Viðskipti innlent

Kaupa níutíu prósent í Löðri

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Einar Örn Ólafsson fjárfestir.
Einar Örn Ólafsson fjárfestir.
Félag sem er að mestu í eigu Fiskisunds, Helgafells og Einis hefur fest kaup á 90 prósenta hlut í bílaþvottastöðinni Löðri. Seljandi hlutarins er félag á vegum Jóns Ósmanns Arasonar fjárfestis sem átti þvottastöðina að fullu.

Kaupandinn er eignarhaldsfélagið Barone I en stærsti hluthafi þess, með 42 prósenta hlut, er Fiskisund sem er í jafnri eigu Einars Arnar Ólafssonar, stjórnarmanns í TM, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, og Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis.



Löður rekur fimmtán bílaþvottastöðvar, þar af þrettán á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið/Vilhelm
Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Feng­er og Kristínar Vermundsdóttur og er jafnframt stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, er næststærsti hluthafi Barone I með 36 prósenta hlut og þá fer Einir, fjárfestingarfélag áðurnefnds Einars Arnar, með liðlega 18 prósenta hlut í umræddu félagi.

Löður, sem rekur fimmtán bílaþvottastöðvar, þar af þrettán á höfuðborgarsvæðinu, hagnaðist um ríflega 58 milljónir króna á árinu 2017. Veltan nam 591 milljón króna á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×