Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12.12.2025 00:06
Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók formlega á móti ómannaða neðansjávarfarinu GAVIA AUV í dag, en um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með hliðarsónar niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. 11.12.2025 21:37
Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs í Laugardal síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotts og íbúa í hverfinu virtist konan ekki hafa slasast alvarlega, en hjólið lenti undir vagninum og varð fyrir skemmdum. Hún hefur áhyggjur af því hvað umferðarslysum hefur fjölgað í hverfinu að undanförnu. 11.12.2025 20:42
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. 11.12.2025 18:53
Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. 11.12.2025 17:57
Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt. 9.12.2025 22:06
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. 9.12.2025 21:09
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. 9.12.2025 18:37
Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. 1.12.2025 07:00
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30.11.2025 23:49