Haraldur Guðmundsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Svipmynd Markaðarins: Alæta á tónlist og á kafi í hestamennsku

Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Grafarvogi, er alæta á tónlist og er á kafi í hestamennsku. Hún hefur setið í stjórn FKA og vann áður í heilbrigðisgeiranum. Ingibjörg situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Próf týndust í pósti á leið til Austurríkis

Nemendur í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hafa ekki fengið einkunnir því prófgögn sem voru send til Austurríkis eru týnd. Kennarinn býr þar í landi og voru úrlausnirnar sendar utan í maí en ekki sem rekjanlegur póstur.

Gamma má áfram nota nafnið Gamma

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum.

Vildi ekki lána Costco stæðin

Costco á Íslandi óskaði í vor eftir að fá að leigja bílastæði á lóð sælgætisgerðarinnar Góu við Garðahraun.

Viðskipti framkvæmdastjórans rædd á stjórnarfundi Kadeco

Stjórn Kadeco á Ásbrú í Reykjanesbæ vill upplýsingar um fjárfestingar félags í eigu framkvæmdastjórans á svæðinu. Félög tengd viðskiptafélaga hans hafa keypt þrjár fasteignir á Ásbrú fyrir alls 150 milljónir króna.

Íslandsbanka stefnt út af lógódeilu í turninum

Hugbúnaðarfyrirætkið LS Retail hefur stefnt Íslandsbanka og Norðurturninum og vill fá að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna. Stefnan þingfest í héraðsdómi í vikunni en deilur milli leigjenda í húsinu hafa staðið yfir í rúmt á

Hagnaður Coke á Íslandi jókst

Drykkjarframleiðandinn Coca-Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, var rekinn með 180 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið 2015 var jákvæð um 89 milljónir og því um 91 milljónar króna viðsnúning að ræða.

Dirty Burger skilaði tapi

Hamborgarastaðir Dirty Burger and Ribs voru reknir með 4,5 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við sex milljóna króna tap árið 2015.

Sjá meira