Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir borgar­stjóra óttalegan vettling

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum.

Vilja taka upp auð­linda­gjald að hætti Norð­manna

Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti.

Stefnir í sól­ríkan og hlýjan sumar­dag fyrsta víða um land

Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan.

Tveir létust í banaslysi í Eyja­firði

Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.

Veturinn sá kaldasti síðan 1999

Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. 

Vill rjúfa framkvæmdastopp í orku­málum

Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika.

Skemmti­ferða­skip um tíu metrum frá strandi við Við­ey

Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd.

Ný stjórn RÚV kjörin

Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn.

Fjórir af hverjum fimm ó­á­nægðir með Bjarna

Afgerandi meirihluti landsmanna lýsti yfir óánægju með nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í viðhorfskönnun Prósents á dögunum. Könnunin mældi 78 prósent óánægju með Bjarna Benediktsson. Þar kom einnig fram að 73 prósent líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu. 

Gervi­greind býr til myndir fyrir DV

DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum.

Sjá meira