Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sex spænskar orrustu­þotur á leið til landsins

Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra.

Vill vita hvaða samningar eru í undir­búningi gagn­vart ESB

Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi.

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Hæsta gildi brenni­steins­díoxíðs frá upp­hafi elds­um­brota

Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Seldi í­búðina og keypti Bitcoin í staðinn

Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta.

Í­búðum í byggingu fækkar

Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka.

Sjá meira