Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Högnuðust um tæpa sjö milljarða

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála.

Már Gunnars genginn út

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin

Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar.

Út­spil bankans sýni að dómurinn auki sam­keppni

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur.

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 

Maður varð fyrir skoti í Ár­nes­sýslu

Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir.

Myndaveisla: Troð­fullur mið­bær á kvennafrídegi

Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30.

Bandaríkja­menn ræsa út stærsta flug­móður­skip heims

Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Lands­banka

Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði.

Sjá meira