Viðskipti innlent

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka.
Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka.

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur. Þetta er mat greinenda Capacent.

Í nýju verðmati ráðgjafarfyrirtækisins um Arion banka, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að rekstraraðstæður í bankakerfinu hafi á undanförnum tveimur til þremur árum verið allt aðrar en þær voru fyrir fimm til sex árum þegar bankarnir hafi skilað góðri afkomu vegna virðisaukningar útlána.

„Mikið launaskrið var í bönkunum á þessum árum en nú sitja bankarnir uppi með of há grunnlaun á sama tíma og það þrengir að í rekstri,“ segir í verðmati Capacent.

Bankarekstur sé sveiflukenndur og því geti of íþyngjandi reglur um kaupauka aukið á óstöðugleika líkt og of frjálslegar reglur.

Greinendur Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Arion banka um tæplega 0,8 prósent og meta nú gengi bréfanna á 86 krónur á hlut en til samanburðar stóð gengið í 80,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Jákvætt sé að kostnaðaraðhald í rekstri sé að skila árangri. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.