Viðskipti innlent

Greiðslum til Jóns Geralds rift

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Gerald.
Jón Gerald. Fréttablaðið/Stefán
Héraðsdómur Reykjaness hefur rift þremur greiðslum upp á ríflega 11,7 milljónir króna sem félagið 12.12.2017, áður Kostur, innti af hendi til félags á vegum Jóns Geralds Sullenberger, stofnanda matvöruverslunarinnar, um einum mánuði áður en verslunin var tekin til gjaldþrotaskipta.

Er félaginu og Jóni Gerald gert að endurgreiða þrotabúi 12.12.2017 fjárhæðina með vöxtum og dráttarvöxtum.

Dómurinn taldi ljóst að 12.12.2017 hefði verið ógjaldfært þegar greiðslurnar voru inntar af hendi til Nord­ica Inc. og Jóni Gerald hefði mátt var það ljóst.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×