Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld í Kúbu til að semja við Bandaríkjamenn, ellegar muni Kúbverjar ekki lengur hafa aðgang að olíu og gjaldeyri frá Venesúela. 12.1.2026 00:09
Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar. 11.1.2026 23:42
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. 11.1.2026 20:00
Sérsveitaraðgerð á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þegar tveir voru handteknir á Selfossi í kvöld. 11.1.2026 18:57
Bob Weir látinn Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. 11.1.2026 00:46
Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Starfsmenn á þremur spítölum í Íran segja að fjöldi slasaðra og látinna mótmælenda sem streyma til þeirra sé slíkur að ekki þeir hafi ekki undan og ekki gefist tími til að veita þeim lífsbjargandi aðhlynningu. Ekkert lát er á gríðarlegum mótmælum sem staðið hafa yfir í landinu vikum saman. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin að hjálpa. 11.1.2026 00:16
Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar loftárásir sem beindust gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Upplýsingar um það hvar loftárásirnar voru gerðar og mannfall liggja ekki fyrir. 10.1.2026 23:53
Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. 10.1.2026 22:50
„Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss „Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði. 10.1.2026 21:55
Stofna ný samtök gegn ESB aðild „Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið. 10.1.2026 20:41