Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 13:16 Starfsmenn Netflix leita leiða til að fjölga áskrifendum og hækka tekjur. Getty/Rafael Henrique Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt. Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því. Netflix Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því.
Netflix Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent