Viðskipti innlent

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon.

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Eftir kaupin fer eignarhaldsfélag Helga, Hofgarðar, með tæplega tveggja prósenta hlut í Kviku, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjárfestingarbankans, en hluturinn er metinn á um 420 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust Hofgarðar í hóp stærstu hluthafa Kviku banka í liðnum mánuði en félagið hélt þá á liðlega 1,1 prósents hlut í bankanum.

Þá hefur Vátryggingafélag Íslands haldið áfram að minnka við sig í Kviku en tryggingafélagið hefur selt samanlagt um eins prósents hlut í bankanum í mánuðinum. Fer félagið nú með 5,5 prósenta hlut í Kviku að virði um 1.180 milljónir króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.