jafnvel golf.

Segir heiminn á vendipunkti

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti.

Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana.

Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá.

Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar

Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni.

Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna

María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi.

Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól

Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin.

Sjá meira