fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu

Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu.

Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði.

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu

Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Sjá meira