Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. 1.12.2025 07:00
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30.11.2025 23:49
Dorrit rænd í Lundúnum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var rænd á götum Lundúna í kvöld ef marka má færslu hennar á Instagram. 30.11.2025 22:48
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. 30.11.2025 21:20
Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, tók þátt í mótmælum á Ítalíu í gær með fjölþjóðlegri sendinefnd aktívista og málsvara Palestínu, ásamt hafnarverkamönnum í Genóa og Róm. Með í för var meðal annars sænski aktívistinn Greta Thunberg, sem varð heimsfræg árið 2018 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum, en auk þess hefur hún undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að málefnum Palestínu. 30.11.2025 19:47
Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. 29.11.2025 23:46
Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. 29.11.2025 23:27
Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Forsvarsmenn Sýnar hf. ætla að láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu um að heimila Símanum að dreifa opinni línulegri dagskrá Sýnar, á grundvelli þeirra úrræða sem lög leyfa. 29.11.2025 21:31
Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. 29.11.2025 19:47
Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. 29.11.2025 00:05