Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. 28.6.2025 10:20
Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík um tíuleytið í kvöld vegna eftirfarar lögreglu. Á vettvangi voru nokkrir lögreglubílar og minnst einn sérsveitarbíll. 28.6.2025 00:05
Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27.6.2025 23:40
Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. 27.6.2025 23:02
Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna. 27.6.2025 21:08
Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum. 27.6.2025 20:45
Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjaness félst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ 20. júní síðastliðinn, skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 27.6.2025 19:53
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27.6.2025 18:48
Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. 27.6.2025 18:08
Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. 26.6.2025 23:55