Viðskipti innlent

Greiða rúman milljarð króna í arð

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg.
KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg. FBL/ERNIR

Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára.

Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. 

Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður Keahótela

Á móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent.

EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður.

Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut.

Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.